Bæjarráð
1.Grundaskóli - Aukning starfs námsráðgjafa og skólaliða
1010210
2.Gamla kaupfélagið - Beiðni um lengingu opnunartíma aðfaranótt sunnud. 21. nóvember n.k.
1011087
Bæjarráð getur ekki orðið við erindi um lengingu opnunartíma.
Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
3.Faxabraut-hraðalækkandi aðgerðir
1011086
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.Bæjarskrifstofur - endurnýjun ljósritunarvéla
1010141
Þegar er áætlað fyrir rekstrarleigu ljósritunarvélar í fjárhagsáætlun 2010.
Bæjarráð samþykkir að vísa kaupum á ljósritunarvél að fjárhæð kr. 99.900 m.vsk. til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
5.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag
1004078
Fyrir liggur lagfærður uppdráttur hönnuðar í samræmi við ábendingar sem fram hafa komið á fundum nefndarinnar og eftir samráð við hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
6.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu
1009124
Vísað er í fund nefndarinnar nr. 32 frá 4. okt. 2010, dagskrárlið 6. Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningar rann út 3. nóv. s.l. en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7.Bílastæði við Akrafjall
1011062
Vegna tjóns sem bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir af völdum búfjár og vegna vatnsverndarsjónarmiða leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við landeigendur um afgirt bílastæði í grennd við vatnsveitumannvirki við Akrafjall.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að taka upp viðræður við þá landeigendur sem að málið snýr að.
8.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting
1011063
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
9.Staðardagskrá 21
805157
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði fimm manna vinnuhópur sem fái það hlutverk að leggja mat á stöðu Staðardagskrár 21 (umhverfisstefna Akraneskaupstaðar) og gera tillögur um endurskoðun stefnunnar. Nefndin leggur til að formaður vinnuhópsins sé jafnframt fulltrúi í umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10.Tímatökubúnaður, beiðni um endurnýjun búnaðar.
1011070
Bæjarráð vísar til skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og óskar eftir frekari skýringum þar sem ekki er gert ráð fyrir beiðni þessari í skýrslunni.
11.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.
805035
Bæjarráð samþykkir að heimila framkvæmdastofu að auglýsa verkið til útboðs. Ákvörðun um framkvæmd verður tekin við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.
12.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010
1002242
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.
1003134
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
14.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
15.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16.Íbúaþing.
1011013
17.Málefni flóttafólks 2010
910118
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
18.Kosningar vegna stjórnlagaþings.
1010030
Tilnefnd var sem varamaður í yfirkjörstjórn: Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir (V)
19.Skipulags- og umhverfisnefnd - 35
1011007
Bæjarráð samþykkir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliður lagðir fram.
20.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja
1008071
Lögð fram.
21.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010
1010037
Lagt fram.
22.Viðmiðunarreglur um afmælisgjafir eða kveðjur
1011075
,,Afmælisgjafir og kveðjur.
Meginregla Akraneskaupstaðar og stofnana hans er að senda ekki gjafir til starfsmanna sinna á afmælum eða hátíðum. Heimilt er þó að senda kveðju á áratugaafmælum starfsmanna og skal kostnaður af slíkum kveðjum alla jafna ekki vera umfram kr. 8.000.
Árlega er stofnunum heimilt að ráðstafa allt að kr. 2.500 á hvern starfsmann í sameiginlega máltíð eða starfsmannahóf t.d. jólamáltíð."
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
23.Gagnaver á Akranesi
1011074
Bæjarráð samþykkir að vísa viljayfirlýsingunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
24.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun
1004064
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
25.FVA - Tækjakaup fyrir málmiðnadeild 2011
1011073
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
26.Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009
1011072
Lagt fram.
27.Kútter Sigurfari
903133
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
28.Svöfusalur - fjarfundabúnaður
1011071
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
29.Menningarráð Vesturlands - starfsemi
1009027
Til viðræðna mættu Elísabet Haraldsdóttir og Jón Pálmi Pálsson.
Fundi slitið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs.