Fara í efni  

Bæjarráð

3188. fundur 01. september 2016 kl. 16:30 - 18:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2016

1601415

Sex mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar frá 1. janúar til 30. júní 2016.

Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1605142

Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2016 lagður fram til samþykktar.

Andrés Ólafsson fjármálastjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka númer 2 vegna ársins 2016 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Vesturgata - yfirlögn á götu

1607033

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja hönnunarsamning við Eflu um endurnýjun slitlags við Vesturgötu frá Merkigerði að Stillholti.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Hönnunarsamningur við Eflu um endurnýjun slitlags við Vesturgötu frá Merkigerði að Stillholti samþykktur.

Gert er ráð fyrir kr. 5.5 mkr. í kostnað sem mætt verður innan fjárheimilda skipulags- og umhverfissviðs vegna ársins 2016.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti stöðu verkefna í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016.

5.Innra skipulag og verkefni stjórnsýslu- og fjármálasviðs

1608197

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um innra skipulag og verkefni sviðsins lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra sem felur m.a í sér sameiningu bókhalds- og fjárreiðudeildar og tilfærslu starfa innan sviðsins.

Bæjarráð heimilar að ráðinn verði nýr fjármálastjóri og
þakkar Andrési Ólafssyni fráfarandi fjármálastjóra fyrir mjög gott starf og lýsir yfir ánægju með að njóta starfskrafta hans áfram á bæjarskrifstofunni í öðrum verkefnum.

6.Löggæsla á Akranesi - Lögreglan á Akranesi

1607050

Bæjarráð óskaði eftir upplýsingum um þróun og starfsemi lögreglunnar á Akranesi tímabilið 1. júlí 2013 - 1. júlí 2016 eftir fund ráðsins þann 28. júlí sl.

Fyrir liggur svarbréf Lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 18. ágúst síðastliðinn.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

7.Afreksíþróttasvið samstarfssamningur 2016-2018

1606058

Drög að samstarfssamningi FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar um afreksíþróttasvið við FVA 2016-2018 og drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2016-2017 voru lögð fram á fundi skóla- og frístundaráðs 15. ágúst síðastliðinn.

Skóla- og frístundaráð samþykkti samninginn efnislega og vísaði samningnum til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar 2016 til og með 2018.

8.Gervigrasvellir við grunnskóla Akraness

1606135

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 6. júlí sl. var samþykkt að beina erindi til KSÍ með beiðni um þátttöku kostnaðar við að skipta út gervigrasi á fótboltavöllum við grunnskóla Akraneskaupstaðar í samræmi við tilurð þeirra.

Fyrir liggur svar KSÍ,dags. 26. ágúst síðastliðinn.
Lagt fram.

9.Búnaðar- og áhaldakaup 2016 (tækjakaupasjóður)

1512119

Umsókn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um kaup á ljósritunarvél fyrir bæjarskrifstofuna og Tónlistarskólann á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Kostnaði vegna tækjakaupanna, samtals kr. 1.125.000, verður mætt af liðnum 20830-4660.

10.Nemendafélag FVA - tækifærisleyfi

1608130

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Nemendafélags Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi um tækifærisleyfi vegna dagsleiks sem fór fram þann 25. ágúst síðastliðinn á Gamla Kaupfélaginu.

Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

11.Þjóðvegur í þéttbýli - Innnesvegur

1601468

Svarbréf svæðisstjóra Vestursvæðis hjá Vegagerðinni, dags. 10. ágúst síðastliðinn, við erindi erindi bæjarráðs varðandi Innnesveg og Faxabraut.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka ósk Akraneskaupstað um viðræður vegna Innnesvegar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00