Fara í efni  

Bæjarráð

3128. fundur 06. október 2011 kl. 16:00 - 19:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

1101181

Á fundinn mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri og gerði hann grein fyrir tillögu sinni dags. 6.10.2011, um breytingar á fjárhagsáætlun janúar - september 2011. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun tekna sem nemur 110,5 m.kr. og útgjöldum sem nemur 134,5 m.kr. Lækkun á handbæru fé er áætlað 8,7 m.kr.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 2. október 2011, ásamt rekstrarniðurstöðum janúar - ágúst 2011.

Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 8 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 36,6 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 34,8 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 184,2 millj. króna á móti áætluðum halla sem nemur 8,4 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 76,1 millj. kr á móti áætlun 26,9 millj. króna tekjum, en 227,6 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 25,2 millj. krónum í fjárhagsáætlun.

Lagt fram

3.Bæjarmálasamþykkt - breyting 2011

1102358

Tillaga Einars Brandssonar dags. 24. ágúst 2011 um breytingar á skipun í nefndir og stjórnir.

Vísað til endurskoðunar bæjarmálasamþykktar.

4.Afmæli og aðrir merkisviðburðir hjá stofnunum bæjarins

1109102

Minnisblað Starfsmanna- og gæðastjóra dags. 14. september 2011, um afmæli og aðra merkisviðburði hjá stofnunum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum.

5.Tækjakaup - framlag frá sveitarfélögum

1110048

Bréf skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, dags. 3. október 2011 þar sem óskað er eftir framlögum til tækjakaupa.

Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2012.

6.Kvennafrídagurinn 25. október n.k. - hvatning

1110061

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. september 2011 með hvatningu til sveitarfélaga vegna kvennafrídagsins 25. október n.k.

Lagt fram.

7.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

1109017

Ályktanir aðalfundar SSV 2011, sem haldinn var 30. september og 1. október 2011.

Lagt fram.

8.Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga.

1110005

Minnisblað Guðjóns Bragasonar hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögu að endurskoðun bæjarmálasamþykktar og aðrar breytingar á reglum og samþykktum sem ný sveitarstjórnarlög leiða af sér.

9.Búnaðarkaup stofnana árið 2011

1101176

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem erindi bæjarbókavarðar varðandi búnaðarkaup er vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Óskað er heimildar til kaupa á tölvubúnaði að fjárhæð 507 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði. Deildarstjóra bókhaldsdeildar falið að afla tilboða í tækjabúnaðinn.

10.Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu

1110068

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem erindi forstöðumanns Byggðasafnsins um aukafjárveitingu er vísað til bæjarráðs. Farið er fram á aukafjárveitingu frá eignaraðilum safnsins að fjárhæð 1,65 m.kr. en hlutur Akraneskaupstaðar þar af er 1,48 m.kr.

Afgreiðslu frestað.

11.Keltneskt fræðasetur á Akranesi

1106156

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að stofnað verði keltneskt fræðasetur á Akranesi.

Afgreiðslu frestað.

12.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012

1106157

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að skipaður verði 5 manna afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Áætlaður kostnaður er 225 þús.kr.

Afgreiðslu frestað.

13.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar

1012105

Á fundinum var kynnt skýrsla Admon ráðgjafar, dags. 21.9.2011 á upplýsingatæknimálum Akraneskaupstaðar og stofnunum hans. Til viðræðna mætti Arnaldur Axfjörð, skýrsluhöfundur og Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu og upplýsingastjóri. Minnisblað bæjarritara dags. 5.10.2011, varðandi tillögur um næstu aðgerðir á grundvelli skýrslunnar.

Bæjarráð mun taka tillögurnar til nánari umfjöllunar eftir frekari kynningu meðal bæjarfulltrúa.

14.Starfsmannamál.

1110087

Bæjarráð fellst á tillögu bæjarstjóra að auglýsa laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu og framkvæmdastofu með vísan til starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar.

15.Strætó bs. - útboð á akstri

1103168

Bæjarstjóri og bæjarritari gerðu grein fyrir útboði á akstri leiðar 57 á milli Akraness og Reykjavíkur svo og þeim umræðum sem nú eru uppi um yfirtöku SSV á akstri sem Vegagerðin hefur haft með höndum.

Fundi slitið - kl. 19:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00