Bæjarráð
1.Strætisvagn Akranes-Reykjavík
812038
2.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar
911055
Bæjarráð Akraneskaupstaðar vísaði erindi Hvalfjarðarsveitar til umsagna þeirra aðila sem fara með einstök málefni samningsins milli sveitarfélaganna. Akraneskaupstaður kallaði eftir áliti vegna allra samninga. Skammt er í sveitarstjórnarkosningarog því telur bæjarráð Akraness eðlilegt að vísa endurskoðun samninganna til nýrra sveitarstjórna á næsta kjörtímabili. Umsagnir og athugasemdir fylgja bókun bæjarráðs til Hvalfjarðarsveitar.
3.Frestir lóðarhafa til framkvæmda.
912090
Afgreiðslu frestað.
4.Fjárhagsáætlun 2009 - endurskoðun.
904012
Fjármálastjóri gerði grein fyrir endurskoðaðri fjárhagsáætlun v/2009.
Einnig var lagt fram yfirlit um bókhaldslega stöðu eftir ellefu mánuði ársins 2009. Bæjarráð vísar afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5.Fjárhagsáætlun 2010.
911070
Lögð fram gögn frá Fjölskyldu- og Framkvæmdaráði ásamt gögnum frá Akranesstofu og Skipulags og umhverfisnefnd. Bæjarráð vísar þessum gögnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 sem verður miðuð við 1. mars n.k. Þá verði tekin til skoðunar þau atriði sem ekki eru þegar komin inn í áætlun vegna ársins 2010. Umrædd gögn voru rædd við einstaka aðila m.a. formenn framkvæmda- og fjölskylduráðs fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar, en á það er fallist að mistök hafi verið að leggja gögnin ekki sérstaklega í fram bæjarráði.
6.Endurfjármögnun lána.
906083
Gögn um tölvusamskipti bæjarstjóra og Lánasjóðs sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
7.Prókúra Akraneskaupstaðar
1001023
Bæjarráð áréttar að bæjarstjóri fer með prókúru Akraneskaupstaðar í samræmi við 55. grein sveitarstjórnarlaga.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að setja inn tímamörk í 2. grein.