Fara í efni  

Bæjarráð

3301. fundur 12. janúar 2017 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga

1603032

845. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1602030

140. fundargerð heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Coworking Akranes - leiga á 2. hæð í Gamla Landsbankanum við Suðurgötu 57

1701090

Beiðni frá Heiðari Mar Björnssyni f.h. Coworking Akranes (samvinnufélag) um að fá leigða aðra hæðina í Gamla Landsbankahúsinu við Suðurgötu 57.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

4.Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - samningamál

1701062

Bréf félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Bæjarráð leggur áherslu á að lausn náist sem fyrst í samningaviðræðunum og lýsir yfir áhyggjum yfir stöðu mála.

5.Skólabraut 31 - rekstrarleyfi vegna heimagistingar

1701033

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar um rekstarleyfi gististaðar í flokki I, heimagisting, sem reka á að Skólabraut 31.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um beiðni Ruth Jörgensdóttir Rauterberg um rekstrarleyfi til heimagistingar.

Umsögnin er veitt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa og slökkviliðstjóra.

6.Kirkjuhvoll, Merkigerði 7 - rekstrarleyfi

1604190

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna breytingar á fyrri umsókn EIH ehf. vegna Kirkjuhvols Guesthouse og sótt er nú um sölu gistingar í flokki I, heimagisting.
Bæjarfulltrúi Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um beiðni EIH ehf.
Umsögnin er veitt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa og slökkviliðstjóra.

7.Hvalfjarðargöng - umferð

1701094

Upplýsingar um aukningu á umferð um Hvalfjarðargöng.
Þar sem umferð um Hvalfjarðargöng er að aukast verulega er ljóst að taka verður öryggismál gangnanna föstum tökum. Samkvæmt reglugerð 992/2007 sem byggð er á Evróputilskipun 2004/54/EB þarf að koma fyrir neyðargöngum ef dagleg umferð um göngin nær 8 þúsund bílum.

Bæjarráð hvetur nýjan innanríkisráðherra til að taka þessi mál föstum tökum en Spölur mun skila göngunum um mitt ár 2018.

Bæjarráð áréttar sem fyrr mikilvægt þess að hugað verði þegar að vegbótum á Vesturlandsvegi og að breikkun vegarins verði flýtt.

8.Löggæsla á Akranesi - Lögreglan á Akranesi

1607050

Erindi lögreglustjórans á Vesturlandi varðandi sólarhringsvaktir lögreglu á vaktsvæði Akraness og í Borgarnesi frá 1. janúar 2017.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið frá Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra og fagnar því að tekin hafi verið upp sólarhringsvakt á Akranesi.

9.Samráðshópur vegna Dalbrautar 6 - greiðslur vegna funda

1701129

Tillaga um greiðslur fyrir störf í samráðshópi um þjónustumiðstöð á Dalbraut 6 vegna ársins 2016.
Bæjarráð samþykkir greiðslur til fulltrúa FEBAN sem tóku þátt í starfi samráðshópsins á árinu 2016. Greiðslurnar eru ákvarðaðar samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um laun fyrir setu í nefndum og starfshópum.
Heildarkostnaður er kr. 561.000 og er ráðstafað af deild 02010. Kostnaðurinn er gjaldfærður á árinu 2016.

10.Þorrablót Skagamanna 2017 - tækifærisleyfi

1701137

Umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Vesturlandi vegna Þorrablóts Skagamanna 2017, í íþróttahúsinu við Vestugötu, þann 21. janúar nk.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um beiðni forsvarmanna CLUB ´71 um tækisfærisleyfi vegna árlegs Þorrablóts Skagamanna.

11.Þorrablót Skagamanna 2017 - íþróttahús o.fl.

1701159

Erindi Club 71 dags. 11. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður taki áfram þátt í vali á Skagamanni ársins.
Samþykkt.

12.Reglur 2016 lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1606083

Bæjarráð vísaði reglum um lækkun og niðurfellingu á fasteignaskatti tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega til endurskoðunar á stjórnsýslu- og fjármálasviði vegna ársins 2017.
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2017.

13.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2017

1701128

Tillaga að áætlun um framlagningu mánaðar- og árshlutauppgjöra fyrir bæjarráð á árinu 2017.
Bæjarráð samþykkir áætlun um framlagningu mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2017.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00