Bæjarráð
1.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009
908018
Málinu vísað umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og eftir atvikum aðalskrifstofu.
2.Flóttafólk - Umsókn um fjárhagslegan stuðning vegna sept. 2009 til ág. 2010
908039
Lagt fram.
3.Hvítanesreitur - stefna.
910022
Lagt fram.
4.Sjónvarpsnotkun.
909123
Bæjarráð samþykkir erindið.
5.Tímaskráningarkerfi Akraneskaupstaðar.
909122
Bæjarráð ítrekar samþykktir um að skráning í tímaskráningarkerfi Akraneskaupstaðar sé í samræmi við viðveru. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
6.Strætómál - fundargerðir starfshóps 2009.
903183
Lögð fram.
7.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.
902034
Byggingarhluti fundargerðarinnar staðfestur. Aðrir töluliðir lagðir fram.
8.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.
901046
Lögð fram.
9.Bókasafn - beiðni v.námskeiðahalds.
910011
Bæjarráð fellst á erindi bréfritara.
10.Útboð tölvumála Akraneskaupstaðar
810021
Bæjarráð fól deildarstjóra þjónustudeildar á síðasta fundi að leggja til drög að reglum um afhendingu skjala Akraneskaupstaðar. Þegar þær reglur hafa verið samþykktar verður orðið við erindi bréfritara.
11.Stjórnsýslukæra Omnis ehf. - útboð tölvuþjónustu án útboðs.
910005
Kærandi krefst stöðvunar útboðs/samningagerðar um stundarsakir skv. 96. gr. laga nr.84/2007 um opinber innkaup. Frestur til að tjá sig um þessa kröfu rann út 6. okt. sl.
12.Fjárhagsáætlun 2009 - endurskoðun.
904012
Bæjarráð vísar endurskoðaðri áætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.Skipulags- og umhverfisstofa - Rekstrarstaða 2009.
910013
Lagt fram.
14.Viskubrunnur í Álfalundi
901156
Bæjarráð staðfestir tillögu stjórnar Akranesstofu, með fyrirvara um að ráðstöfun fjár sé á þann veg sem gert er grein fyrir.
15.Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar.
907011
Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að bjóða út ræstingar í umræddum stofnunum frá og með næstu áramótum.
16.Fasteignir - Reglur og skyldur leigusala og leigutaka
909043
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.
17.Höfðasel 6, umsókn um lóð
804130
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til BM-Vallár hf.
18.Rafbílavæðing Íslands.
909121
Lagt fram.
19.Umhverfisþing VI - 9.- 10. október 2009.
909115
Bæjarráð samþykkir erindið.
20.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
907047
Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags -og umhverfisnefndar.
21.Krókatún - Deildartún, deiliskipulag
810182
Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
22.Strætisvagn innanbæjar.
908106
Bæjarráð fór yfir útboðsgögn og gerir tillögu um að ferðafjöldi á dag verði ekki fleiri en allt að 15 ferðir alls.
Tímatafla verði miðuð að því að fækka ferðum, sem minnst eru notaðar, á dagtíma og kvöldferðum.
Akstur verði ekki á laugardögum og sunnudögum eða á helgidögum.
Gert er ráð fyrir umfjöllun um akstursleið á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að leggja fram drög að akstursleið og útboði á næsta fundi bæjarráðs.
23.Ketilsflöt - takmörkun umferðarhraða.
906167
Bæjarráð leggur til að notaðar verði lausar hraðahindranir sem til eru í eigu Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisstofu falin framkvæmd málsins.
24.Niðurskurður launakjara starfsmanna Akraneskaupstaðar.
909091
Einnig fylgir með svar bæjarstjóra sem sent var í tölvupósti dags. 30.09.2009, til viðkomandi aðila varðandi málið.
Lagt fram ásamt svarbréfi bæjarstjóra.
25.Bíóhöllin - rekstur.
905081
Bæjarráð samþykkir að fara að tillögum stjórnar Akranesstofu varðandi samning við ,,Vini hallarinnar"
ásamt undirrituðum viðbótarsamningi. Til viðbótar í samningi komi að Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Skagaleikflokknum séu heimil endurgjaldslaus afnot af Bíóhöllinni í 2 daga á ári.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn.
26.Byggðasafnið í Görðum - Aðalfundur 2009.
910014
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum.
Fundi slitið.
Lagt fram.