Fara í efni  

Bæjarráð

3062. fundur 04. febrúar 2010 kl. 13:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Skagamollið ehf.

1002013

Erindi Stellu Báru Eggertsdóttur og Önnu Silfar Þorsteinsdóttur dags. 1.2.2010 þar sem þær bjóða Akraneskaupstað þátttöku í rekstri upplýsingamiðstöðvar í nýju "Skagamolli".

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í "Átaksnefnd um atvinnumál".

2.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.

1001149

Fundargerð frá fundi 1. febrúar 2010.

3.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2010

1001070

Drög að dagskrá bæjarstjórnar 9. febrúar 2010.

4.Starfsmaður til upplýsingagjafar - tillaga starfshóps um átak í atvinnumálum 2010.

1002024

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 2.2.2010.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu, ráðinn verður starfmaður sem heyri undir bæjarstjóra.

5.Aðgerðir í atvinnumálum - fyrirspurn frá starfshóp um átak í atvinnumálum 2010

1002023

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 2.2.2010.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga í samstarfi við Vinnumálastofnun.

6.Breið - kaup á hluta úr Breið

1002022

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 2.2.2010 þar sem gerð er grein fyrir vilja Sveins Sturlaugssonar til að selja Akraneskaupstað eignarhlut sinn í lóð á Breið.

Bæjarráð samþykkir kaupin, enda renni andvirðið uppí greiðslu á lóð við Ægisbraut 21.

7.Ægisbraut 21- umsókn um lóð

1002021

Umsókn Sveins Sturlaugssonar um lóðina Ægisbraut 21 og bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 3. febrúar 2010 þar sem hann leggur til að lóðinni verði úthlutað til umsækjanda.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

8.Fjárhagsaðstoð árið 2010

1002018

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 2.2.2010.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

9.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2009 - endurskoðun.

1002008

Ráðningarbréf.

Bæjarráð felur starfandi bæjarstjóra að undirrita ráðningarbréfið.

10.Fjárhagur stofnana fjölskylduráðs 2009

910009

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskylduráðs dags. 2.2.2010.

Lagt fram.

11.Tækifæri - hugmyndasetur fyrir ungt fólk

1001060

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 2. febrúar 2010.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Byggðakvóti.

1002016

Til upplýsingar.

13.Sjóvarnir við Akranes.

1002015

Til upplýsingar.

14.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur v. vélaskemmu

1001061

Fulltrúar frá Golfklúbbnum Leyni mættu á fundinn.


Fulltrúar Golfklúbbsins Leynis gerðu grein fyrir erindinu og óska svara frá bæjarráði um aðkomu Akraneskaupstaðar að málefninu.

15.Skattalög - breytingar.

1002012

Lagt fram.

16.Hundaleyfi 141 og 162.

1001120

Bréf Hjalta Reynis Ragnarssonar mótt: 1.febrúar 2010.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Framkvæmdaráðs og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til umsagnar.

17.Stórnarfundur KSÍ á Akranesi

1002001

Lagt fram.

18.Styrkbeiðni - SAMAN hópurinn

901093

Bréf SAMAN - hópsins, dags. 25.01.2010, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til forvarnarstarfa.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

19.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

Tillaga framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 28. janúar 2010. Skipaður verði vinnuhópur um mótun tillagna á framtíðarsýn í umferðaöryggismálum í sveitarfélaginu.



Bæjarráð staðfestir tillöguna og felur bæjarstjóra að koma á vinnuhópi.

20.Baugalundur 18 - vextir af útlögðum kostnaði vegna tafa á afhendingu

807059

Tölvubréf Guðjóns Theódórssonar vegna fyrri óska um að fá greiddan útlagðan kostnað vegna tafa á afhendingu lóðar. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi.




Bæjarráð getur ekki fallist á framlagt erindi bréfritara enda án fordæmis.


Samkvæmt síðustu málsgrein úthlutunarbréfs vegna umræddrar lóðar er fyrirvari sem varðar úthlutunartíma hennar.

21.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010

1001075

Bréf fjölskylduráðs, dags. 21.01.2010, varðandi nýjan samning vegna heimasksturs máltíða fyrir elli- og örorkuþega.



Bæjarráð staðfestir samninginn eins og Fjölskylduráð leggur til. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og samþykktar bæjarstjórnar.

22.Ferðaþjónusta á Akranesi og nágrenni.

1001141

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 20.01.2010, þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að skilgreina helstu möguleika og tækifæri á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit á sviði ferðaþjónustu.





Bæjarráð samþykkir tillögur um starfshóp og felur Akranesstofu verkefnið og að kanna samstarf við Hvalfjarðarsveit.

23.Atvinnuátak - ferðaþjónusta.

1001143

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 20. janúar 2010 um áskorun stjórnar Akranesstofu til bæjarráðs, vegna átaks í atvinnumálum.



Lögð fram.

24.Akranesstofa - samstarf stofnana.

912063

Bréf Tómasar Guðmundssonar verkefnastjóra Akranesstofu dags. 20. janúar 2010 varðandi erindi um "Samstarf stofnana".




Bæjarráð fellst á að starfsmenn sem heyra undir Akranesstofu geti færst á milli stofnana eftir þörfum en ekki verði um breytingar á starfsheitum að ræða.

25.Fjárhagsáætlun til 3 ára.

1002011

Forsendur þriggja ára áætlunar 2011 til 2013 lagðar fram.



Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

26.Álagning fasteignagjalda á gripahús.

1002010


Bæjarráð samþykkir álagningarviðmiðun fyrir árið 2010 þannig að lagt verði á með sama hætti og um A-gjald fasteignagjalda væri að ræða.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00