Fara í efni  

Bæjarráð

3058. fundur 18. desember 2009 kl. 14:30 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Birna Guðmundsdóttir fulltrúi þjónustudeildar
Dagskrá

1.Strætisvagn Akraness

908106

Til viðræðna mætir Sigurður Reynisson fh. hópferðabíla Reynis Jóhannssonar. (kl. 14:30)



Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að gera samning við hópferðabíla Reynis Jóhannnssonar á grundvelli tilboðs á tímabili 01.01.2010 - 31.12.2014 og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.

2.Breiðin -beiðni um lengri opnunartíma

910039

Bréf Ragnars Guðmundssonar, fh. Breiðarinnar Sportbars ehf., dags. 15.12.2009, þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma aðfaranótt 27.12.2009 og 01.01.2010.



Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við afreiðslur fyrri ára. Lagt fram bréf sýslumanns.

3.Hvítanesreitur - stefna.

910022


Málið kynnt.

4.Smiðjuvellir 32

912071

Krafa Akraneskaupstaðar um greiðslu vegna breytinga á innkeyrslu lóðar Smiðjuvalla 32 árið 2007.

Þetta er bókunin sem var gerð. ? bæjarráð 26.04.2007.
8. Bréf skipulags- og byggingarnefndar, dags. 24.4.2007, varðandi Smiðjuvelli 32 ? innkeyrslu. Erindi Hermanns Gunnlaugssonar landslagsarkitekts þar sem hann, f.h. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu þar sem innakstur verði leyfður af Þjóðbraut inn á lóð númer 32.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með smávægilegum breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags-og byggingarnefndar enda greiði umsækjandi kostnað vegna innakstursins.




Málið kynnt.

5.Skógahverfi - tímafrestur.

912074

Bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs,(nú skipulags- og umhverfisstofa) dags. 30.9.2008, varðandi tillögu um tímafresti lóðarhafa gagnvart skilum á byggingarnefndarteikningum. Tillagan tekur til allra lóðarhafa í Skógarhverfi.



Málið kynnt.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00