Bæjarráð
1.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
1101181
2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011
1106063
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 8 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 36,6 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 34,8 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 184,2 millj. króna á móti áætluðum halla sem nemur 8,4 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 76,1 millj. kr á móti áætlun 26,9 millj. króna tekjum, en 227,6 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 25,2 millj. krónum í fjárhagsáætlun.
Lagt fram
3.Bæjarmálasamþykkt - breyting 2011
1102358
Vísað til endurskoðunar bæjarmálasamþykktar.
4.Afmæli og aðrir merkisviðburðir hjá stofnunum bæjarins
1109102
Bæjarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum.
5.Tækjakaup - framlag frá sveitarfélögum
1110048
Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012.
6.Kvennafrídagurinn 25. október n.k. - hvatning
1110061
Lagt fram.
7.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
1109017
Lagt fram.
8.Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga.
1110005
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögu að endurskoðun bæjarmálasamþykktar og aðrar breytingar á reglum og samþykktum sem ný sveitarstjórnarlög leiða af sér.
9.Búnaðarkaup stofnana árið 2011
1101176
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði. Deildarstjóra bókhaldsdeildar falið að afla tilboða í tækjabúnaðinn.
10.Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu
1110068
Afgreiðslu frestað.
11.Keltneskt fræðasetur á Akranesi
1106156
Afgreiðslu frestað.
12.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012
1106157
Afgreiðslu frestað.
13.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar
1012105
Bæjarráð mun taka tillögurnar til nánari umfjöllunar eftir frekari kynningu meðal bæjarfulltrúa.
14.Starfsmannamál.
1110087
Bæjarráð fellst á tillögu bæjarstjóra að auglýsa laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu og framkvæmdastofu með vísan til starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar.
15.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir útboði á akstri leiðar 57 á milli Akraness og Reykjavíkur svo og þeim umræðum sem nú eru uppi um yfirtöku SSV á akstri sem Vegagerðin hefur haft með höndum.
Fundi slitið - kl. 19:05.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.