Bæjarráð
Dagskrá
1.KPMG - bættur rekstur og upplýsingaflæði um fjármál
1602228
Oddur Jónsson frá KPMG kynnir niðurstöður úr greiningarvinnu fyrirtækisins um fjárhagsstöðu Akraneskaupstaðar fram til ársins 2025.
Bæjarráð þakkar fyrir greinagóða kynningu sem mun nýtast við fjárhagsáætlunargerð Akraneskaupstaðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.
2.Framkvæmdaáætlun 2017 - 2020
1609061
Fjárfestingar 2017-2020 - forgangsröðun.
Yfirlit yfir stór fjárfestingaverkefni og möguleg forgangsröðun rædd.
3.Höfði - árshlutareikningur 2016
1609040
Árshlutareikningur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2016.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Árshlutareikningurinn lagður fram til kynningar.
4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016
1609039
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 22. - 23. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
Bæjarráð þakkar boðið og munu Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs og Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður í bæjarráði sækja fjármálaráðstefnuna ásamt embættismönnum á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016
1609044
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 21. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica hótel.
Bæjarráð þakkar boðið og mun Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs sækja ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 20:25.