Fara í efni  

Bæjarráð

3045. fundur 20. ágúst 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Breiðin Sportbar ehf - nýtt rekstrarleyfi, flokkur lll.

904081

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 16.04.2009, þar sem óskað er umsagnar á umsókn Ragnars Ragnarssonar, fh. fyrirtækisins Breiðin Sportbar ehf. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir skemmtistaðinn Breiðina Sportbar, Bárugötu 15.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins enda sé starfsemin í samræmi við lög og reglur.

2.Gjaldskrárhækkanir

908069



Bæjarráð Akraness samþykkir að hækka verð á máltíðum í skólamötuneytum um 10% og verður verð hverrar máltíðar kr. 279 frá 25. ágúst 2009.




Bæjarráð Akraness samþykkir að síðdegishressing í skóladagvist og lengdri viðveru fyrir fatlaða nemendur í 5.-10. bekk hækki einnig um 10% og verði kr. 87.-




Bæjarráð samþykkir að almennur opnunartími skóladagvistar verði til kl. 16:15. Ef fimm eða fleiri foreldrar óska eftir lengri opnunartíma þá getur opnunartíminn lengst verið til kl. 17:00. Gjald fyrir hverjar 15 mínútur eftir kl. 16:15 - 17:00 verður 3000 kr. Sömu ákvæði gilda um lengda viðveru fatlaðra grunnskólanemendur í Þorpinu.




Afsláttarkjör eru óbreytt.

3.Urðunarsvæði - óvirkur úrgangur.

902215

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 19.08.2009, þar sem óskað er eftir heimild og fjárveitingu að upphæð kr. 280.000.- til að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur á grófurðunarsvæði Akraneskaupstaðar.




Bæjarstjóra er falið að óska upplýsinga hjá Umhverfisstofnun varðandi erindið.

4.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Dagskrá 1079. fundar bæjarstjórnar.


Lögð fram.

5.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 1/1 - 30/6 2009

908018

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 12.08.2009, varðandi rekstrarstöðu Framkvæmdastofu 1. jan. - 30. júní 2009.


Lagt fram.

6.OR - Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

906056

Fyrir fundinum liggur 110. fundargerð stjórnar OR frá 03.07.2009.
Lögð fram.

7.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur 64. fundargerð Faxaflóahafna sf. frá 14.08.2009.

Lögð fram. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórn Faxaflóahafna sf. sem fyrst.

8.Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, fundargerðir 2009

904099

Fyrir fundinum liggur fundargerð skólanefndar FVA frá 18.06.2009.
Lögð fram.

9.Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands - fundargerðir.

908042

Fyrir fundinum liggur fundargerð fulltrúaráðs FVA frá 24.06.2009.
Lögð fram.

10.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur 13. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.08.2009.
Lögð fram.

11.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2009.

906098

Fyrir fundinum liggur 16. fundargerð framkvæmdaráðs frá 11.08.2009.
Lögð fram.

12.Bíóhöllin uppbygging - þakkarbréf

908020

Bréf Haraldar Sturlaugssonar og Ingibjargar Pálmadóttur, dags. 07.08.2009, þar sem færðar eru þakkir fyrir þá miklu og tímabæru uppbyggingu sem átt hefur sér stað umhverfis Bíóhöllina.



Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir jákvæðar undirtektir.

13.Styrkbeiðni lyfjafræðideildar Háskóla Íslands og ÍSÍ.

908062

Bréf lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, dags. 18.08.2009, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 25.000.- vegna verkefnis sem unnið er í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

14.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 12.08.2009, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 1.500.000.- til kaupa á búnaði fyrir Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina Jaðarsbökkum.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

15.Faxaflóahafnir sf. - endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

904096

Bréf Faxaflóahafna sf., dags. 14.08.2009, varðandi sex mánaða uppgjör Faxaflóahafna sf. ásamt minnisblaði hafnarstjóra.

Lagt fram.

16.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

906184

Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 13.08.2009. Samþykkt Hvalfjarðarsveitar á gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram.

17.Kjarasamningur - niðurstaða kosningar vegna framlengingar samnings.

908044

Bréf Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, dags. 14.08.2009. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu á kjarasamningi.
62,96% greiddu með samningnum, 33,33% á móti en 3,7% voru auðir.

Lagt fram.

18.Frumvarp til laga - kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör.

908010

Bréf Alþingis, dags. 04.08.2009, varðandi beiðni um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitastjórna, 149. mál, persónukjör. Hægt er að nálgast þingskjalið á vef Alþingis: www.althingi.is/altext/137/s/0252.html
Svar óskast eigi síðar en 25. ágúst 2009.




Lagt fram.

19.Viðbragðsáætlanir.

908033

Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 10.08.2009, varðandi viðbragðsáætlanir skóla við heimsútbreiðslu inflúensu.





Lagt fram. Bæjarráði er kunnugt um að í vinnslu er viðbragðsáætlun á vegum Héraðslæknis Vesturlands, í samráði við Sýslumanninn á Akranesi og bæjarstjóra. Áætlun verður tilbúin um næstu mánaðamót.

20.Strætómál.

812038

Tillaga um sölu strætókorta/miða.




Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að fela framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu afgreiðslu málsins eins og tillagan segir til um.

21.Gróðurmold - landspilda til efnisvinnslu

908040

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 18.08.2009, varðandi fyrirspurn Magnúsar Magnússonar, Deildartúni 10, um að fá 500-1000 m² landspildu til efnisvinnslu á gróðurmold. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti úthlutun hluta lóðar nr. 51 við Þjóðveg.

Bæjarráð staðfestir tillögu nefndarinnar.

22.Ófrágengið moldarsvæði austan við 2. áfanga Skógahverfis.

908052

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 18.08.2009, varðandi ráðstafanir til að hefta moldrok.





Lagt fram.

23.Skjaldarmerki Akraneskaupstaðar - reglur.

908041

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 12. ágúst 2009, þar sem gerð er tillaga að breytingu á reglum um notkun skjaldarmerkis Akraneskaupstaðar.



Bæjarráð samþykkir erindið.

24.Aukning stöðugilda sérdeildar Brekkubæjarskóla skólaárið 2009-2010.

908056

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 13.08.2009, þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni að fjárhæð kr. 650.000.- til aukningar stöðugilda ásamt því að óskað er heimildar til að ráða þroskaþjálfa/kennara/iðjuþjálfa í 1,5 stöðugildi, áætlaður kostnaður á ári nemur kr. 6.500.000.-.


Til viðræðna mætti Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu.


Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fjölskylduráðs.


25.Forfallakennsla í Brekkubæjarskóla skólaárið 2009 -2010

908053

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 17.08.2009, þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna forfallakennslu í Brekkubæjarskóla að fjárhæð kr. 1.100.000.-.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00