Fara í efni  

Bæjarráð

3090. fundur 07. október 2010 kl. 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 29. sept. 2010, þar sem sótt er um viðbótarfjárveitingu vegna langtímaveikinda starfsmanna að fjárhæð kr. 2.476.132.- Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010 var ákveðið að veita stofnunum bæjarins viðbótarfjármagn ef um langtímaveikindi er að ræða.

Bæjarráð samþykkir erindið.

2.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010

1007109

Drög að dagskrá 1111. fundar bæjarstjórnar 12. október 2010.

Lögð fram.

3.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerð 133. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. sept. 2010.

Lögð fram.

4.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

Fundargerð 92. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 23. sept. 2010.

Lögð fram.

5.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

Fundargerð 32. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, frá 4. okt. 2010.

Bæjarráð samþykkir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

6.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010

1010037

Bréf fjármálastjóra, dags. 5. okt. 2010, þar sem óskað er staðfestingar Akraneskaupstaðar á meðf. gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem gildir fyrir árið 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1009139

Húsaleigusamningur Akraneskaupstaðar kt. 410169-4449 og Arion banka hf. kt. 581008-0150, um húsnæðið að Vesturgötu 119, eignarhluti 01 0201 sem er 259,2 fermetra iðnaðarhúsnæði á Akranesi, fastanr. 223-9631, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. Leigutíminn hefst 1. okt. 2010 og lýkur þann 1. febrúar 2011. Fellur samningurinn þá úr gildi án uppsagnar, nema um annað verði samið. Leiga er kr. 100.000 á mánuði. Notkun húsnæðisins er ætluð fyrir starfsemi Skagaleikflokksins.

Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

8.Styrkbeiðni - útgáfa karlakórsins Svanir.

1010013

Bréf Svavars Garðarssonar, f.h. karlakórsins Svanir, dags. 1. okt. 2010, þar sem óskað er styrkveitingar samtals að fjárhæð 450 þús.kr.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011.

Jafnframt er styrkbeiðendum bent á að leita upplýsinga hjá Menningarráði Vesturlands varðandi styrkveitingu.

9.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Bréf Ingimars Magnússonar, f.h. Bjarmar ehf., þar sem gerð er fyrirspurn um hvernig staðið var að öflun tilboða í verkið ,,Höfðasel-Akrafjallsvegur".

Lagt fram. Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.

10.Fráveituframkvæmdir á Akranesi.

1010010

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. sept. 2010, varðandi breytingu á framvindu fráveituframkvæmda á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur til viðræðna um málið.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010.

1010009

Tilkynning um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010 sem haldinn verður föstudaginn 15. okt. nk. á Hilton Hótel Nordica. Fundurinn hefst kl. 12:00.

Lagt fram.

12.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting

1008077

Bréf Skógræktarfélags Akraness, dags. 26. sept. 2010, þar sem þökkuð eru góð viðbrögð við styrkumsókn. Bæjarstjórn, varamönnum og bæjarstjóra er boðið í skoðunarferð um svæði félagsins upp í Slögu og inn við Miðvogslæk nú í haust.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um fyrirhugaða skoðunarferð.

13.Menningarráð Vesturlands - starfsemi

1009027

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 6. sept. 2010, þar sem Menningarráð býðst til að kynna starfsemi ráðsins fyrir nýjum sveitarstjórnum og menningarnefndum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Menningarráðs Vesturlands um framkvæmd kynningarinnar.

14.Dvalarheimilið Höfði - fjármögnun byggingar hjúkrunarrýma

1009005

Viðræður við formann stjórnar og framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða kl. 17:00.

Bréf stjórnar Dvalarheimilisins Höfða, dags. 1. sept. 2010, þar sem þess er farið á leit við eignaraðila heimilisins að þeir komi að fjármögnun vegna byggingar tíu hjúkrunarrýma til að fækka fjölbýlum á heimilinu.

Til viðræðna mættu Kristján Sveinsson, formaður stjórnar og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjármögnun fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og því verði vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011.

15.Sorphirða

903109

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 5. okt. 2010, varðandi sorphirðu hjá stofnunum Akraneskaupstaðar. Meðf. er minnisblað frá fundi forstöðumanna stofnana frá 30. sept. 2010.

Bæjarráð samþykkir að fram fari sameiginlegt útboð fyrir þær stofnanir kaupstaðarins sem eru í þeirri aðstöðu að slíkt henti. Þær stofnanir sem eru í húsnæði þar sem sérstakt húsfélag annast samninga um sorphirðu fyrir fasteignina yrðu undanskildar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðarmati frá Skipulags- og umhverfisstofu vegna flokkunar sorps hjá einstökum bæjarstofnunum.

