Fara í efni  

Bæjarráð

3242. fundur 15. janúar 2015 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Svöfusalur - aðstaða til fjarnáms

1412178

Erindi fjarnema dags. 14.12.2014, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður framlengi samning við Háskólann á Akureyri um afnot af Svöfusal fyrir nemendur í fjarnámi.
Bæjarráð samþykkir að framlengdur verði samningur við Háskólann á Akureyri um afnot af Svövusal fyrir nemendur í fjarnámi og framlengingu á samningi um fjarfundarbúnaði um eitt ár.

2.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

823. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.12.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Starfshópur um gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2015

1410181

6., 7. og 8 fundargerðir starfshóps um gjaldskrár frá 2. og 4.12.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2014 - menningar- og safnanefnd

1412227

1. 2. og 3. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 18.11.2014, 17.12.2014 og 30.12.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Heimsendur matur 2015

1501061

Erindi sem bæjarstjórn vísaði þann 13.1.2015 til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
Afgreiðslu frestað.

6.Grundartangasvæði - viljayfirlýsing um stofnun samstarfsvettvangs

1410012

Erindi Faxaflóahafna dags. 12.12.2014, þar sem gerð er grein fyrir bókun um að hafnarstjórn hafi samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun þróunarfélags um samstarf varðandi Grundatangasvæðið.
Erindið lagt fram til kynningar.

7.Staðsetning nýja Landsspítalans

1412245

Erindi Guðjóns Sigurbjartssonar dags. 22.12.2014, þar sem vakin er athygli á hagsmunamáli þeirra sem búa utan Reykjavíkur á staðsetningu nýs Landsspítala ásamt uppdráttum.
Erindið lagt fram til kynningar.
Jóhannes Karl Guðjónsson víkur af fundi.

8.OR - Planið framvinduskýrsla

1412242

Framvinduskýrsla.
Framvinduskýrslan lögð fram til kynningar.

9.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

1412236

Erindi Hvalfjarðarsveitar dags. 18.12.2014, þar sem eftirtöldum samningum er sagt upp frá og með áramótum og óskað endurskoðunar á þeim.
Samkomulag um rekstur tónlistarskóla.
Samstarfssamningur um félagsstarf aldraðra.
Samstarfssamningur um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála.
Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Samningum er varðar ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála og um rekstur tónlistarskóla er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og samningi er varðar félagsstarf aldraðra til velferðar- og mannréttindaráðs.

Bæjarráð telur eðlilegt að samstarfssamningar séu sífellt í endurskoðun og leggur áherslu á að bæði sveitarfélögin noti þetta tækifæri til að efla og þróa samstarfið áfram.

10.Grænland - Kommune Kujalleq endurnýjun vinabæjarsamstarfs

1412232

Erindi Kommune Kujalleq dags. 18.12.2014, þar sem óskað er eftir að endurnýja vinabæjarsamstarf við Akranes.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður við fulltrúa Kujalleq með það að markmiði að kanna hvort í slíku samstarfi geti falist viðskiptaleg tækifæri fyrir fyrirtæki á Akranesi.

11.Þorrablót Skagamanna 2015 - umsögn

1501184

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu við Vestugötu 24.1.2015 kl. 18:30 til 25.1.2015 kl. 03:00.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að skemmtunin verði haldin til klukkan 03:00 aðfararnótt 25. janúar nk.

12.Þorrablót Skagamanna 2015 - íþróttahús o.fl.

1412268

Erindi Club 71 dags. 28.12.2014, þar sem óskað er eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Vesturgötu endurgjaldslaust og einnig að Akraneskaupstaður taki áfram þátt í vali á Skagamanni ársins.
Bæjarráð samþykkir erindi Club 71 um að fá endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu Vesturgötu.

Kostnaði vegna þessa, allt að kr. 600.000, vegna aukavinnu starfsmanna og leigu verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
Valdís Eyjólfsdóttir, víkur af fundi undir þessum lið og Rakel Óskarsdóttir tekur sæti.

13.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Erindi Benjamíns Jósefssonar dags. 14.12.2014, um málsmeðferð á erindi húsfélagsins við Hagaflöt 9.
Bæjarráð ítrekar fyrri afgreiðslu sína frá 10. desember síðastliðnum um að málinu sé lokið af hálfu Akraneskaupstaðar.
Rakel Óskarsdóttir fer af fundi og Valdís Eyjólfsdóttir tekur sæti á ný.

