Fara í efni  

Bæjarráð

3077. fundur 08. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Tryggingagjald - endurgreiðsla á hækkuðu gjaldi

1003167

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 28. júní 2010 varðandi endurgreiðslu á tryggingagjaldi. Áætluð endurgreiðsla til Akraneskaupstaðar á árinu 2010 nemur nú 21,9 milljónum króna.

Lagt fram.

2.Umhverfisskýrsla OR 2009

1007009

Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2009 lögð fram.

3.Ársskýrsla OR 2009

1007008

Ársskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur árið 2009 lögð fram.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2010

1007007

Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 25/6 2010.

Lögð fram.

5.Málefni fatlaðra - fundargerðir 2009-2010.

1002226

Fundargerðir starfshóps vegna yfirfærslu málefnis fatlaðra til sveitarfélaga dags, 18/2, 25/2, 4/3, 11/3, 13/3, 18/3, 8/4, 15/4, 20/5, 3/6, og 10/6.

Lagðar fram.

6.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

28. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. júlí 2010 lögð fram.

Byggingarhluti fundargerðar skipulags- og umhverfisnefndar staðfestur.

7.Fundargerðir stjórnar Akranesstofu 2010

1006135

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 6. júlí 2010.

Lögð fram.

8.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2010

1006132

40. fundargerð framkvæmdaráðs frá 1. júlí 2010.

Lögð fram.

9.Fasteignaskattur 2010

1007021

Bréf fjármálastjóra dags. 1. júlí 2010, varðandi tillögu að styrkjum til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Tillagan gerir ráð fyrir styrkjum að fjárhæð 2,9 milljónum sem er 1,5 milljónum umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Bókun Einars:

Sé ekki ástæðu til greiðslu styrkja til Oddfellow, Frímúrara, STRV, Framsóknarfélagsins, Safnaðarheimilisins og Samfylkingarinnar til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum.

Bæjarráð áréttar að um er að ræða fasteignir sem ekki eru reknar í ábataskyni.

10.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma tilfærslu þjónustu við fatlaða, undirritað 6. júlí 2010.

Vísað til umfjöllunar Fjölskylduráðs og starfshóps um yfirtöku málefna fatlaðra.

11.Millifærð vinna sérfræðinga

1006158

Bréf Framkvæmdaráðs dags. 6. júlí 2010 þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á samþykkt ráðsins frá 1. júlí 2010 um millifærða vinnu sérfræðinga hjá Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - heildarendurskoðun á reglum

1007006

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, ódags. þar sem kynntar eru breytingar á regluverki jöfnunarsjóðsins sem fyrirhugað er að verði breytt í tveimur áföngum, fyrst tekið upp nýtt kerfi til útgjaldafjöfnunar og síðan gerð grundvallarbreyting á jöfnunarkerfinu.

Lagt fram.

13.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

Tölvupóstur Borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 1. júlí 2010 þar sem óskað er eftir tilnefningu Akraneskaupstaðar á einum fulltrúa í eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur það hlutverk að móta eigendastefnu fyrirtækisins.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðmund Pál Jónsson í nefndina. Jafnframt telur bæjarráð eðlilegt að framkvæmdastjórar allra eignaraðila eigi sæti í nefndinni.

14.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Bréf skipulags- og umhverfissnefndar dags. 7. júlí 2010 þar sem lagt er til við bæjarráð að veittar verði kr. 500.000,- til rannsókna á jarðvegi vegna hugmynda um nýjan kirkjugarð.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

15.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 6. júlí 2010 þar sem óskað er aukafjárveitingar að fjárhæð kr. 800.000.- vegna undirbúnings framkvæmda við flutning vegar upp með Berjadalsá í samræmi við gildandi skipulag.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

16.Námsleyfi

1007013

Bréf Brynju Helgadóttur dags. 1. júlí 2010, þar sem hún óskar eftir launuðu námsleyfi vegna framhaldsnáms í sérkennslufræðum skólaárið 2010-2011.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

17.Brekkubæjarskóli - bónhreinsun

1007004

Bréf skólastjóra Brekkubæjarskóla dags. 1. júlí 2010, þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna bónhreinsunar í skólanum að fjárhæð kr. 750.000.-

Afgreiðslu frestað.

18.Fjárhagur stofnana fjölskyldustofu 2010

1003153

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 7. júlí 2010 varðandi fjárhag Fjölskyldustofu 1/1 - 30/6 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við endurskoðun fjárhagsáætlunar sem fram fer í ágúst n.k.

19.Framkvæmdastofa - viðhald áhalda

1007018

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 6. júlí 2010, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að fjárhæð kr. 739.189.- vegna viðhalds áhalda, verkfæra og búnaðar, en ekki var gert ráð fyrir fjárveitingum í þá liði á fjárhagsáætlun ársins 2010 til Framkvæmdastofu, heldur gert ráð fyrir fjárveitingum til þeirra mála í sameiginlegum potti sem bæjarráð ráðstafar úr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu vísað á búnaðarkaupasjóð.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00