Fara í efni  

Bæjarráð

3285. fundur 06. júlí 2016 kl. 08:30 - 10:58 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd

1601010

30. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15. júní 2016.
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga

1603032

841. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. júní 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Sala eigna 2016

1607005

Lögð fram tillaga um að fela bæjarstjóra að undirbúa sölu á Vesturgötu 102 og Suðurgötu 57.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í söluferli með fasteignir Akraneskaupstaðar að Vesturgötu 102 og Suðurgötu 57.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

4.Gervigrasvellir við grunnskóla Akraness

1606135

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 4. júlí samþykkti ráðið að beina því til bæjarráðs að kanna varðandi kostnaðarhlutdeild Knattspyrnusambands
Bæjarráð samþykkir að beina erindi til Knattspyrnusambands Íslands varðandi kostnaðarhlutdeild sambandsins við skipti á gervigrasi við Grunnskóla Akraneskaupstaðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

5.Kjör sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2016

1605054

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunartöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.
Lagt fram.

6.Rafræn íbúakosning - tilraunaverkefni

1606129

Erindi Innanríkisráðuneytisins dags. 24. júní 2016, þar sem gerð er grein fyrir tilraunaverkefni um rafrænar kosningar og sveitarfélög hvött til að kynna sér verkefnið og tilkynna til Þjóðskrár ef áhugi er fyrir að taka þátt í því.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að kanna frekar kosti rafrænna íbúakosninga og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

7.Heiðarbraut 40 - rekstrarleyfi (íbúð 202)

1606130

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 28. júní 2016, þar sem óskað er umsagnar á umsókn um rekstrarleyfi til sölu á gistingu í íbúð 202 að Heiðarbraut 40.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar liggur fyrir.

8.Faxaflóahafnir - aðalfundur, ársreikningar, arður

1602269

Tilkynning Faxaflóahafna um arðgreiðsu til eigenda skv. eignarhlut. Hlutur Akraneskaupstaðar er um 10,8% eða kr. 33.415.830.
Lögð fram.
Fylgiskjöl:

9.Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) - haldið á Akranesi í júní 2016

1607008

Sundfélag Akraness færir Akraneskaupstað bestu þakkir fyrir veitta aðstoð við undirbúning og framkvæmd móstins.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum fyrir frábær störf.
Bæjarráð óskar Sundfélaginu til hamingju með framkvæmd mótsins. Þökkum félagsins verður komið á framfæri við starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum.

10.Ferðamálastofa - kortlagning viðkomustaða ferðafólks

1606121

Erindi Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir samstarfi vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumanns menningar- og safnamála til frekari úrvinnslu.

11.Árbók Akurnesinga 2016

1606136

Erindi mth ehf. þar sem óskað er eftir áfamhaldandi áskrift og kaupum á auglýsingum í Árbók Akurnesinga 2015 sem gefin verður út í ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í verkefninu og veitir til þess kr. 250.000 sem verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

Fylgiskjöl:

12.Verndarsvæði í byggð - styrkir úr húsfriðunarsjóði

1606144

Erindi Minjastofnunar varðandi umsóknir um úthlutun úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.
Umsóknarfrestur er til 17. ágúst næstkomandi.
Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar.

13.Vallholt 1, endurnýjun lóðarleigusamnings

1601050

Beiðni lóðarhafa Vallholti 1 um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Lóðarhafar Vallholti 1 og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

14.Störf sviðsstjóra velferðar-og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs.

1607006

Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundaviðs tilfærslu í starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindaviðs í samræmi við lög nr. 70/1996 um heimild til að færa opinbera starfsmenn til í starfi. Ennfremur er samþykkt að fela bæjarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í samráði við skóla- og frístundaráð.
Bæjarráð samþykkir að bjóða Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra og starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs stöðu sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs með tilvísun í hæfisreglur stjórnsýslulaga. Er breytingin gerð með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996.

Bæjarráð heimilar ennfremur bæjarstjóra að auglýsa stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og undirbúa breytingar á stöðu deildarstjóra á skóla- og frístundasviði í samráði við skóla- og frístundaráð.

15.Írskir dagar 2016

1512253

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar á Akranesi 2016.
Þakkir frá bæjarráði.
Bæjarráð þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd Írskra daga fyrir frábæra skemmtun sem heppnaðist í alla staði afar vel.

16.Uppbygging á innviðum fyrir rafbíla - styrkir frá Orkusjóði

1606143

Auglýsing Orkusjóðs um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem samþykkt var í ríkisstjórn í nóvember 2015.
Á fjárlögum ríkisins vegna ársins 2016 er tímabundin fjárheimild að fjárhæð kr. 67 mkr. fyrir verkefnið "Rafbílar - átak í innviðum" og er umsóknarfrestur til 1. október næstkomandi og er Orkusjóði falið að sjá um úthlutun styrkja sbr. 8. gr. laga nr. 87/2003 um Orkustofnun.
Lagt fram.
Bæjarráð leggur til að erindið verði auglýst á heimasíðu Akraneskaupstaðar og fyrirtæki á Akranesi verði hvött til að sækja um styrki.

Fundi slitið - kl. 10:58.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00