Bæjarráð
Dagskrá
Rakel Óskarsdóttir varaformaður stýrði fundi í forföllum formanns.
1.Fundargerðir 2017 - stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar
1701018
2. fundargerð fjallskilanefndar frá 13. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram.
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017
1702057
289. mál til umsagnar - frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).
Frumvarpið lagt fram.
3.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2017
1705108
Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna barna- og unglingastarfs, samtals að fjárhæð 10,9 mkr.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins. Úthlutun fyrir árið 2017 til íþrótta- og tómstundafélaga er eftirfarandi:
Badmintonfélag Akraness kr. 450.289
Björgunarfélag Akraness kr. 242.469
Fimleikafélag Akraness kr. 2.223.375
Golfklúbburinn Leynir kr. 497.020
Hestamannafélagið Dreyri kr. 378.223
Hnefaleikafélag Akraness kr. 313.596
Karatefélag Akraness kr. 265.887
Keilufélag Akraness kr. 241.701
Knattspyrnufélag ÍA kr. 3.168.197
Körfuknattleiksfélag Akraness kr. 538.107
Skátafélag Akraness kr. 257.469
Sundfélag Akraness kr. 1.464.420
Vélhjólaíþróttafélag Akraness kr. 309.291
Knattspyrnufélagið Kári kr. 222.894
Klifurfélagið kr. 326.725
Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins. Úthlutun fyrir árið 2017 til íþrótta- og tómstundafélaga er eftirfarandi:
Badmintonfélag Akraness kr. 450.289
Björgunarfélag Akraness kr. 242.469
Fimleikafélag Akraness kr. 2.223.375
Golfklúbburinn Leynir kr. 497.020
Hestamannafélagið Dreyri kr. 378.223
Hnefaleikafélag Akraness kr. 313.596
Karatefélag Akraness kr. 265.887
Keilufélag Akraness kr. 241.701
Knattspyrnufélag ÍA kr. 3.168.197
Körfuknattleiksfélag Akraness kr. 538.107
Skátafélag Akraness kr. 257.469
Sundfélag Akraness kr. 1.464.420
Vélhjólaíþróttafélag Akraness kr. 309.291
Knattspyrnufélagið Kári kr. 222.894
Klifurfélagið kr. 326.725
4.Langtímaveikindi starfsmanna 2017 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)
1704138
Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins janúar til og með apríl.
Bæjarráð samþykkir að úthluta samtals kr. 4.970.000 úr veikindapotti Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins janúar til og með apríl 2017.
Um er að ræða þriðjung af heildarfjárhæð umsókna en endaleg úthlutun vegna tímabilsins verður tekin síðar á árinu er frekari upplýsingar liggja fyrir heildarútgjöld stofnana vegna þessa á árinu.
Um er að ræða þriðjung af heildarfjárhæð umsókna en endaleg úthlutun vegna tímabilsins verður tekin síðar á árinu er frekari upplýsingar liggja fyrir heildarútgjöld stofnana vegna þessa á árinu.
5.Írskir dagar 2017 - stöðugjald vegna söluvanga
1705081
Reglur fyrir stöðuleyfi söluvagna á Írskum dögum.
Bæjarráð samþykkir reglur fyrir stöðuleyfi vegna söluvagna á írskum dögum en gjaldið er kr. 25.000 fyrir hvern söluvagn.
6.Golfskáli Grímsholti / Garðavöllur 1 - rekstrarleyfi
1706055
Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna beiðni Golfklúbbsins Leynis um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasalan, sem rekinn er sem Golfskáli Golfklúbburinn Leynir.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
7.Bandalag íslenskra skáta - styrkbeiðni v. 15th World Scout Moot
1611083
Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Skátamóts ehf. vegna heimsmóts Skáta á Akranesi 25.-29. júlí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir samstarfsamninginn og útgjöld vegna viðburðarins, samtals að fjárhæð kr. 1,5 mkr., verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
8.Spölur - arðgreiðsla 2017
1706050
Tilkynning frá Speli hf. um arðgreiðslu hluthafa.
Tilkynningin lögð fram.
9.Rekstur héraðsskjalasafna
1706033
Menningar- og safnanefnd samþykkti umsögn Héraðsskjalavarðar um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna á fundi sínum þann 13. júní síðastliðinn og lagði til að að ný reglugerð verði unnin í samráði við héraðsskjalaverði og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsögnin lögð fram.
Bæjarráð telur mikilvægt að fylgst verði náið með framvindu málsins og kostnaður sveitarfélagsins greindur nánar verði reglugerðin sett í lok ársins eins og stefnt er að.
Bæjarráð telur mikilvægt að fylgst verði náið með framvindu málsins og kostnaður sveitarfélagsins greindur nánar verði reglugerðin sett í lok ársins eins og stefnt er að.
10.Árbók Akurnesinga
1705174
Erindi mth ehf. um áframhaldandi auglýsingastyrk Akraneskaupstaðar vegna útgáfu Árbókar Akurnesinga.
Bæjarráð samþykkir kaup á auglýsingum í næsta bindi Árbókar Akurnesinga sem gefið verður út síðsumars 2017 og samþykkir að veita til verkefnisins samtals kr. 300.000.
Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
11.OR - lán hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB)
1706057
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á 245. stjórnarfundi sínum þann 15. maí síðastliðinn lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB) að fjárhæð USD 44 milljónum (c.a 4,7 milljarðar, USD/ISK 106,2). Lántakan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og háð samþykki og ábyrgð eigenda OR á 80% af lántökunni.
Fyrirhuguð lántaka háð ábyrgð eigenda á 80% fjárhæðar lánsins. Samkvæmt 3. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur eru fjárhagslegar skuldbindingar sem njóta skulu ábyrgðar eigenda háðar samþykki þeirra og þess farið á leit við eigendur að þeir samþykki að gangast í ábyrgð fyrir framangreindu láni.
Fyrirhuguð lántaka háð ábyrgð eigenda á 80% fjárhæðar lánsins. Samkvæmt 3. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur eru fjárhagslegar skuldbindingar sem njóta skulu ábyrgðar eigenda háðar samþykki þeirra og þess farið á leit við eigendur að þeir samþykki að gangast í ábyrgð fyrir framangreindu láni.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og ábyrgð Akraneskaupstaðar á henni í samræmi við 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur.
Fundi slitið - kl. 09:45.