Fara í efni  

Bæjarráð

3031. fundur 19. mars 2009 kl. 18:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi þjónustudeildar
Dagskrá

1.Jöfnunarsjóður sveitarfélags - framlög 2008 - Heildaryfirlit.

903083

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 02.03.2009. Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2008.

Lagt fram.

2.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Fyrir fundinum liggur drög að dagskrá 1072. fundar bæjarstjórnar.

Lagt fram.

3.Safnasvæði - rekstur og uppbygging.

903139

Bréf Akranesstofu, dags. 19.03.2009, varðandi samning við Vættir ehf. um að efla safna- og vísindastarfsemi á Akranesi og í Hvalfirði.



Lagt fram. Formaður stjórnar Akranesstofu gerði grein fyrir samningsdrögum.

4.Kútter Sigurfari - átaksverkefni.

903133

Bréf Akranesstofu, dags. 19.03.2009, varðandi endurgerð Kútters Sigurfara - 1. áfanga. Meðfylgjandi er umsókn um styrk til Vinnumálastofnunar.



Afgreiðslu frestað.

5.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - fundargerðir 2009.

903132

Fyrir fundinum liggur fundargerð 83. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 04.03.2009.

Lögð fram.

6.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fyrir fundinum liggur fundargerð 761. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.02.2009.

Lögð fram.

7.Stjórn Faxaflóahafna sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur fundargerð 59. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 11.03.2009.


Lögð fram.

8.Umferðaröryggi - fundargerð 2009.

903135

Fundargerð um umferðaröryggi frá 04.03.2009.

Lögð fram.

9.Frumkvöðull Vesturlands 2008.

903071

Bréf Samtaka sveitarfélags á Vesturlandi, dags. 04.03.2009, þar sem óskað er eftir tilnefningum á frumkvöðli ársins á Vesturlandi.


Lagt fram.

10.Vatns- og jarðhitaréttindi - réttindi og skyldur.

903085

Bréf forsætisráðuneytisins, 02.03.2009, varðandi úttekt á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu ríkisins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til OR til afgreiðslu.

11.Styrkbeiðni - Stone free - leiklistarhópur FVA.

903131

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita styrk að upphæð kr. 200 þúsund. Jafnframt er lagt til að kostnaði verði vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2009.

12.Styrkbeiðni - Anna Halldórsdóttir.

903110

Bréf Önnu Halldórsdóttur, barst í tölvupósti, dags. 07.03.2009, þar sem óskað er eftir styrk til plötuútgáfu.

Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið.

13.Efnahagsmál

810118

Minnisblað frá samráðsfundi með ráðherrum 5. mars 2009.
Lagt fram.

14.Fjárhagsáætlun 2010-2012.

903134

Bréf fjármálastjóra, dags. 18.03.2009, varðandi forsendur þriggja ára fjárhagsáætlunar 2010-2012.



Bæjarstjóri gerði grein fyrir þriggja ára áætlun og bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

15.Leikskólar - sumarlokun 2009.

902011

Bréf fulltrúa í foreldraráðum leikskólanna á Akranesi, dags. 09.03.2009, þar sem óskað er svara við spurningum er upp hafa komið á fundum í tengslum við sparnaðaraðgerðir á leikskólum Akraness.




Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Gjaldskrá leikskóla er óbreytt þrátt fyrir að allur kostnaður hafi hækkað verulega, hlutfall foreldra í greiðslu af kostnaði vegna vistunar barna hefur lækkað að sama skapi, þess vegna er niðurstaðan sem fyrr segir. Samkvæmt fjárhagsáætlun er ekki fyrirhugað að opna gæsluvöll á vegum Akraneskaupstaðar.


Með sumarlokun eins og fyrirhugað er á leikskólum sparast stöðuígildi sem nemur 15 mánuðum.

16.Atvinnuskapandi samstarfsverkefni.

903141

Erindi Fornleifastofnunar Íslands um atvinnuskapandi samstarfsverkefni á Akranesi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samkomulag um starfsaðstöðu vegna átaksverkefnisins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

17.Flóttafólk - móttaka og þjónusta 2008-2009.

