Fara í efni  

Bæjarráð

3153. fundur 10. maí 2012 kl. 16:00 - 16:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Samkomulag um launakjör

1203122

Tölvupóstur dags. 30.4.2012 ásamt drögum að samkomulagi við bæjarritara.

Afgreiðslu frestað.

2.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - kostnaðarskipting.

1205039

Bréf slökkviliðsstjóra dags. 4. maí 2012 um endurskoðun á fyrirkomulagi og rekstri slökkviliðsins.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við Hvalfjarðarsveit að skipaður verði tveggja manna starfshópur eignaraðila slökkviliðsins, einn fulltrúi frá hvorum aðila. Starfshópurinn taki rekstur slökkvliðsins til skoðunar, bæði núverandi rekstur, kostnaðarskiptingu á milli eignaraðila, áhættur, tækjakost, mannahald og annað sem snýr að rekstrinum. Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í starfshópinn.

3.Bifreiðakaup v/ þjónustumiðstöð - ZZ-F23

1203099

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 8. maí 2012 þar sem lagt er til við bæjarráð að söluandvirði bifreiðarinnar VZ-312 sem var kr. 480.000,- verði nýtt sem hluti af sparnaði Framkvæmdastofu árið 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

4.Tölvukaup skv. tilboði

1202226

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 8. maí 2012 þar sem gerð er grein fyrir kostnaðarskiptingu á tölvukaupum sem samþykkt var í bæjarráði 1. mars 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.

5.Fasteignaskattur 2012 - umsóknir um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

1203047

Tillaga fjármálastjóra dags. 3. maí 2012 um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum árið 2012. Styrkbeiðnir bárust frá Slysavarnadeildinni Líf, Skátafélagi Akraness, Hestamannafélaginu Dreyra, Rauða krossinum og KFUM og K, Akranesi. Tillaga fjármálastjóra er um niðurfellingu fasteignaskatts samtals að fjárhæð kr. 1.342.381.-

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.Styrkir 2012 - v/menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

1202070

Minnisblað bæjarritara, framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu og verkefnastjóra Akranesstofu dags. 10. apríl 2012 þar sem gerð er tillaga að skiptingu styrkja fyrir árið 2012. Tillagan gerir ráð fyrir styrkjaúthlutun að fjárhæð 5.530 þús. kr.
Tölvupóstur FEBAN dags. 12. apríl 2012.

Afgreiðslu frestað.

7.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana - breyting 2012

1204100

Tillaga að breytingum á reglum um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum á reglunum. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu og vísar reglunum til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Suðurgata 57 (Landsbankahús) - hugsanleg nýting

1201238

Minnisblað framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 24. apríl 2012 þar sem gerð er grein fyrir athugun á kostnaði við að koma húsnæði Suðurgötu 57 í þá notkun sem verið hefur í skoðun.

Lagt fram.

9.Rannsóknir á hrossum á Kúludalsá

1205059

Afrit af svari Norðuráls dags. 2. maí 2012, til Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á Kúludalsá vegna bréfs hennar dags. 19. apríl, um athugasemdir við skýrslu vegna umhverfisvöktunar á Grundartanga fyrir árið 2011, ásamt afritum á niðurstöðum frá Matvælastofnun.

Lagt fram.

10.Minka- og refaveiðar - framlög

1205028

Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 24. apríl 2012, þar sem óskað er eftir auknum framlögum ríkis- og sveitarfélaga til minka- og refaveiða svo lífríki sé ekki í hættu.

Lagt fram.

11.Fjallskilasamþykkt - nefnd um sameiningu samþykkta

1202233

Afrit af bréfi Skorradalshrepps til Borgarbyggðar, dags. 14. apríl 2012 þar sem gerð er grein fyrir bókun um fjallskilamál ásamt drögum að samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.

Lagt fram.

12.K.F.U.M. og K. 50 ára - styrkbeiðni

1204143

Bréf aðgerðarhóps KFUM og KFUK dags. 25. apríl 2012 þar sem óskað er eftir styrk frá Akraneskaupstað vegna fjárhagserfiðleika.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en vísar til þess að bæjarráð hefur veitt styrk til félagsins vegna álagningar fasteignagjalda.

13.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

Fundargerð 6. aðalfundar Menningarráðs Vesturlands 2012 sem haldinn var þann 25. apríl 2012 í Grundarfirði.

Lagt fram.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

796. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 27. apríl 2012.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00