Bæjarráð
Dagskrá
1.Baugalundur 7 - umsókn um byggingarlóð
1801312
Umsókn Grenja ehf. um byggingarlóð við Baugalund 7. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.
2.Samningar um samstarf sveitarfélaga
1801310
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um endurskoðun samninga um samstarf sveitarfélaga sem í gildi eru hér á landi.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
3.Aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
1802165
Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og bókun stjórnar sambandsins.
Bæjarráð tekur undir efni viljayfirlýsingar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á vettvangi Akraneskaupstaðar stendur yfir vinna varðandi innleiðingu ferla er lúta að einelti og kynferðislegri áreitni.
4.Vegir á Vesturlandi - ástand / tvöföldun vegar á Kjalarnesi
1801082
Svarbréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna ályktunar bæjarstjórnar Akraness um vegi á Vesturlandi.
Lagt fram.
5.OR - fyrirkomulag á innri endurskoðun
1711184
Erindi frá stjórn OR varðandi fyrirkomulag innri endurskoðunar OR.
Bæjarráð telur það fyrirkomulag ákjósanlegt að hafa sameiginlega endurskoðunarnefnd fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sf. og Reykjavíkurborg eins og starfrækt hefur verið undanfarin ár. Bæjarráð telur mikilvægt að stjórn OR ráði innri endurskoðanda til félagsins sem stýri eftirlitskerfi félagsins og geti veitt óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf til eigenda og stjórnenda.
6.Hreggi AK-85 - forkaupsréttur
1801282
Erindi skipasölunnar Bátar og búnaður þar sem ókað er eftir svari við hvort sveitarfélagið nýti forkaupsrétt í bátinn Hreggi AK-85 þar sem tilboð hefur borist í bátinn.
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.
7.Dalbraut 6 - þrif á æfingaaðstöðu FIMA
1801209
Erindi frá Fimleikafélagi Akraness varðandi þrif á Dalbraut 6. Skóla- og frístundaráð leggur til að bæjarráð að Akraneskaupstaður greiði FIMA styrk til þrifa meðan starfsemi þeirra er að Dalbraut 6.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
8.Tillaga að breytingum varðandi reglur um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar
1801252
Skóla- og frístundaráð samþykkti tillögu að breytingum á reglum um tómstundaframlag. Breytingarnar fela í sér samræmingu á nýju verklagi sbr. tengingu við íbúagáttina og Hvata sem heldur utan um greiðslur á tómstundaframlagi.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um breytingar á reglum um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar. Breytingarnar felast í breyttu verklagi vegna rafrænnar tengingar við íbúagátt Akraneskaupstaðar.
9.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018
1710094
Skóla- og frístundaráð samþykkti tillögu að sameiginlegri gjaldskrá fyrir allt dagstarf í Þorpinu. Ekki er um kostnaðaraukningu að ræða heldur einföldun á gjaldskrá með því að setja allt dagstarf í Þorpinu í eina gjaldskrá í stað tveggja.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um breytta gjaldskrá fyrir allt dagstarf í Þorpinu.
10.Útdráttur lóða í Skógarhverfi 1 og 2
1802176
Útdráttur lóða í Skógarhverfi 1 og 2
Bæjarráð fagnar þeim mikla áhuga sem er á frekari uppbyggingu á Akranesi.
Bæjarráð hyggst úthluta lóðunum með útdrætti á sérstökum aukafundi ráðsins þann 8. mars næstkomandi kl. 16:00.
Verði breyting á til seinkunar verður það tilkynnt sérstaklega með auglýsingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð hyggst úthluta lóðunum með útdrætti á sérstökum aukafundi ráðsins þann 8. mars næstkomandi kl. 16:00.
Verði breyting á til seinkunar verður það tilkynnt sérstaklega með auglýsingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018
1801190
42. mál til umsagnar - frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn).
34. mál til umsagnar - frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis).
9. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun.)
34. mál til umsagnar - frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis).
9. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun.)
Lagt fram.
12.Baugalundur 4 - umsókn um byggingarlóð
1801313
Umsókn Skagans ehf. um byggingarlóð við Baugalund 4. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.
13.Baugalundur 1 umsókn um byggingarlóð
1802048
Umsókn Seating consept á Íslandi ehf. um byggingarlóð við Baugalund 1. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.
14.Þriggja fasa rafmagn - starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli
1802151
Beiðni frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um greiningu á þörf íbúa og fyrirtækja fyrir þrífasa rafmagni sé það ekki fyrir hendi á umráðasvæði viðkomandi sveitarfélags.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
15.Húsmæðraorlof 2018 - Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðars.
1802146
Erindi Orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um framlag til orlofs fyrir árið 2018.
Bæjarráð þakkar erindið.
Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins og verður framlagið greitt til orlofsnefndar í samræmi við 5. gr. laga um húsmæðraorlof nr. 53/1972.