903130

Samningur félags- og tryggingarmálaráðuneytis og Akraneskaupstaðar um móttöku og þjónustu við flóttafólk 2008-2009.


Lagt fram.

18.Stjórnsýslukæra Eyjólfs Stefánssonar v/tölvumála.

808037

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 12.03.2009. Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýsumáli nr. 59/2008 - Eyjólfur Stefánsson gegn Akraneskaupstað.

10.mars 2009 er í samgönguráðuneytinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður í stjórnsýslumáli nr.59/2008(SAM08080015) Eyjólfur Stefánsson gegn Akraneskaupstað.

Úrskurðarorð undirrituð af Ragnhildi Hjaltadóttur og Hjördísi Stefánsdóttur.


Hafnað er kröfu Eyjólfs Stefánssonar kt.020376-4499, Skógarflöt 29, Akranesi um að málsmeðferð Akraneskaupstaðar varðandi þær ákvarðanir að bjóða ekki út tölvuþjónustu sveitarfélagsins, og í framhaldi af því að ganga til samninga við Tölvuþjónustuna SecureStore ehf., og síðan að semja við fyrrgreindan aðila um tölvuþjónustu hafi verið ólögmæt.

19.Stjórnsýslukæra minnihluta varðandi ákvörðun um tölvumál

810112

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 10.03.2009. Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 67/2008 - minnihlutinn gegn Akraneskaupstað.




Úrskurðarorð Unnar Gunnarsdóttur og Hjördísar Stefánsdóttur frá Samgönguráðuneytinu 9.mars 2009 í Stjórnsýslumáli nr.67/2008 (SAM08090061) er eftirfarandi.




Guðmundur Páll Jónsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Rún Halldórsddóttir og Sveinn Kristinsson gegn Akraneskaupstað


Úrskurðarorð: Kröfu Guðmundar Páls Jónssonar, Hrannar Ríkharðsdóttur, Rúnar Halldórsdóttur og Sveins Kristinssonar um að ráðuneytið úrskurði um hvort málsmeðferð Akraneskaupstaðar hafi verið lögmæt varðandi þær ákvarðanir að bjóða ekki út tölvuþjónustu sveitarfélagsins, og í framhaldi af því að ganga til samninga við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf., og síðan að semja við fyrrgreindan aðila um tölvuþjónustu er vísað frá.

20.Bréfsefni Akraneskaupstaðar.

903140

Bréf verkefnastjóra Akraneskaupstaðar, dags. 19.03.2009, varðandi tillögur að nýju og samræmdu útliti á bréfsefni, umslögum og nafnspjöldum Akraneskaupstaðar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið samvinnu við deildarstjóra Aðalskrifstofu.

21.Eignasjóður

812008

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 16.03.2009, varðandi færslu á langtímalánum Akraneskaupstaðar annars vegar og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar hins vegar yfir í eignasjóð Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra bókhaldsdeildar um meðferð málsins.

22.Grunnskólar - útboð á ræstingu

901140

Minnisblað framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og Framkvæmdastofu, dags. 10.03.2009, vegna athugunar á útboði á ræstingu grunnskólanna sbr. bókun með fjárhagsáætlun 2009.


Bæjarráð fellst á framlagðar skýringar og samþykkir niðurstöður framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og Framkvæmdastofu.

23.Tónlistarskóli - Öryggismyndavélar.

903086

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 10.03.2009, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 250.000.- til kaupa og uppsetningar tveggja öryggismyndavéla í Tónlistarskólanum.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Leysa verður málið með því að ekki séu skilin eftir verðmæti í yfirhöfnum á gangi og leiðbeiningar settar upp þar að lútandi.

24.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2009.

903138

Bæjarráð samþykkir erindið eins og það er sett fram.

25.Fundarboðun - rafræn.

902003

Erindi bæjarstjóra, dags. 18.03.2009, þar sem óskað er heimildar til kaupa á búnaði til rafrænna fundarboða.



Bæjarráð hefur kynnt sér efnið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð leggur til að erindið verði samþykkt og fjármögnun þess vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00