Bæjarráð
1.Markaðsstofa Vesturlands - samstarf sveitarfélaga
1102106
2.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þann 13. desember n.k.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að ráðum og stjórnum og stofum Akraneskaupstaðar verði falið að yfirfara fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2012. Við þá vinnu verði gengið út frá hagræðingarkröfum m.v. núverandi rekstur sem nemur allt að 3% en að lágmarki 1% af útgjöldum viðkomandi málaflokka. Tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð eigi síðar en 24. febrúar 2012.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að stjórn Höfða verði falið að endurskoða fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2012, þannig að reksturinn verði í jafnvægi og leggja tillögur sínar fyrir eignaraðila til nánari kynningar og afgreiðslu.
Greinargerð með framlagningu fjárhagsáætlunar 2012:
Bæjarráð Akraness bendir á eftirfarandi atriði við framlagningu áætlunarinnar:
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar er þröng. Kemur það til m.a. vegna ytri aðstæðna í þjóðfélaginu, lægri rauntekna vegna minni umsvifa í samfélaginu, fjárhagsþrenginga sem m.a. kalla á umtalsverða hækkun útgjalda til félagslegra þátta og svo mætti telja áfram.
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar er miðuð út frá þeirri grundvallarsýn að viðhalda þeim rekstri sem kaupstaðurinn hefur einsett sér að viðhafa í stofnunum sínum án þess að til almennra skerðinga á umfangi og þjónustu komi, nema í eins takmörkuðum mæli og unnt er. Áhersla er lögð á að viðhalda sem kostur er fjárframlögum til grunnþjónustu, félags-, skóla- og ungmenna- og íþróttamála sem eru hornsteinar þess samfélags sem bæjarfulltrúar eru sammála um að Akranes eigi að standa fyrir. Það er mat bæjarráðs að þeim markmiðum eigi að vera hægt að ná í samstilltu átaki bæjaryfirvalda og starfsmanna kaupstaðarins án þess að grunnþjónusta skerðist að marki.
Í ljósi þessa verður ekki hjá því komist að hækka gjaldskrár hjá Akraneskaupstað sem gripið verður til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar samhliða aðhalds- og sparnaðaraðgerðum. Gjaldskrám hjá Akraneskaupstað hefur verið haldið óbreyttum frá upphafi árs 2009, þrátt fyrir hækkanir launa og verðlags á tímabilinu. Þessar hækkanir eru nauðsynlegar til að unnt sé að viðhalda þeirri þjónustu sem bæjarstjórn er sammála um að veita bæjarbúum.
Bæjarstjóri mun gera nánari grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar við framlagningu frumvarpsins á fundi bæjarstjórnar þann 13. desember n.k.
3.Álagning fasteignagjalda 2012
1112017
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu fasteigna- og þjónustugjalda á árinu 2012:
Fasteignaskattur verði eftirfarandi á árinu 2012:
0,3611 % af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 14.950.- fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald verði kr. 12.750.- Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og innheimt með fasteignagjöldum.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2012 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2012, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Gjöld sem nema lægri upphæðum en kr. 12.000.- í heildarálagningu skal innheimta með einum gjalddaga á ári þann 15. apríl.
4.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2012
1112018
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu vegna breytinga á gjaldskrám Akraneskaupstaðar fyrir árið 2012:
Bæjarstjórn samþykkir að hækka almennar gjaldskrár um 9% frá 1. janúar 2012, aðrar en þær sem taka hækkun skv byggingarvísitölu á hverjum tíma og fæðisgjöld í skólum bæjarins sem hækkuð voru s.l. haust.
5.Lán nr. 39/2011 - Lánasjóður sveitarfélaga
1111161
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, að fjárhæð 150.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna erlent lán sveitarfélagsins hjá lánasjóðnum sem var með endurskoðunarákvæði í desember 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
6.Jólakort Akraneskaupstaðar 2012
1112027
Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd á Akranesi kr. 200.000.- fjárframlag til stuðnings þeim mikilvægu verkefnum sem nefndin vinnur að.
7.Lán - lífeyrissjóður verslunarmanna
1112036
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að taka lán hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna, að fjárhæð 250.000.000 kr. til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að endurfjármagna erlent lán sveitarfélagsins hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.
Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara, kt. 270754-3929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánasamning við Lífeyrissjóð Verslunarmanna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
8.Starfsmannamál - framkvæmdastjóri.
1110087
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur Framkvæmdaráði að taka málið til nánari skoðunar og leggja tillögur fyrir bæjarráð um starfsmannahald í Framkvæmdastofu.
9.Búseta og þjónusta við fatlaða - Fasteignir ríkisins
1105072
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Akraneskaupstaður kaupi umræddar eignir og taki til þess lán hjá ríkissjóði í samræmi við tilboð þar um. Bæjarritara gefin heimild til frágangs málsins.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Bæjarráð þakkar kynninguna og lýsir yfir jákvæðni gagnvart frekari samstarfi í tilteknum verkefnum.