Fara í efni  

Bæjarráð

3043. fundur 09. júlí 2009 kl. 12:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Hækkun fæðisgjalda í leikskólum.

907037

Bæjarráð Akraness samþykkir hækkun á fæðisgjaldi leikskóla Akraneskaupstaðar. Fæðisgjald mun hækka um 5,5%. Gjald fyrir morgunverð, hádegisverð auk síðdegishressingar mun hækka samtals um 316 krónur á mánuði. Breytingin taki gildi 1. ágúst 2009.

Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu er falið að koma breytingu á gjaldskránni í framkvæmd.

Jafnframt staðfestir bæjarráð fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir leikskóla Akraneskaupstaðar.

2.Hækkun fæðisgjalda og skóladagvistargjalda í grunnskólum.

907041

Málið kynnt. Ákvörðun frestað.

3.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020.

904116

Bréf Sorpurðunar Vesturlands, dags. 11. maí 2009, þar sem óskað er staðfestingar sveitarfélaga á Vesturlandi á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020.

Bæjarráð Akraness staðfestir svæðisáætlunina fyrir sitt leyti.

4.Ritun sögu Akraness.

906053

Málið rætt.

5.Faxabraut 3, tillaga að nýtingu lóðar

907040

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við hafnarstjóra Faxaflóahafna og formann stjórnar Faxaflóahafna um nýtingu lóðarinnar nr. 3 við Faxabraut fyrir beitningaraðstöðu og jafnframt uppsetningu ísvélar á Akraborgarbryggju. Vísað er til stofnsamþykktar Faxaflóahafna um eflingu Akraneshafnar sem fiskihafnar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00