Bæjarráð beinir þeim tilmælum enn á ný til þingmanna kjördæmisins að þeir beiti sér fyrir afnámi laganna enda ljóst að þau endurspegla ekki nútímaviðhorf og grundvallareglur um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla sbr. lög nr. 10/2008.
Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins og verður framlagið greitt til orlofsnefndar í samræmi við 5. gr. laga um húsmæðraorlof nr. 53/1972.
Bæjarráð beinir þeim tilmælum enn á ný til þingmanna kjördæmisins að þeir beiti sér fyrir afnámi laganna enda ljóst að þau endurspegla ekki nútímaviðhorf og grundvallareglur um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla sbr. lög nr. 10/2008.
16.Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga - endurgreiðsluhlutfall B- deildar Akraneskaupstaðar 2018
1802131
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Brúar lífeyrissjóðs sbr. útreikninga tryggingastærðfræðings sjóðsins, um 62% endurgreiðsluhlutfall Akraneskaupstaðar á greiddum lífeyri í réttindasafni lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018.
Endurgreiðsluhlutfallið vegna ársins 2018 er 6% hærra en vegna fyrra árs. Áætlað er að heildarútgjöld vegna endurgreiðslu á greiddum lífeyri verði samtals um 100 mkr. sem er 10 mkr. hærri fjárhæð en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.
Útgjöldunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til staðfestingar og til gerðar viðauka.
Endurgreiðsluhlutfallið vegna ársins 2018 er 6% hærra en vegna fyrra árs. Áætlað er að heildarútgjöld vegna endurgreiðslu á greiddum lífeyri verði samtals um 100 mkr. sem er 10 mkr. hærri fjárhæð en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.
Útgjöldunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til staðfestingar og til gerðar viðauka.
17.Brú Lífeyrissjóður - breyting á A deild
1703139
Upplýsingar í tengslum við breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.
Bæjarráð þakkar Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir mjög greinargott og ítarlegt yfirlit um þróun lífeyriskerfis opinberra starfsmanna.
18.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála 2018
1711170
Hjálagðar eru tillögur menningar- og safnanefndar og skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja vegna umsókna á svið menningar og íþróttamála. Umsóknir ótengdar áðurnefndum sviðum er á ábyrgð bæjarráð að úthluta.
Samhliða er lagt fram minnisblað verkefnastjóra um vinnslu umsókna og tillögur um breytingar á styrktarúthlutum.
Samhliða er lagt fram minnisblað verkefnastjóra um vinnslu umsókna og tillögur um breytingar á styrktarúthlutum.
Bæjarráð þakkar fulltrúum skóla- og frístundasviðs og menningar- og safnanefndar sem og verkefnastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs fyrir þeirra vinnu og tillögur.
Bæjarráð fagnar auknum fjölda umsókna sem sýnir mikla grósku í grasrótarstarfi á sviði menningar-, íþrótta- og atvinnumála á Akranesi og þakkar umsækjendum fyrir vandaðar og greinargóðar umsóknir.
Bæjarráð telur rétt að huga að breytingum í þá veru sem gerð er tillaga í meðfylgjandi minnisblaði og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Gert er ráð fyrir að nýjar og breyttar reglur taki gildi fyrir úthlutun vegna ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um úthlutun að uppfylltum þeim skilyrðum að styrkþegar sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga hafi til staðar siðareglur,viðbragðsáætlanir og fræðslu um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.
Bæjarráð frestar afgreiðslu styrkveitinga til umsókna sem teljast til atvinnumála og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu þeirra.
Bæjarráð fagnar auknum fjölda umsókna sem sýnir mikla grósku í grasrótarstarfi á sviði menningar-, íþrótta- og atvinnumála á Akranesi og þakkar umsækjendum fyrir vandaðar og greinargóðar umsóknir.
Bæjarráð telur rétt að huga að breytingum í þá veru sem gerð er tillaga í meðfylgjandi minnisblaði og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. Gert er ráð fyrir að nýjar og breyttar reglur taki gildi fyrir úthlutun vegna ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um úthlutun að uppfylltum þeim skilyrðum að styrkþegar sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga hafi til staðar siðareglur,viðbragðsáætlanir og fræðslu um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.
Bæjarráð frestar afgreiðslu styrkveitinga til umsókna sem teljast til atvinnumála og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu þeirra.
19.Sansa streetfood
1802164
Þórður Gylfason og Auður Líndal taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna hugmynd um fyrirhugaða uppbyggingu fyrirtækisins Sansa streetfood.
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir taka einnig sæti á fundinum undir þessum lið.
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir taka einnig sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þórði og Auði fyrir afar áhugaverða kynningu og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
20.Umsögn um lagafrumvarp um ýmis ákvæði sem tengjast fiskeldi
1802123
Drög að frumvarpi um breytingar á ákvæðum um fiskeldi.
Lagt fram.
Fundi slitið.