Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1606079
Frumvarp að fjárhagsáætlun 2017.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Frumvarp að fjárhagsáætlun 2017 - 2020 samþykkt og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með áframhaldandi góðan rekstur í A- hluta bæjarsjóðs og þakkar stjórnendum og starfsmönnum fyrir þeirra hlut í góðri niðurstöðu. Ennfremur fagnar bæjarráð þeim viðsnúningi sem verður á B- hluta og samstæðunni vegna samkomulags fjármálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila. Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar úr 116,7% í árslok 2015 í 87,8% í árslok 2017, miðað við áætlun.
2.Framkvæmdaáætlun 2017 - 2020
1609061
Forgangsröðun framkvæmda.
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisráði að forgangsraða fjárfestingum og framkvæmdum ársins 2017 og skila áætlun til bæjarráðs eigi síðar en 22. nóvember næstkomandi.
3.Orkuveita Reykjavíkur - verðmat
1603106
Erindi byggðarráðs Borgarbyggðar um eignarhlut og verðmat Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur.
Bæjarráð samþykkir að skipa fulltrúa í rýnihóp til að fara yfir verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur vegna hugsanlegrar sölu Borgarbyggðar á hlut í fyrirtækinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
4.Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga milli ríkis og sveitarfélaga
1611009
Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu samkomulags dags. 28. október síðastliðinn um uppgjör lífeyrisskuldbindinga hjúkrunarheimila með sveitarfélagaábyrgð. Samningurinn felur í sér að um eins milljarðs króna skuldbinding vegna hjúkrunarheimilisins Höfða verður yfirtekin af ríkinu. Eins og fram kemur í samkomulaginu munu viðræður á milli ríkis og sveitarfélaga halda áfram um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum en í samkomulaginu kemur fram að ein af forsendum uppgjörsins sé að þeim viðræðum verði lokið fyrir árslok 2018.
5.Fasteignamat 2017
1606106
Skýrsla um fasteignamat 2017 frá Þjóðskrá Íslands.
Lögð fram.
6.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra - undanþága frá viðmiðum um lágmarksíbúafjölda þjónustusvæðis í málefnum fatlaðra
1510028
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um undanþágubeiðni frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði en efnislegrar meðferðar í velferðar- og mannréttindaráði.
7.Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
1610095
Athugasemdir Stykkishólmsbæjar við tillögu að Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
Umsögn Stykkishólmsbæjar lögð fram til kynningar. Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þeirrar forgangsröðunar sem fram kom í niðurstöðum starfshóps um samgönguáætlun Vesturlands.
8.Mannauðsdagur Akraneskaupstaðar árið 2016
1610134
Yfirlit yfir þær stofnanir Akraneskaupstaðar sem loka eftir hádegi þann 15. nóvember vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir þær stofnanir og starfsemi sem verður lokuð eftir hádegi þann 15. nóvember vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar og hvetur til þess að lokanirnar verði auglýstar rækilega.
9.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 og fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017
1611010
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram 24. mars næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík og fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 5. og 6. október 2017 á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
10.Sambandið - ýmsar tilkynningar
1611011
Kynning á námsferð sveitarstjórnarmanna um íbúasamráð í Svíþjóð.
Skýrsla sambands íslenskra sveitarfélaga um námsferð til Svíþjóðar lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:40.