Fara í efni  

Bæjarráð

3042. fundur 02. júlí 2009 kl. 17:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Viðbótarstjórnun í leikskólum.

907017


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að úthlutun til viðbótarstjórnunar í grunnskólunum verði skert um 0,25% og verði 1,09 stg. skólaárið 2009-2010.
Skerðingin komi til framkvæmda haustið 2009. Skólastjórum grunnskólanna falin framkvæmd málsins.

2.Umboð til starfshóps um hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.

904012


Bæjarráð Akraness samþykkir að framlengja umboð sitt til tveggja manna starfshóps kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Akraness, Gunnars Sigurðssonar og Guðmundar Páls Jónssonar og halda þeirri vinnu áfram sem þegar er hafin að leita leiða til hagræðingar og sparnaðar í rekstri sveitarfélagsins í ljósi aðgerða í ríkisfjármálum og aukinna álaga á sveitarfélög.

3.Hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir. Kynning.

906094


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra, formönnum ráða og framkvæmdastjórum stofa Akraneskaupstaðar að standa fyrir kynningarfundum hið fyrsta meðal starfsmanna til að kynna þær hagræðingar- og sparnaðaraðgerðir sem framundan eru. Þá verði ítrekað mikilvægi þess að deildir og stofur starfi innan ramma fjárhagsáætlunar.

4.Umönnunargreiðslur-endurskipulagning 2009

906134



Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að umönnunargreiðslur næstu tvö ár verði lækkaðar. Umönnunargreiðslur munu verða 21.000 kr. á mánuði. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst 2009. Verklagsreglur verða endurskoðaðar í samræmi við þessa niðurstöðu.

5.Tónlistarskóli-endurskipulagning 2009

906135


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að önnur staða deildarstjóra í Tónlistarskólanum verði lögð niður tímabundið næstu tvö skólaár. Næstu tvö skólaár verður Tónlistarskólanum úthlutað 17,25 stöðugildum í stað 18 áður. Jafnframt er skólanefnd Tónlistarskólans falið að útfæra leiðir til að auka leigutekjur af námskeiðum við skólann og við tónleikahald í Tónbergi.


Lagt er til að kennsla nemenda grunnskólans vegna tónlistarsnáms fari sem mest fram í grunnskólunum þannig að verulega dragi úr álagsgreiðslum vegna kennslu eftir kl. 17:00.


6.Æskulýðs- og forvarnarmál - Starfsemi Þorpsins.

907025




Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að dregið verði úr rekstri Þorpsins á árinu 2009 um 5% frá 1. júlí 2009. Þá verði leitað leiða til að auka tekjur með útleigu húsnæðisins. Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falin framkvæmd málsins. Jafnframt er fjölskylduráði falið að halda áfram skoðun á framtíðarstarfsemi Þorpsins. Þá samþykkir bæjarráð að framlag Akraneskaupstaðar til æskulýðs- og forvarnarmála innan Fjölbrautaskóla Vesturlands verði fellt niður frá og með 1. ágúst 2009.


7.Gjaldskrá vinnuskóla.

907024


Bæjarráð Akraness samþykkir að gjaldskrá Vinnuskólans verði hækkuð sumarið 2010 um allt að 20%. Kannað verði með breytingu á afsláttarkjörum vegna þjónustunnar. Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falin framkvæmd málsins.

8.Frímínútnagæsla í grunnskólum.

907023


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að skornar verði niður fjárveitingar til frímínútnagæslu kennara í grunnskólunum skólaárið 2009-2010 og frímínútnagæsla verði falin skólaliðum.


9.Viðhald innanstokksmuna og áhalda í grunnskólum.

907021


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að viðhald innanstokksmuna og áhalda í grunnskólunum verði skert um 30%. Skerðingin komi til framkvæmda haustið 2009.

10.Skólaakstur.

907022


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að skólaakstur verði skertur um 35% í báðum grunnskólum. Skerðingin komi til framkvæmda haustið 2009.

11.Efniskaup og kennslufræðiefni í grunnskólum.

907020


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að efniskaup vegna handavinnu og teikninga og kaup á kennslufræðiefni verði skert um 23%. Skerðingin komi til framkvæmda haustið 2009 og er skólastjórum grunnskólanna falin framkvæmd málsins.

12.Innkaup á skólabókasöfn.

907019


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að dregið verði úr innkaupum á nýjum bókum á skólabókasöfnum það sem eftir er af skólaárinu og komi til framkvæmda haustið 2009.


13.Störf skólaliða í grunnskólum.

907018



Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að dregið verði úr umfangi skólaliðastarfa í grunnskólunum um sem svarar allt að 70% stöðugildis í hvorum grunnskóla eins fljótt og því verður við komið. Skólastjórum grunnskólanna falin framkvæmd málsins.

14.Fjárhagsáætlun 2009 - endurskoðun.

904012

Bréf vinnuhóps um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009, dags. 29.06.2009. Tillögur um endurskoðun áætlunar.
Erindið var lagt fram í bæjarráði 30. júní sl. ásamt gögnum.



Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir. Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af auknum álögum á sveitarfélagið og harmar að sá árangur sem náðst hefur með hagræðingaraðgerðum sé rifinn til baka með aðgerðum ríkisvaldsins í formi tryggingagjalds,virðisaukaskatts og minnkun framlaga jöfnunarsjóðs.

15.Sumarlokanir leikskóla 2010.

907016


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu verði falið að kanna hagkvæmni þess að lengja sumarlokun leikskóla í 5 vikur sumarið 2010.

16.Starfsmannafundir í leikskólum.

