Fara í efni  

Bæjarráð

3331. fundur 14. desember 2017 kl. 08:15 - 09:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Starfshópurinn um samráð og stefnumótun aldraðra vísar lokaskýrslu sinni til bæjarráðs. Með lokaskýrslunni telur starfshópurinn sig hafa lokið sínu starfi enda hefur hann unnið þau meginverkefni sem komu fram í erindisbréfi sem bæjarráð setti honum.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi sínum og er því málið lagt fyrir að nýju.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til breytingar á samþykkt fyrir öldungaráð Akraness sem verða lagðar fyrir á næsta fundi ráðsins.

Gert er ráð fyrir að öldungaráðið verði skipað og taki til starfa að loknum bæjarstjórnakosningum 2018. Laun vegna starfa ráðsins á árinu 2018 verður ráðstafað af liðnum 21030.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins m.a. vegna nauðsynlegra breytinga sem gera þarf á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

VÞG víkur af fundi og tekur ekki þátt í afgreiðslum annarra erinda á fundinum.

2.Lækjarflói 9 - umsókn um byggingarlóð

1711143

Umsókn vegna starfsmannabústaða - Flóahverfi
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, m.a. með hliðsjón af þeim fordæmum sem þegar liggja fyrir í tilteknum sveitarfélögum þar sem sams konar fyrirkomulag hefur verið heimilað af skipulagsyfirvöldum.

Vakin er sérstök athygli umsækjanda á að úthlutun lóða af hálfu bæjarráðs getur aðeins átt sér stað samkvæmt gildandi skipulagi sem tekur m.a. til fyrirkomulags vegna greiðslu gatnagerðargjalda. Breyta þarf skipulagi (aðal- og deiliskipulagi) vegna fyrirhugaðra nota félagsins af lóðunum og sú málsmeðferð fer fram í skipulags- og umhverfisráði.

Bæjarráð telur það tímabil sem fram kemur í umsókninni um fyrirhuguð not á lóðinni, þ.e. þrjú til fimm ár vera langt og telur skynsamlegra að veita það til skemmri tíma og e.a. framlengja ef tilefni telst til.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar með framangreindum skilyrðum og vísar málinu til frekari málsmeðferðar í skipulags- og umhverfisráði.

3.Lækjarflói 7 - umsókn um byggingarlóð

1711144

Umsókn Munck um byggingarlóð við Lækjarflóa 7. Umsóknargjald
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, m.a. með hliðsjón af þeim fordæmum sem þegar liggja fyrir í tilteknum sveitarfélögum þar sem sams konar fyrirkomulag hefur verið heimilað af skipulagsyfirvöldum.

Vakin er sérstök athygli umsækjanda að úthlutun lóða af hálfu bæjarráðs getur aðeins átt sér stað samkvæmt gildandi skipulagi sem tekur m.a. fyrirkomulags vegna greiðslu gatnagerðargjalda. Breyta þarf skipulagi (aðal- og deiliskipulagi) vegna fyrirhugaðra nota félagsins af lóðunum og sú málsmeðferð fer fram í skipulags- og umhverfisráði.

Bæjarráð telur það tímabil sem fram kemur í umsókninni um fyrirhuguð not á lóðinni, þ.e. þrjú til fimm ár vera langt og telur skynsamlegra að veita það til skemmri tíma og e.a. framlengja ef tilefni telst til.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar með framangreindum skilyrðum og vísar málinu til frekari málmeðferðar í skipulags- og umhverfisráði.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi

1712047

Erindi/hvatning Lögreglustjórans á Vesturlandi um sameiningu almannavarnanefnda á Vesturlandi.
Bæjarráð áréttar fyrri afstöðu sína frá 12. nóvember 2015 varðandi fyrirkomulag almannavarnanefnda á Vesturlandi að á svæðinu sé ein almannavarnarnefnd.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

5.Þorrablót Skagamanna 2018 - íþróttahús og.fl.

1712076

Erindi Club 71 um Þorrablót Skagamanna 2018.
SFÞ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í vali á Skagamanni ársins og að leggja Club 71 endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu laugardaginn 20. janúar næstkomandi vegna Þorrrablóts Skagamanna.

SFÞ tekur sæti á fundinum á ný.

6.Sementsskorsteinn - málefni

1705204

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa Akraness um hvort fella skuli strompinn eða ekki.
Bæjarráð óskar eftir uppfærðum kostnaðartölum vegna viðhaldsþarfar á mannvirkinu og frestar afgreiðslu málsins.

7.Langtímaveikindi starfsmanna 2017 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1704138

Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins september til og með desember.

Jafnframt þarf að taka endaleg ákvörðun um úthlutun vegna ársins þar sem einungis er búið að úthluta þriðjung umsókna af árinu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr veikindapotti vegna kostnaðar stofnana við afleysingar sem er tilkominn vegna veikindaforfalla starfsmanna.

Ráðstöfun fjármuna vegna þessa verður afgreitt með gerð viðauka en umsóknir eru um 13 mkr. umfram áætlaða fjárhæð í fjárhagsáætlun 2017.

Heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna veikindaforfalla starfsmanna er samtals um 44,2 mkr.


Fundi slitið - kl. 09:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00