Bæjarráð
1.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag
1003078
2.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010
1007109
Lögð fram.
3.Fundargerðir OR - 2010
1002247
Lögð fram.
4.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010
1010035
Lögð fram.
5.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.
1007025
Bæjarráð samþykkir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.
6.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010
1010037
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál
1009139
Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
8.Styrkbeiðni - útgáfa karlakórsins Svanir.
1010013
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011.
Jafnframt er styrkbeiðendum bent á að leita upplýsinga hjá Menningarráði Vesturlands varðandi styrkveitingu.
9.Höfðasel - Akrafjallsvegur
1007019
Lagt fram. Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.
10.Fráveituframkvæmdir á Akranesi.
1010010
Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur til viðræðna um málið.
11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010.
1010009
Lagt fram.
12.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting
1008077
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um fyrirhugaða skoðunarferð.
13.Menningarráð Vesturlands - starfsemi
1009027
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Menningarráðs Vesturlands um framkvæmd kynningarinnar.
14.Dvalarheimilið Höfði - fjármögnun byggingar hjúkrunarrýma
1009005
Bréf stjórnar Dvalarheimilisins Höfða, dags. 1. sept. 2010, þar sem þess er farið á leit við eignaraðila heimilisins að þeir komi að fjármögnun vegna byggingar tíu hjúkrunarrýma til að fækka fjölbýlum á heimilinu.
Til viðræðna mættu Kristján Sveinsson, formaður stjórnar og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjármögnun fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og því verði vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011.
15.Sorphirða
903109
Bæjarráð samþykkir að fram fari sameiginlegt útboð fyrir þær stofnanir kaupstaðarins sem eru í þeirri aðstöðu að slíkt henti. Þær stofnanir sem eru í húsnæði þar sem sérstakt húsfélag annast samninga um sorphirðu fyrir fasteignina yrðu undanskildar.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðarmati frá Skipulags- og umhverfisstofu vegna flokkunar sorps hjá einstökum bæjarstofnunum.
16.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting
1010002
Bæjarráð samþykkir beiðni umsækjanda um lóðarstækkun eins og hún er framlögð af skipulags- og umhverfisnefnd.
17.Aðalskipulag - endurskoðun
801023
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
18.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.
1009122
Bæjarráð samþykkir erindið.
19.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut
1008040
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir jafnframt að fara þess á leit við Sýslumanninn á Akranesi að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
20.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2010
1010034
Lagt fram.
21.Leiksýning skólabarna - styrkbeiðni
1010032
Skv. upplýsingum framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu liggur kostnaður Akraneskaupstaðar við að þiggja boð á sýninguna í ferðakostnaði eða um 90 þús.kr.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
22.Bókasafn - lengri opnunartími
1003173
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt lagt til að fjármögnun verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.
23.Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.
1008026
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
24.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.
1003012
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 185,5 mkr. á móti áætluðum hagnaði 191 mkr. Hagnaður með fjármagnsliðum nemur 329 mkr. á móti áætluðum hagnaði 299,8 mkr. Athugið: Fjárhagsáætlun hefur verið uppfærð með annarri endurskoðun og skýrir það breytingu frá síðasta milliuppgjöri.
Lagt fram.
25.Kosningar vegna stjórnlagaþings
1010030
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
26.Lokauppgjör vegna byggingar verknámshúss Fjölbrautaskóla Vesturlands
1010033
Bréf skólameistara, dags. 5. okt. 2010, varðandi lokastöðu framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina, skuld við rekstur skólans vegna þessara framkvæmda og skiptingu skuldar milli sveitarfélaganna sem standa að rekstri skólans. Jafnframt er þess óskað að Akraneskaupstaður hafi forgöngu um að endurskoða samning sveitarfélaga á Vesturlandi og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skólann.
Til viðræðna mætti Hörður Ó. Helgason, skólameistari, og gerði hann m.a. grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu skólans.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lokauppgjör vegna framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina verði samþykkt, en hlutur Akraneskaupstaðar er 2.199.877 þús.kr. eða 74,92%. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð tekur jákvætt í að hafa forgöngu um endurskoðun samnings sveitarfélaga um skólann og felur bæjarstjóra að ræða við aðila samningsins ásamt skólameistara.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir erindið.