907015


Bæjarráð Akraness samþykkir að leggja til við fjölskylduráð að starfsmannafundum í leikskólum Akraneskaupstaðar verði fækkað og hver leikskóli hafi heimild fyrir 3 starfsmannafundum á hverju starfsári.

17.Gjaldskrá leikskóla Akraneskaupstaðar.

907014


Bæjarráð Akraness samþykkir að gerð verði breyting á gjaldskrá leikskóla Akraneskaupstaðar þannig að gjald fyrir dvalartíma umfram 8 klst. verði hærra en almennt dvalargjald. Gjald fyrir fyrsta hálftíma umfram 8 klst. (8 ½ )verði kr. 3.500, næsti hálftími (9 klst.) verði kr. 7.000 og 9 ½ klst. verði einnig kr. 7.000. Breytingin taki gildi 1. ágúst 2009.


Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu er falið að koma breytingu á gjaldskránni í framkvæmd.


18.Framkvæmdastofa - breyting á vinnufyrirkomulagi.

907013


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela framkvæmdaráði að útfæra nýtt vinnufyrirkomulag á Framkvæmdastofu vegna breyttrar verkefnastöðu. Nýtt vinnufyrirkomulag feli í sér m.a. fækkun sem nemur allt að einu stöðugildi.
Greinargerð liggi fyrir 15. ágúst 2009.


19.Skipulags- og umhverfisstofa - breyting á vinnufyrirkomulagi.

907012


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að útfæra nýtt vinnufyrirkomulag á Skipulags- og umhverfisstofu vegna breyttrar verkefnastöðu í skipulagsmálum á Akranesi. Nýtt vinnufyrirkomulag feli í sér m.a. fækkun sem nemur allt 0,5 stöðugildi. Greinargerð liggi fyrir 15. ágúst 2009.

20.Endurskoðun deilda Aðalskrifstofu.

906079



Bæjarráð Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa framkvæmd á sameiningu bókhaldsdeildar og launadeildar Aðalskrifstofu í eina deild undir stjórn eins deildarstjóra. Við sameiningu deildanna verði störfum fækkað um 0,6 ? 0,8 stöðugildi með því að lækka starfshlutfall starfsmanna í sameinaðri deild um 10-20%. Sameiningin taki gildi við húsnæðisbreytingar skrifstofunnar í ágúst 2009.


Þá er bæjarstjóra og deildarstjóra þjónustudeildar falið að útfæra starfsemi þjónustudeildar þar sem skoðaður verði jafnframt sá möguleiki að fella skrifstofustarf í Tónlistarskóla inn í starfsemi deildarinnar. Með því verði gert ráð fyrir fækkun um allt að einu stöðugildi eða með lækkun starfshlutfalls starfsmanna deildarinnar. Breytingarnar taki gildi við húsnæðisbreytingar skrifstofunnar í ágúst 2009 þegar nýtt þjónustuver verður opnað á 1. hæð Stillholti 16-18.


Bæjarstjóra er falið að kynna breytingarnar fyrir starfsmönnum.


21.Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar.

907011


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela framkvæmdaráði og Framkvæmdastofu að kanna hagkvæmi þess að sameina ræstingarstörf í stofnunum s.s. á bæjarskrifstofum, Tónlistarskóla, nýju bókasafni og í Þorpinu.



22.Íþróttamannvirki - breyting vinnufyrirkomulags

906175


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela Framkvæmdastofu að hefja undirbúning að breytingu á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, íþróttahússins við Vesturgötu og Bjarnalaug. Opnunartími verði styttur um eina klukkustund virka daga og tvær klukkustundir laugardaga og sunnudaga. Lokað verði alla stórhátíðardaga og sérstaka frídaga. Breytingin taki gildi 1. október 2009.

23.Gjaldskrár íþróttamannvirkja

906162




Bæjarráð Akraness samþykkir að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar verði hækkuð um allt að 20%. Gjaldskráin taki gildi 1. ágúst 2009.


24.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fyrir fundinum liggur fundargerð 765. fundar frá 26.06.2009.

Lögð fram.

25.Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

907004

Ályktun bæjarráðs, dags. 02.07.2009, um tvöföldun Vesturlandsvegar um Kjalarnes og tvöföldun Hvalfjarðarganga

Bæjarráð Akraness beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnar Íslands, samgönguráðherra og þingmanna Norð- vesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Bæjarráð tekur undir með íbúum á Kjalarnesi að óviðunandi er með öllu að þar eigi sér ekki stað án tafar nauðsynlegar vegabætur. Liðlega tvær milljónir ökutækja fara um Kjalarnes og Hvalfjarðargöng árlega og einsýnt að mæta þarf eðlilegum kröfum um umferðaröryggi með nauðsynlegum framkvæmdum. Vísað er til samkomulags Spalar ehf. og Vegagerðarinnar frá 9. janúar 2007 þar sem Vegagerðinni er tryggð fjármögnun til nauðsynlegra undirbúningsframkvæmda vegna tvöföldunar vegar á Kjalarnesi, en Spölur ehf. hefur þegar lokið öllum nauðsynlegum undirbúningsrannsóknum vegna tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Að mati bæjarráðs er óviðunandi að hægagangur á undirbúningi tefji nauðsynlegar framkvæmdir.
Tvöföldun vegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga er í senn mjög mikilvægt öryggismál en einnig skynsamleg og arðsöm framkvæmd ekki síst nú þegar brýn nauðsyn er á atvinnuskapandi framkvæmdum.

26.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 10. og 11. funda frá 18.06. og 29.06.2009.

Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðar nefndarinnar frá 29.6.2009. Aðrir töluliðir lagðir fram. Fundargerð nefndarinnar frá 18.6.2009 lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00