Fara í efni  

Bæjarráð

3330. fundur 07. desember 2017 kl. 08:15 - 10:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2021)

1708093

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018-2021 lögð fram að nýju en afgreiðslu hennar var frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Gerð verður grein fyrir tillögum um breytingar frá fyrri umræðu.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Andrés Ólafsson verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021 ásamt tillögum og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram 12. desember næstkomandi.

Samþykkt 2:0 (IV situr hjá)

Bæjarstjóri víkur af fundi og er ekki viðstaddur afgreiðslu annarra dagskrárliða fundarins.

2.Fundargerðir 2017 - Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1703096

14. fundargerð starfshóps um samráð og stefnumótun aldraðra frá 22. nóvember 2017.
15. fundargerð starfshóps um samráð og stefnumótun aldraðra frá 4. desember 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.

3.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Starfshópurinn um samráð og stefnumótun aldraðra vísar lokaskýrslu sinni til bæjarráðs. Með lokaskýrslunni telur starfshópurinn sig hafa lokið sínu starfi enda hefur hann unnið þau meginverkefni sem komu fram í erindisbréfi sem bæjarráð setti honum.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og framlag hans til þessa mikilvæga málaflokks.

Afgreiðslu málsins frestað.

4.Skotfélag Akraness - framkvæmdasamningur

1712032

Beiðni Skotfélags Akraness um framkvæmdastyrk til að koma upp hreinlætisaðstöðu.
Afgreiðslu málsins frestað og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

5.Viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni

1712022

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. nóvember 2017 var fjallað um þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins".

Meðfylgjandi er erindi með samþykkt stjórnar sambandsins vegna málsins.

Í bókun stjórnarinnar er fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og þau sveitarfélög sem ekki hafa sett sér slíka stefnu eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg er á heimasíðu þess.
Erindið lagt fram og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

6.Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

1712023

Skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Skýrslan lögð fram.

7.Húsfélagaþjónustan - samningur um þrif 2018

1711157

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 71. fundi sínum þann 5. desember 2017 drög að endurnýjuðu samkomulagi við Húsfélagaþjónustuna efh. um heimilisþrif í tengslum við félagslega heimaþjónustu. Í drögunum er lagt til að greiðslur fyrir hverja unna klukkustund hækki úr kr. 3513 (miðað við launavísitölu í október 2017) og verði kr. 3590.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar samningnum til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

Fundi slitið - kl. 10:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00