Bæjarráð
1.Langisandur - útivistarsvæði.
1007074
2.Íbúaþing.
1011013
Minnisblaðið lagt fram.
Bæjarráð færir öllum þeim, sem tóku þátt í íbúaþinginu og komu að undirbúningi þess, bestu þakkir.
Ábendingar, sem fram komu á þinginu, munu verða teknar til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum í tengslum við fjárhagsáætlunargerð ársins 2011, sem nú stendur yfir.
3.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.
910042
Bæjarráð samþykkir skipan eftirtalinna aðila í samráðshópinn:
- Guðmundur Þ. Valsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar
- Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn
- Hörður Helgason, skólameistari FVA
- Magnea Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri umferðarfræðslu í Grundaskóla
- Sigurður Þorsteinsson, tilnefndur af Framkvæmdastofu
- Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri skipulags- og umhverfisstofu (verkefnisstjóri)
- Einn fulltrúi leikskólanna á Akranesi (tilnefningu vantar)
4.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi
1012071
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
5.Bæjarlistamaður Akraness 2011
1012091
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Akranesstofu.
6.Breiðin-menningarmiðstöð og náttúruperla
1012089
Lagt fram til kynningar.
7.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi
1012071
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
8.Ályktun Barnaheilla um velferð barna
1012084
Lagt fram.
9.FEBAN - Styrkbeiðni vegna ársins 2011
1012085
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
10.Spölur - Arðgreiðslur v. rekstrarársins 1.10.2008 - 30.9.2009
1012086
Lagt fram.
11.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur
1009067
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningnum.
12.Kór Akraneskirkju - Styrkbeiðni
1012123
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að keyptir verði 100 geisladiskar til styrktar kórnum.
13.Orkuveita Reykjavíkur
1008082
Bæjarráð tilnefnir Jóhann Þórðarson, endurskoðanda, í samráðshópinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
14.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.
1010101
Lögð fram.
15.Jólakort frá Akraneskaupstað
1012125
Bæjarráð samþykkir að í stað þess að senda jólakort frá Akraneskaupstað verði Akranesdeild RKÍ veittur styrkur að fjárhæð kr. 200.000.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar bæjarstjórnar.