Fara í efni  

Bæjarráð

3070. fundur 21. apríl 2010 kl. 14:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, dags. 15.04.2010, varðandi afgreiðslu sveitarstjórnar um flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.

Lagt fram.

2.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerð

1004066

Fundargerð frá stjórnarfundi 13. apríl 2010.


Lögð fram.

3.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar-Fundargerð

1004006

394. fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar frá 8.mars 2010.


Lögð fram.

4.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

74. fundargerð frá 9. apríl 2010 og 75. fundargerð frá 13. apríl 2010 lagðar fram.


Lagðar fram.

5.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.

1001149

9. og 10. fundargerð lagðar fram.



Lagðar fram.

6.Menningarráð Vesturlands - fundarboð

1003202

Aðalfundarboð Menningarráðs Vesturlands 5. maí 2010.


Bæjarráð samþykkti að forseti bæjarstjórna færi með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

7.Merking gatna 2010.

1003186

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 21. apríl 2010 þar sem óskað er eftir 2 millj. kr. til yfirborðsmerkinga gatna.


Afgreiðslu frestað.

8.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 21. apríl 2010 þar sem óskað er eftir 5,5 millj.kr. til viðhalds og reksturs vallarsvæðis og fasteigna á Jaðarsbökkum.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar erindinu til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

9.Landsbanki Íslands hf. - Afleiðu- og gjaldeyrisviðskipti

902031


Bæjarstjóri lagði fyrir til kynningar samninginn undirritaðan í samræmi við ákvörðun síðasta bæjarstjórnarfundar 13.apríl s.l.

10.Ályktun frá Lögreglufélagi Vesturlands

1004054

Ályktun frá Aðalfundi Lögreglufélags Vesturlands þann 13. apríl sl., varðandi sinnuleysi samningarnefndar ríkisins gagnvart samninganefnd Landsambands lögreglumanna.



Bæjarráð tekur undir áhyggjur Lögreglufélags Vesturlands og telur að fyrst og fremst verði að tryggja á sem bestan hátt öryggi íbúa landshlutans.

11.Innherjar - fjárhagsleg tengsl

1004048

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14.04.2010, þar sem farið er fram á tilkynningu frá Akraneskaupstað um alla aðila fjárhagslega tengda innherja.


Lagt fram

12.Orkuveita Reykjavíkur - aðilaskipti

1004062

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14.04.2010, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti.


Lagt fram.

13.Langisandur ehf. beiðni um viðræður við bæjarráð

1003189

Til viðræðna á fundinn mættu fulltrúar Langasands ehf. Guðmundur Egill Ragnarsson og Ragnar Már Ragnarson og f.h. Golfklúbbsins Leynis, Viktor Elvar Viktorsson, Hörður Kári Jóhannesson og Gylfi Sigurðsson.





Viljayfirlýsing um samstarf lögð fram á fundinum.

14.Byggðasafnið í Görðum - rekstur

811087

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 19.04.2010, varðandi samstarf sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og Safnaráðs.


Lagt fram.

15.Námskeið fyrir fyrirtæki og frumkvöðla

1004060

Bréf atvinnuráðgjafa, dags. 19.04.2010, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 110.000.- vegna námskeiðshalds.



Bæjarráð samþykkir erindið og vísar kostnaði til framlags vegna atvinnuátaks sem samþykkt var í fjárhagsáætlun.

16.Byggðasafn - starfsmannamál

1004067

Bréf forstöðumanns Byggðasafnsins, dags. 19.04.2010, þar sem óskað er eftir heimild til ráðningar starfsmanns á Safnasvæðinu og hækkunar á launalið í fjárhagsáætlun.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

17.Bókasafn - starfsskipulag

1003173

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 19. apríl 2010 ásamt bréfi bæjarbókavarðar 24. mars 2010, um starfsmannamál bókasafnsins.





Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarbókaverði að auglýsa eftir starfsmanni sem hafi almenna menntun.

18.Jaðarsbakkasundlaug - nýjar rennibrautir

1004045

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 15. apríl 2010 ásamt minnisblaði þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum að nýjum rennibrautum við Jaðarsbakkalaug.





Bæjarráð telur verkefnið ekki tímabært.

19.Hjólreiðabærinn Akranes

1004044

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 15. apríl 2010 ásamt minnisblaði þar sem kynnt er hugmynd að því að gera Akranes að hjólreiðabæ.





Bæjarráð felur verkefnisstjóra að vinna áfram með hugmyndina.

20.Garðatún - útivistarsvæði

1004043

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 19. apríl 2010 ásamt minnisblaði þar sem kynnt er hugmynd að tillögu á að skipuleggja svæði frá Garðagrund að Garðalundi.



Bæjarráð felur verkefnastjóra að vinna áfram að hugmyndinni í samráði við Skipulags- og umhverfisstofu.

21.Byggðasafnið - geymslur

1004036

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 15. apríl 2010 og bréf forstöðumanns Byggðasafnsins í Görðum dags. 25. mars 2010, vegna geymslurýmis fyrir byggðasafnið.




Erindinu vísað til framkvæmdaráðs.

22.Vinnuskóli Akraness - starfsemi sumarið 2010

1001031

Bréf rekstrarstjóra Vinnuskólans dags. 14. apríl 2010 um fjárhagsáætlun Vinnuskóla Akraness árið 2010 og bréf framkvæmdasatjóra Framkvæmdastofu dags. 21. apríl 2010.




Bæjarráð samþykkir röksemdir rekstrarstjóra fyrir aukinni fjárveitingu uppá 1.5 millj. kr. og leggur til að henni verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 auk þess verði 1 millj. kr. tekin úr búnaðarkaupasjóði.

23.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2010 lögð fram.





Andrés Ólafsson fjármálastjóri kynnti niðurstöðu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar eftir fyrstu 3 mánuði ársins. Ljóst er að niðurstaða er í samræmi við væntingar en svigrúm er þröngt til aukningar fjármuna umfram áætlun. Samþykkt að vísa endurskoðari áætlun til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00