Bæjarráð
1.Æðaroddi - lagfæring á gæðingavelli
911094
2.Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.
1003178
Fundargerðin lögð fram. Evrópusáttmálinn um jafna stöðu kvenna og karla verður tekinn fyrir á næsta fundi.
3.Birkiskógar 3 - eigendaskipti á lóð.
1003171
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og umhverfisstofu.
4.List - og handverksfélag Akraness og nágrennis
1002236
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
5.Tryggingargjald - endurgreiðsla á hækkuðu gjaldi
1003167
Bréfið lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera athugasemd til ríkisstjórnar um að það vanti allt að 8 milljónir króna greiðslu til bæjarsjóðs til að jafna upp álögur á Akraneskaupstað af hálfu ríkisvaldsins vegna tryggingagjalds á móti kynntum bótum samkvæmt framlögðu bréfi Jöfununarsjóðs sveitarfélaga.
6.Langisandur ehf. beiðni um viðræður við bæjarráð
1003189
Bæjarráð boðar bréfritara til næsta fundar bæjarráðs.
7.Kaup á búnaði
1003193
Bæjarráð samþykkir erindi vegna Garðasels en afgreiðslu annarra erinda er frestað þar til endurskoðuð fjárhagsáætlun liggur fyrir.
8.Launamál
1003188
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska álits launanefndar sveitarfélaga á erindinu.
9.Advance ehf.- ráðgjöf
1003076
Lagt fram.
10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
902107
Bæjarstjóri lagði fram gögn frá ársfundi lánasjóðsins.
11.Starfsmaður vegna atvinnuátaks
1003197
Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnuátaksnefndar varðandi ráðningu starfsmanns.
12.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.
1001149
Lagðar fram.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar að undirrita samning þar sem samþykkt verður að greiða kostnað vegna endurnýjunar Skeiðvallar Dreyra að upphæð allt að 4 milljónir króna. Fylgigögn samnings eru teikningar og verklýsing. Við samþykkt samnings af hálfu bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar er heimilt að greiða 25% kostnaðar og að lokinni úttekt Skipulags - og umhverfisstofu verði upphæðin að fullu greidd. Í samningi komi fram áætlaður verktími. Bæjarráð óskar eftir við Framkvæmdaráð að verkefnissstjóra verði falið að aðstoða hestamannafélagið við gerð útboðsgagna. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.