14.Starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs

1411044

Staða ráðningarferilsins kynnt.
Bæjarráð samþykkir að fela utankomandi ráðgjafa að annast 2. áfanga ráðningarferilsins.
Kostnaði vegna starfa ráðgjafans allt að kr. 700.000 verði ráðstafað af liðnum 2083-4995.

15.Starf verkefnastjóra

1501151

Beiðni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um heimild bæjarráðs til að auglýsa stöðu verkefnastjóra á sviðinu.

Bæjarráð samþykkir að staða verkefnastjóra á sviði stjórnsýslu- og fjármála verði auglýst. Gert er ráð fyrir kostnaði vegna ráðningarinnar í fjárhagsáætlun 2015 sem kemur í stað starfs þjónustu- og upplýsingastjóra sem lagt var niður síðastliðið haust.

16.Hafnamál við Faxaflóa

1501161

Erindi hafnarstjóra f.h. Faxaflóahafna dags. 9.1.2015, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til sameiginlegrar stefnumótunar um hafnarmál við Faxaflóa með öðrum sveitarfélögum, íbúum og hagsmunaaðilum.
Bæjarráð fagnar hugmyndinni og er Akraneskaupstaður fyrir sitt leyti tilbúinn í slíka vinnu.

17.Deilisk. - Stofnanareitur, Heiðarbraut 40

1401127

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að nýju samkomulagi við Skarðseyri ehf. en fyrra samkomulag frá apríl síðastliðnum er úr gildi fallið.

18.Seljuskógar 2 - 4 - umsókn um byggingalóð

1501025

Umsókn Callisia ehf. dags. 2.1.2015, um byggingarlóðir undir parhús við Seljuskóga 2-4.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til Callisia ehf.

19.Blómalundur 11-13 - umsókn um byggingarlóð

1501010

Umsókn Birkis Guðjónssonar dags. 28.12.2014 um byggingarlóðir fyrir parhús við Blómalund 11-13.
Bæjarráð þakkar umsækjanda umsóknina en fyrir liggur að þegar hefur verið sótt um úthlutun lóðarinnar og er sú umsókn til meðferðar hjá skipulags- og umhverfissviði.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna fyrir umsækjanda aðra álitlega kosti.

20.Deilisk.- Breiðarsvæði - Lóðir HB Granda

1401204

Tillaga starfshóps um Breiðarsvæði sem samþykkt var á fundi 26.11.2014.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við HB-Granda að haldinn verði almennur kynningafundur um fyrirhuguð áform fyrirtækisins um stækkun húsnæðis.

Bæjarráð leggur áherslu á að kynningarfundurinn verði vel auglýstur.

21.Deilisk. - Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33

1406200

Drög að samkomulagi við Kala ehf.
Bæjarráð samþykkir að undirbúa drög að samkomulagi milli Akraneskaupstaðar og Kala ehf. og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

22.Starfshópur um Guðlaugu - heita laug við Langasand

1403031

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir þeirra störf og ítarlega samantekt hugmynda um uppbyggingu heitrar laugar við Langasand.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfshópsins um áframhaldandi vinnu verkefnisins og felur starfshópunum að starfa áfram til 1. september nk. Ráðstafað verði alls 15 mkr. til verksins á árinu. Þar af komi 13 mkr. af styrk frá Minningarsjóði Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur frá Bræðaparti og 2 mkr. af framkvæmdaáætlun ársins.

23.Guðlaug á Langasandi - undirskriftalisti

1501030

Undirskriftalistar sem bæjarstjóri tók við 18.12.2014 síðastliðinn vegna Guðlaugar, heitrar laugar við Langasand.
Undirskriftarlistinn lagður fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna forsvarsmönnum hópsins skýrslu starfshópsins og áform Akraneskaupstaðar um uppbyggingu heitrar laugar við Langasand.

24.Sorphirða - framlenging á samningi

1501126

Erindi skipulags- og umhverfisráðs dags. 12.1.2015, þar sem lagt er til við bæjarráð að leitað verði samþykkis í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi, um að framlengja sorphirðusamning um eitt ár. Óska þarf eftir framlengingu fyrir 16. febrúar n.k.
Bæjarráð samþykkir framlengingu sorphirðusamnings við Íslenska Gámafélagið um eitt ár. Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00