Fara í efni  

Bæjarráð

3050. fundur 08. október 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009

908018

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 07.10.2009, varðandi um rekstrarstöðu Framkvæmdastofu.
Málinu vísað umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og eftir atvikum aðalskrifstofu.



Lagt fram.

2.Flóttafólk - Umsókn um fjárhagslegan stuðning vegna sept. 2009 til ág. 2010

908039

Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 07.10.2009, þar sem tilkynnt er um aukinn styrk að upphæð kr. 18.357.000.- til viðbótar við fyrri samning dags. 17.03.2009, vegna þjónustu og aðstoðar við flóttafólk fram til maí 2010.

Lagt fram.

3.Hvítanesreitur - stefna.

910022

Stefna Garðars Briem hrl. fh. Sveinbjörns Sigurðssonar hf. kt. 130590-1549, dags. 10.09.2009.

Lagt fram.

4.Sjónvarpsnotkun.

909123

Bréf fjölskylduráðs, dags. 08.10.2009, þar sem óskað er heimildar til að hafa áfram áskriftir að sjónvarpsstöðvum eins og hefur verið í Þorpinu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5.Tímaskráningarkerfi Akraneskaupstaðar.

909122




Bæjarráð ítrekar samþykktir um að skráning í tímaskráningarkerfi Akraneskaupstaðar sé í samræmi við viðveru. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

6.Strætómál - fundargerðir starfshóps 2009.

903183

Fyrir fundinum liggur fundargerð starfshóps um samgöngur milli Akraness og Reykjavíkur með leið 57 frá 24.09.2009.

Lögð fram.

7.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur 15. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 05.10.2009.


Byggingarhluti fundargerðarinnar staðfestur. Aðrir töluliðir lagðir fram.

8.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Dagskrá 1083. fundar bæjarstjórnar.

Lögð fram.

9.Bókasafn - beiðni v.námskeiðahalds.

910011

Bréf Jafnréttishúss,dags. 6. okt. 2009, þar sem óskað er endurgjaldslausra afnota af húsnæði í Bókasafni Akraness vegna námskeiðahalds fyrir atvinnulaust fólk af erlendum uppruna.

Bæjarráð fellst á erindi bréfritara.

10.Útboð tölvumála Akraneskaupstaðar

810021

Beiðni Eyjólfs R. Stefánssonar, í tölvupósti, um gögn er varða tölvumál.



Bæjarráð fól deildarstjóra þjónustudeildar á síðasta fundi að leggja til drög að reglum um afhendingu skjala Akraneskaupstaðar. Þegar þær reglur hafa verið samþykktar verður orðið við erindi bréfritara.

11.Stjórnsýslukæra Omnis ehf. - útboð tölvuþjónustu án útboðs.

910005

Bréf Kærunefndar útboðsmála, dags. 30.09.2009, varðandi stjórnsýslukæru Omnis ehf. um kaup á tölvuþjónustu án útboðs. Athugasemdir og fylgigögn skulu vera í sexriti og hafa borist kærunefnd útboðsmála eigi síðar en þriðjudaginn 20. október nk.
Kærandi krefst stöðvunar útboðs/samningagerðar um stundarsakir skv. 96. gr. laga nr.84/2007 um opinber innkaup. Frestur til að tjá sig um þessa kröfu rann út 6. okt. sl.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann Landslaga.

12.Fjárhagsáætlun 2009 - endurskoðun.

904012

Rekstraráætlun fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2009 með breytingum, dags. 21.09.2009.

Bæjarráð vísar endurskoðaðri áætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.Skipulags- og umhverfisstofa - Rekstrarstaða 2009.

910013

Rekstrarstaða Skipulags- og umhverfisstofu frá janúar - september 2009.


Lagt fram.

14.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Viðræður við Tómas Guðmundsson verkefnastjóra Akranesstofu og Þorgeir Jósefsson, formann stjórnar Akranesstofu.






Bæjarráð staðfestir tillögu stjórnar Akranesstofu, með fyrirvara um að ráðstöfun fjár sé á þann veg sem gert er grein fyrir.

15.Ræsting í stofnunum Akraneskaupstaðar.

907011

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 07.10.2009, varðandi ræstingu í stofnunum bæjarins. Meðfylgjandi er minnisblað framkvæmdastjóra, dags. 05.10.2009, um fyrirkomulag ræstinga í Þorpinu, bókasafni, tónlistarskóla og bæjarskrifstofu. Málinu vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.






Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að bjóða út ræstingar í umræddum stofnunum frá og með næstu áramótum.

16.Fasteignir - Reglur og skyldur leigusala og leigutaka

909043

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 07.10.2009, varðandi reglur og skyldur á milli leigutaka og leigusala. Framkvæmdastjóra var falið að kynna málið fyrir bæjarstjórn og óska eftir staðfestingu á þeim.



Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

17.Höfðasel 6, umsókn um lóð

804130

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 05.10.2009, varðandi umsókn BM-Vallá hf um lóð nr. 6 við Höfðasel. Óskað er staðfestingar á úthlutun lóðarinnar til BM-Vallá hf.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til BM-Vallár hf.

18.Rafbílavæðing Íslands.

909121

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 06.10.2009.



Lagt fram.

19.Umhverfisþing VI - 9.- 10. október 2009.

909115

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 06.10.2009, þar sem fram kemur að Magnús Guðmundsson og Þorvaldur Vestmann fari fh. nefndarinnar á VI Umhverfisþing sem haldið verður 9.- 10. október 2009


Bæjarráð samþykkir erindið.

20.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

907047

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.10.2009, varðandi breytt deiliskipulag. Nefndin leggur til við bæjarráð að breytingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags -og umhverfisnefndar.

21.Krókatún - Deildartún, deiliskipulag

810182

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 06.10.2009, varðandi byggingarreit fyrir bílskúr á lóð Deildartúns 10. Samþykki nágranna liggur fyrir og leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.


Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

22.Strætisvagn innanbæjar.

908106

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 21.09.2009, varðandi breytingu á akstursleið innanbæjarstrætisvagns og bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu og verkefnastjóra Framkvæmdastofu, dags. 7.10.2009, varðandi útboð.








Bæjarráð fór yfir útboðsgögn og gerir tillögu um að ferðafjöldi á dag verði ekki fleiri en allt að 15 ferðir alls.


Tímatafla verði miðuð að því að fækka ferðum, sem minnst eru notaðar, á dagtíma og kvöldferðum.


Akstur verði ekki á laugardögum og sunnudögum eða á helgidögum.


Gert er ráð fyrir umfjöllun um akstursleið á næsta fundi bæjarráðs.


Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að leggja fram drög að akstursleið og útboði á næsta fundi bæjarráðs.

23.Ketilsflöt - takmörkun umferðarhraða.

906167

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 7. okt. 2009, varðandi takmörkun á umferðarhraða.

Bæjarráð leggur til að notaðar verði lausar hraðahindranir sem til eru í eigu Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisstofu falin framkvæmd málsins.

24.Niðurskurður launakjara starfsmanna Akraneskaupstaðar.

909091

Bréf framkvæmdastjóra og félagsmálastjóra, dags. 30.09.2009, varðandi efni bréfs bæjarstjóra dags. 26.08.2009, þar sem efni bréfsins er ekki nægilega ljóst og án annarra tímasetninga en 1. desember nk. er óskað nánari útskýringar á innihaldi bréfsins.
Einnig fylgir með svar bæjarstjóra sem sent var í tölvupósti dags. 30.09.2009, til viðkomandi aðila varðandi málið.



Lagt fram ásamt svarbréfi bæjarstjóra.

25.Bíóhöllin - rekstur.

905081

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 7. okt. 2009, þar sem lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við ,,Vini hallarinnar" um rekstur Bíóhallarinnar skv. fyrirliggjandi samningsdrögum.






Bæjarráð samþykkir að fara að tillögum stjórnar Akranesstofu varðandi samning við ,,Vini hallarinnar"


ásamt undirrituðum viðbótarsamningi. Til viðbótar í samningi komi að Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Skagaleikflokknum séu heimil endurgjaldslaus afnot af Bíóhöllinni í 2 daga á ári.


Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn.


26.Byggðasafnið í Görðum - Aðalfundur 2009.

910014

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 7. okt. 2009, þar sem lagt er til að aðalfundur Byggðasafnsins í Görðum verði haldinn í Safnaskálanum miðvikud. 28. október nk. kl. 17:00 í samræmi við ákvæði í skipulagsskrá Byggðasafnsins.



Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00