Fara í efni  

Bæjarráð

3221. fundur 05. júní 2014 kl. 12:00 - 13:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Baugalundur 20 - umsókn um lóð

1405200

Umsókn Eiríks Vignissonar og Ólafar Lindu Ólafsdóttur dags. 28.5.2014, um byggingarlóð við Baugalund nr. 20.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

2.Frumvarp til laga nr. 251 - um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (fækkun

1401225

Hjá innanríkisráðuneytinu liggja fyrir hugmyndir um staðsetningu höfuðstöðva lögreglustjóra og sýslumanna. Hvorki er gert ráð fyrir að lögreglustjóri né sýslumaður verði staðsettur á Akranesi.
Bæjarráð Akraneskaupstaðar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem liggja fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um staðsetningu höfuðstöðva sýslumanns- og lögreglustjóraembætta á Vesturlandi. Hvorki er gert ráð fyrir að lögreglustjóri né sýslumaður verði staðsettir á Akranesi. Í hugmyndum ráðuneytisins um væntanlegar breytingar á starfsemi lögreglu-og sýslumannsembætta er gert ráð fyrir að aðsetur sýslumanns verði í Stykkishólmi og aðsetur lögreglustjóra í Borgarnesi.
Akranes er langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi með tæplega 7.000 íbúa og að auki er Grundartangi í næsta nágrenni við kaupstaðinn og þar eru á annað þúsund manns daglega við störf. Auk þess eru tvær hafnir með mikla starfsemi á svæðinu.
Akraneskaupstaður gerir kröfu um að lögreglustjóraembættið, hið minnsta, verði staðsett á Akranesi. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi, þar er eina lögreglustöðin á svæðinu með sólarhringsvakt enda er málafjöldinn langmestur þar. Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 þar sem byggst hefur upp mikil sérþekking og nauðsyn þess að hafa yfirstjórn lögreglu og rannsóknardeild á sama stað er augljós og öllum kunn.
Hugmyndir innanríkisráðuneytisins eru með öllu óásættanlegar fyrir íbúa á Akranesi og verður ekki við unað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart innanríkisráðherra og þingmönnum kjördæmisins og eftir atvikum boða til íbúafundar um málið.

3.Menningarstefna Akraneskaupstaðar

1401110

Á fundi menningarmálanefndar 3.6.2014 voru samþykkt drög að menningarmálastefnu Akraneskaupstaðar, nefndin leggur til við bæjarráð að drögin verði samþykkt.

Bæjarráð þakkar menningarmálanefnd fyrir framlag þeirra.

Bæjarráð vísar drögunum að stefnunni til umfjöllunar hjá nýrri menningarmálanefnd.

4.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

18. fundargerð menningarmálanefndar frá 3.6.2014.
Lögð fram.

5.Fundargerðir 2014 - starfshóps um atvinnu og ferðamál

1401192

Fundargerðir starfshóps um atvinnu og ferðamál nr. 44, 45 og 46 frá 16.4.2014, 23.4.2014, og 7.5.2014.
Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00