Bæjarráð
1.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2008.
901113
2.Stuðningur við atvinnulausa.
902067
Bæjarráð samþykkir að atvinnulausir Akurnesingar fái endurgjaldslaus bókasafnsskírteini í Bókasafni Akraness. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.
Verkefnastjóra Akranesstofu og bæjarbókaverði falin framkvæmd málsins.
3.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2009.
901171
Fundargerðin lögð fram.
4.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands 2009.
902019
Fundargerðin lögð fram.
5.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.
902034
Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðar nefndarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.
6.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.
901046
7.Byggðaráðstefna í Borgarnesi 20. febrúar 2009.
902023
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja ráðstefnuna og hvetur bæjarfulltrúa sem tök hafa á að sækja ráðstefnuna.
8.Kosning í ráð og nefndir
901080
Lagt fram.
Kolbrún S. Hreinsdóttir (D) tilnefnd í stað Ragnhildar.
9.Tilkynning vegna afleiðu- og gjaldeyrisviðskipta við Landsbanka Íslands hf.
902031
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fylgja málinu eftir fyrir hönd kaupstaðarins og gera tillögur til bæjarráðs um frágang afleiðu- og og gjaldeyrisviðskiptasamninga Akraneskaupstaðar.
10.Styrkbeiðni - umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
901116
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
11.Verklag við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar
901124
Til viðræðna mætti Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu og kynnti tillögur fjölskylduráðs að verklagi við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar.
12.Endurskoðun lögreglusamþykktar fyrir Akranes.
902020
Meðfylgjandi er afgr. bæjarráðs frá 6. des. 2007, tl. 7, varðandi erindi ráðuneytis frá 29. nóv. 2007.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að annast málið í samráði við lögregluyfirvöld.
13.Frágangur þjóðvega á Akranesi.
811084
Bæjarráð hafnar niðurstöðum ráðuneytisins þar sem þær ganga þvert á yfirlýsingar samgönguráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og einnig orð hans frá samráðsfundi sveitarfélaga sem haldinn var í kjölfar bankakreppunnar. Þar sagði samgönguráðherra að gengið yrði frá öllum þjóðvegum í þéttbýli sómasamlega.
14.Strætómál.
812038
Lagt fram.
15.Samstarf og samvinna sveitarfélaganna Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og skorradals
901118
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma breytingum á samningsdrögunum á framfæri við samstarfssveitarfélögin.
16.Brunavarnir - skoðun kostnaðar
901150
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að gera athugun á málinu og skila áliti til bæjarráðs um hugsanlegar aðgerðir til hagræðingar.
17.Laun bæjarfulltrúa - lækkun
901152
Laun bæjarfulltrúa hafa nú þegar lækkað um 7,5% jafnhliða þingfarakaupi. Bæjarráð samþykkir jafnframt að lækka laun fyrir setu í ráðum úr 19,5% í 10,8%.
Þá samþykkir bæjarráð að fella niður akstursstyrki bæjarfulltrúa frá 1. maí 2009 til 31. desember 2009.
Greitt verður fyrir akstur samkvæmt útfylltri akstursdagbók hvers bæjarfulltrúa. Greiðsla símakostnaðar forseta bæjarstjórnar, formanna ráða og bæjarstjórnarmanna verður óbreytt.
18.Fjárhagsáætlun 2009
901179
Bæjarráð samþykkir erindið. Niðurstaða ársreiknings Akraneskaupstaðar fyrir árið 2008 mun þar af leiðandi lækka sem upphæðinni nemur.
19.Fjárhagsáætlun 2009 - viðbótarliðir
902010
Bæjarráð staðfestir framkomnar ábendingar. Ekki er gerð tillaga til breytinga á fjárhagsáætlun þar sem umræddar fjárhæðir voru allar inni í áætlun ársins 2009.
20.Atvinnutengt nám - erindi til bæjarráðs
902008
Til viðræðna mætti Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu. Bæjarráði er málið ljóst og samþykkir að taka málið til ítarlegrar skoðunar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Fundi slitið.
Lagt fram.