Fara í efni  

Bæjarráð

3030. fundur 05. mars 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlunargerð og skyldur sveitarfélaga.

902169

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 16.02.2009, varðandi skyldur sveitarfélaga í tengslum við fjárhagsáætlun 2009 og fjármálalegar upplýsingar.


Fjármálastjóra falið að afgreiða málið samkvæmt framlögðu erindi.

2.Landsráðstefna um Staðardagskrá 21.

902125

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 05.03.2009, þar sem óskað er eftir heimild til að senda framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu ásamt einum nefndarmanni á Landráðstefnu um Staðardagskrá 21.

Bæjarráð samþykkir erindið.

3.Fundargerðir stýrihóps um litaval á Jaðarsbökkum 2008-2009.

903020

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 1. 2. 3. og 4. funda stýrihóps um litaval.

Fundargerðir lagðar fram.

4.Fundargerðir starfshóps um ?Viskubrunn í Álfalundi" 2009.

903040

Fyrir fundinum liggur 15. fundargerð starfshóps um ?Viskubrunn í Álfalundi" frá 23.02.2009.

Lögð fram.

5.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur fundargerð 4. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 02.03.2009.



Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

6.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Fyrir fundinum liggja drög að dagskrá 1071. fundar bæjarstjórnar.


Lagt fram.

7.Fundarboðun - rafræn.

902003


Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi málsins.

8.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf.

902171

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands verður haldinn föstudaginn 6. mars nk. á Hótel Hamri í Borgarnesi og hefst hann kl. 13:30.




Bæjarráð samþykkir að Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu, fari með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

9.Bakkatún 20 - Heimagisting.

902198

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 19.02.2009, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Leópoldsdóttur um leyfi fyrir heimagistingu að Bakkatúni 20, Akranesi.




Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfið fyrir sitt leyti enda verði öllum skilyrðum fullnægt.

10.Skipulagsverkefni Akraneskaupstaðar.

903052

Minnisblað framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 5.3.2009. Til viðræðna mætti Þorvaldur Vestmann.



Þorvaldur gerði grein fyrir skipulagsverkefnum og ósk skipulags- og umhverfisnefndar um forgangsröðun þeirra.

11.Framlög 2009 - áætlun um úthlutanir.

903043

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20.02.2009, varðandi áætlanir um framlög á árinu 2009.


Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara yfir áætlanir Jöfnunarsjóðs og bera saman við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.


Fjármálastjóri geri bæjarráði grein fyrir niðurstöðunni.

12.Staðgreiðsluuppgjör 2008.

902170

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.02.2009, varðandi staðgreiðsluuppgjör sveitarfélagsins.


Lagt fram.

13.Frágangur þjóðvega á Akranesi.

811084

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 10.02.2009, varðandi frágang þjóðvega á Akranesi.




Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna Akraneskaupstaðar gagnvart Vegagerð og ríkisvaldinu. Þegar hefur verið óskað eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins.

14.Hlynskógar 1 - eigendaskipti.

902174

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 03.03.2009, varðandi beiðni BM Vallá ehf. um eigendaskipti á lóð þrátt fyrir að ekki hafi verið steyptir sökklar.



Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Umsókn um lóð - endurgjaldslaus afnot.

902173

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 03.03.2009, varðandi umsókn BM-Vallá ehf. um lóð endurgjaldslaust.




Lagt fram.

16.Örnefnaskráning.

901174

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 24.02.2009, varðandi kostnaðaráætlun vegna samstarfssamnings milli Akraneskaupstaðar og Landmælinga Íslands.



Lagt fram. Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

17.Skógahverfi - yfirfall frá skolpdælubrunni

902103

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 04.03.2009, varðandi fjármögnun kostnaðar við yfirfall frá skolpdælubrunni. Kostnaður er áætlaður 1,7 milljónir króna.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18.Strætóskýli

903046

Erindi Framkvæmdastofu um flutning á strætóskýlum vegna nýrra stoppistöðva.




Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að óska eftir tilboðum í verkefnið og leggja fyrir bæjarráð.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00