Fara í efni  

Bæjarráð

3300. fundur 21. desember 2016 kl. 08:15 - 09:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hestamannafélagið Dreyri - keppnisvöllur og reiðvegir

1609088

Erindi Hestamannafélagsins Dreyra þar sem óskað er eftir styrk til lokafrágangs við keppnisvöll félagsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að greiða kr. 700.000 vegna framkvæmdarinnar til Dreyra og er afgreiðslunni vísað til afgreiðslu viðauka nr. 3.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1605142

Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2016 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir viðauka númer 3, sbr. einnig afgreiðslu skv. 1. tl., vegna ársins 2016 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Lesbókin Café - rekstrarleyfi

1612096

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Guðleifs R.Einarssonar f.h. Rafney ehf kt.521216-0930 um rekstrarleyfi nýs rekstraraðila til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, sem rekið verður sem Lesbókin Café, Kirkjubraut 2, Akranesi.

Um er að ræða nýjan rekstraraðila óbreytts rekstrar Skagaferða ehf á Skökkin café sem hætti rekstri þegar reksturinn var afhentur Rafney ehf. hinn 14. desember sl. skv. yfirlýsingu, en í gildi er rekstrarleyfi til 24.10.2018.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um beiðni rekstraraðila til reksturs veitingastaðar í flokki II. Umsögn bæjarráðs er veitt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

4.Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga milli ríkis og sveitarfélaga

1611009

Lögð fram drög að samkomulagi ríkisins og Akraneskaupstaðar f.h. Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis um fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga heimilisins. Einnig er lögð fram drög að yfirlýsingu sveitarfélags sem undirrituð verður samhliða samkomulaginu.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og viljayfirlýsingu vegna fullnaðaruppgjörs lífeyrisskuldbindinga Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils og veitir bæjarstjóra heimild til undirritunar.

5.Bíóhöllinn - samningur 2017

1612101

Tillaga um framlengingu á samningi við Vini Hallarinnar um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi í eitt ár, eða frá 1. janúar til 31. desember 2017.

Bæjarráð beinir því til menningar- og safnanefndar að skilgreina hlutverk og markmið með starfsemi í Bíóhöllinni við gerð stefnumótunar í menningarmálum á Akranesi og skal endurskoðun samnings um rekstur Bíóhallarinnar vera lokið fyrir 1. október 2017.

6.Vesturgata 102 - sala

1606133

Svar vegna gagntilboðs Akraneskaupstaðar í Vesturgötu 102.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu samkvæmt umræðum á fundinum.

7.Vitakaffi - lengri opnunartími

1612095

Umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar Vitakaffi ehf. um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna lengri opnunartíma á annan í jólum (26. dsember 2016).
Afgreiðsla bæjarstjóra skv. 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

8.Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi 2017

1611175

Umsögn heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 19. desember 2016 um gjaldskrá Akraneskaupstaðar um sorpgjöld (hirða og eyðing) á Akranesi fyrir árið 2017.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands telur gjaldskrána vera í fullu samræmi við ákvæði samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Akranesi nr. 1231/2005 og 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnarnir og gerir því ekki athugasemdir við hana.

9.Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds á Akranesi 2017

1612044

Umsögn heilbrigðisnefndar Vesturlands dags. 19. desember 2016 um gjaldskrár vegna hunda- og kattahalds á Akranesi 2017.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands telur gjaldskrárnar vera í fullu samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og samþykktir um hundahald á Akranesi nr. 782/2010 og kattahald á Akranesi nr. 781/2010 og gerir ekki athugasemdir við þær.

10.Krókalón - krafa vegna verðrýrnunar á lóðum

1603110

Stefna Lögmanna Laugardals á hendur Akraneskaupstaðar til viðurkenningar á bótaskyldu vegna verðrýrnunar á ákveðnum fasteignum á Krókalónssvæði.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 09:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00