Fara í efni  

Bæjarráð

3024. fundur 11. desember 2008 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Viðbótarsamningur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. og Virkjunnar ehf. vegna Dalbrautar 1 - bók

812068


Lagt fram.

2.Alþjóðleg sviðslistamiðstöð á Breið.

812077

Viljayfirlýsing bæjarráðs um samstarf við uppbyggingu lista- og menningarstarfsemi á Breið á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna.

3.Göngustígur að gamla vitanum.

807035

Svar bæjarstjóra dags. 9.12.2008 við fyrirspurn Rúnar Halldórsdóttur um göngubrú að vita á Breið.

Lagt fram.

4.Skógahverfi 2 og Heiðarbraut/Stekkjarholt - Uppgjör.

812019

Bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, dags. 10.12.2008, svar til bæjarráðs varðandi tafabætur.


Á fundinn mætti Þorvaldur Vestmann til viðræðna. Bæjarstjóra falið að gera hlutaðeigandi aðilum grein fyrir málinu.

5.Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf.

812026

Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

Lagður fram.

6.Hvatningar- og átaksverkefni 2009

812041

Bréf ÍSÍ, dags. 1.12.2008, þar sem kynnt eru hvatningar- og átaksverkefni árið 2009.


Vísað til tómstunda- og forvarnarnefndar og Íþróttabandalags Akraness.

7.Kynning á Yrkjusjóðnum og hvatning til að rækta ræktendur.

812052

Bréf Yrkjusjóðsins, mótt. dags. 5.12.2008. Þar sem sveitastjórnir eru beðnar um að sýna Yrkju verkefninu skilning á áhuga, hér með sem og hingað til, og til að koma fram við þessa gróðurreiti af nauðsynlegri virðingu, t.d. í skipulagsvinnu á vegum sveitarfélagsins.


Lagt fram.

8.Minnispunktar frá samráðsfundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar 2008.

812025

Minnispunktar frá samráðsfundi sem haldinn var þann 3. des sl.

Lagt fram.

9.Samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga vegna efnahagsástandsins.

811090

Lagt fram.

10.Fjárbeiðni Stígamóta.

812055

Bréf Stígamóta, dags. 28.11.2008, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að halda úti þjónustu sem nýtist öllum landsmönnum.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2009

11.Ávísun á öflugt tómstundastarf.

810059

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 10.12.2008, þar sem lagt er til að upphæð ?Ávísunar á öflugt tómstundastarf" verði hækkuð úr kr. 10.000.- í kr. 20.000.-.


Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

12.Úrskurður v/endurnýjun á starfsleyfi Laugafisks hf.

812067

Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 5.12.2008, varðandi úrskurð vegna tveggja stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar HeV sem fól í sér endunýjun á starfsleyfi til handa Laugafiski hf.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna eins og hún er afgreidd frá ráðuneytinu.


Bæjarráð krefst þess að besti búnaður til þeirrar vinnslu sem fram fer hjá Laugafiski, sé notaður.

13.Útvistun Byggðasafns Akraness.

812054


Samþykkt að vísa greinargerðinni til kynningar Akranesstofu.

14.Skólamáltíðir í grunnskólum.

812042

Bréf félagsmálaráðs, dags. 4.12.2008, varðandi fríar skólamáltíðir í grunnskólum Akraness.


Meirihluti bæjarráðs getur ekki orðið við erindinu þar sem ljóst sé að kostnaður vegna þessa er nálægt 100 milljónir á ári. Rún óskað bókað að hún telji tillöguna góða og óskar eftir kostnaðarmati á tillögunni fyrir næsta bæjarráðsfund.

15.Álagning gjalda fyrir árið 2009.

812058


Afgreiðslu frestað.

16.Gjaldskrá fyrir hirðu og eyðingu sorps á Akranesi.

812057

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

17.Fjárhagsáætlun 2009.

812053

Bréf sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs, dags. 10.12.2008. Greinagerð vegna óska sem settar eru fram í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2009. Tillögurnar snerta sérfræðiþjónustu skólanna, foreldrafræðslu og námsráðgjöf í grunnskólum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

18.Íþróttamaður Akraness.

812071

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 10.12.2008, þar sem lagt er til að hlutverk íþróttamanns Akraness verði aukið og honum verði veittur fjárstuðningur sem viðurkenning fyrir sitt forvarnarstarf sem unnið væri í samráði við ÍA.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar.

19.Afrekssjóður.

812070

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags 10.12.2008, þar sem lagt er til að að komið verði á fót afrekssjóði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

20.Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála.

812069

Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 10.12.2008, þar sem lagt er til að styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga verði hækkaðir frá því sem samningar við ÍA segir til um. Meðfylgjandi er rökstuðningur.


Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00