16.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, varðandi stækkun lóðar og deiliskipulagsbreytingu á Vesturgötu 113B. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að orðið verði við beiðninni um lóðarstækkun. Að því gefnu að lóðarstækkun fáist, samþykkir nefndin að heimila umsækjanda að láta vinna og leggja fram breytingartillögu á gildandi deiliskipulagi.

Bæjarráð samþykkir beiðni umsækjanda um lóðarstækkun eins og hún er framlögð af skipulags- og umhverfisnefnd.

17.Aðalskipulag - endurskoðun

801023

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, varðandi endurskoðun aðalskipulags. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum skal að loknum sveitarstjórnarkosningum tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulag verði endurskoðað með sérstöku tilliti til breyttra forsenda í samfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, þar sem lagt er til að tveir nefndarmenn skipulags- og umhverfisnefndar ásamt framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, sæki ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga þann 29. okt. nk.

Bæjarráð samþykkir erindið.

19.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 6. okt. 2010, varðandi stöðvunarskyldu á umferð frá Smiðjuvöllum 32 inn á Þjóðbraut. Nefndin samþykkir tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að stöðvunarskyldan skuli vera á umferð af lóðinni nr. 32 við Smiðjuvelli út á Þjóðbraut.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir jafnframt að fara þess á leit við Sýslumanninn á Akranesi að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

20.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2010

1010034

Tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 14. og 15. okt. n.k. á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá ráðstefnunar er að finna á vef sambandsins.

Lagt fram.

21.Leiksýning skólabarna - styrkbeiðni

1010032

Boð Þjóðleikhússins til 4-5 ára barna á leiksýninguna ,,Sögustund".
Skv. upplýsingum framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu liggur kostnaður Akraneskaupstaðar við að þiggja boð á sýninguna í ferðakostnaði eða um 90 þús.kr.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

22.Bókasafn - lengri opnunartími

1003173

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 6. okt. 2010, varðandi opnunartíma Bókasafns Akraness frá og með næstu áramótum. Stjórnin leggur áherslu á að þjónusta bókasafnsins sé aðgengileg fyrir sem flesta bæjarbúa. Fyrir liggur tillaga bæjarbókavarðar um opið bókasafn á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00. Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að breytingar á afgreiðslutíma verði samþykktar og tekið verði tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011. Lagt er til að breyttur afgreiðslutími taki gildi frá og með næstu áramótum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt lagt til að fjármögnun verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.

23.Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.

1008026

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 6. okt. 2010, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna Vökudaga að upphæð 750 þús.kr. og til jólatrésskemmtunar á Akratorgi að fjárhæð 350 þús.kr. Meðfylgjandi er bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 5. okt. 2010, varðandi sundurliðun kostnaðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

24.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarstaða A-hluta Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar - ágúst 2010.
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 185,5 mkr. á móti áætluðum hagnaði 191 mkr. Hagnaður með fjármagnsliðum nemur 329 mkr. á móti áætluðum hagnaði 299,8 mkr. Athugið: Fjárhagsáætlun hefur verið uppfærð með annarri endurskoðun og skýrir það breytingu frá síðasta milliuppgjöri.

Lagt fram.

25.Kosningar vegna stjórnlagaþings

1010030

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 6. okt. 2010, varðandi kosningar til stjórnlagaþings. Lagt er til að bæjarstjórn gefi bæjarráði fullnaðarheimild til að ganga frá framlagningu kjörskrár svo og að úrskurða kærur sem kunna að koma fram að kjördegi og þar með endanlegum frágangi kjörskrár. Þá er einnig lagt til að greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna verði með sama fyrirkomulagi og var viðhaft við síðustu kosningar sl. vor.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

26.Lokauppgjör vegna byggingar verknámshúss Fjölbrautaskóla Vesturlands

1010033

Viðræður við skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands kl. 17:30.

Bréf skólameistara, dags. 5. okt. 2010, varðandi lokastöðu framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina, skuld við rekstur skólans vegna þessara framkvæmda og skiptingu skuldar milli sveitarfélaganna sem standa að rekstri skólans. Jafnframt er þess óskað að Akraneskaupstaður hafi forgöngu um að endurskoða samning sveitarfélaga á Vesturlandi og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skólann.

Til viðræðna mætti Hörður Ó. Helgason, skólameistari, og gerði hann m.a. grein fyrir erfiðri fjárhagsstöðu skólans.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lokauppgjör vegna framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina verði samþykkt, en hlutur Akraneskaupstaðar er 2.199.877 þús.kr. eða 74,92%. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð tekur jákvætt í að hafa forgöngu um endurskoðun samnings sveitarfélaga um skólann og felur bæjarstjóra að ræða við aðila samningsins ásamt skólameistara.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00