Fara í efni  

Bæjarráð

3347. fundur 28. júní 2018 kl. 08:15 - 10:56 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Keiluhöll á Akranesi

1806178

Kynning á Keiluhöll á Akranesi.
Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið og tekur Ólafur Adolfsson varamaður hennar sæti á fundinum.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að vinna það áfram.

2.Starf verkefnastjóra

1806201

Tillaga um ráðningu verkefnastjóra á bæjarskrifstofunni sem myndi m.a. sinna atvinnumálum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

3.Starf verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði

1806202

Tillaga sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um ráðningu verkefnastjóra á sviðið.
Bæjarráð veitir heimild fyrir ráðningu verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði.

Ekki þarf að gera ráð fyrir auknum fjárútlátum á árinu 2018 þar sem sveigjanleiki er til staðar á sviðinu en fyrir árið 2019 þyrfti að gera ráð fyrir auknum launakostnaði sem gæti numið allt að 3,0 mkr. og skal vísa því til fjárhagsáætlunargerðar 2019 til og með 2022.

4.Fjárhagsáætlun 2019 tímabilið 2020-2022

1806199

Grunnforsendur fjárhagsáætlunar 2019 ásamt tíma- og verkáætlun við gerð áætlunnar.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þorgeiri fyrir yfirferðina og samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 ásamt tíma- og verkáætlun.

5.Búnaðar- og áhaldakaup 2018 - tækjakaupasjóður

1801138

Umsókn forstöðumanns íþróttamannavirkja í tækjakaupasjóð.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsókn forstöðumanns íþróttamannvirkja að hluta til um kaup á iðnaðarþvottavél samtals kr. 640.000 og að fullu um kaup á gólfþvottavél samtals kr. 744.000. Fjármunum skal ráðstafað af liðnum 20830-4660 viðhald áhalda.

6.Reglur um styrki til atvinnuverkefna

1806162

Tillaga um reglur um styrki til atvinnutengdra verkefna.
Bæjarráð samþykkir hjálagða tillögu um reglur til styrkveitingar á atvinnutengdum verkefnum.

7.Gjaldskrá Írskra daga á tjaldsvæðinu í Kalmansvík

1806200

Tillaga um breytingar á gjaldskrá á tjaldsvæðinu í Kalmansvík yfir Írska daga.
Bæjarráð samþykkir að lækka einingarverð fyrir tjald, fellihýsi, húsbíl, tjaldvagn og hjólhýsi úr kr. 2.500 í kr. 1.800. Einingarverðið skal áfram innihalda gistinóttagjaldið sem er fyrir eina nótt kr. 333. Bæjarráð samþykkir jafnframt að kostnaðarþættir eins og rafmagn, þvottavél og þurrkari skulu ekki tilheyra einingarverði og skal sá kostnaður greiðast samkvæmt gildandi gjaldskrá. Gjaldskrá Írskra daga gildir frá föstudegi til sunnudags. Ákvörðun um framangreinda breytingu er gerð í samvinnu við rekstraraðila.

8.Írskir dagar 2018 - stöðugjald vegna söluvagna

1804211

Reglur um stöðuleyfi vegna Írskra daga 2018.
Bæjarráð samþykkir óbreytt stöðuleyfi vegna Írskra daga árið 2018.

9.Breyting á reglugerð um sæbjúgnaveiði

1806228

Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um breytingu á reglugerð um sæbjúgnaveiði ásamt athugasemdum Eymars Einarssonar hjá Ebbi-útgerð ehf. um breytingar á reglugerðinni.

Í athugasemdum Eymars kemur fram að breytingarnar fela það meðal annars í sér að fyrirtækið sér ekki fram á að geta staðið lengur að heilsársvinnu við sæbjúgur, enda er ætlun ráðuneytis að tilraunaveiðileyfi þurfi til að veiða sæbjúgu utan hólfa, án þess að kvóti sé aukinn. Í erindi Ebbi-útgerð ehf kemur fram að með breytingunum sé líklegt að fleiri aðilar munu koma inn á sama markað og að fyrirséð sé að rekstrargrundvelli þeirra sé verulega ógnað. Þetta þýðir að um mörg störf á Akranesi geta verið í hættu. Ebbi-útgerð óskar eftir stuðningi bæjarráðs í málinu í því formi að bæjarráð sendi ráðuneytinu umsögn fyrir 29. júní nk. þar sem fyrirhugaðri breytingu á reglugerð um veiðar á sæbjúgum verði mótmælt.
Bæjarráð Akraneskaupstaðar gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum og telur að þær geti haft veruleg áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja sem starfa við veiðar og vinnslu. Fyrirtækið hefur unnið mikið frumkvöðlastarf sem hefur stuðlað að aukinni atvinnuuppbyggingu og skapað störf sem að öðrum kosti hefðu ekki orðið til. Í ljósi þeirrar staðreyndar að tugir starfa hafa tapast í sveitarfélaginu í fiskveiðum og fiskvinnslu á umliðnum árum telur bæjarráð eðlilegast að halda sig við núverandi fyrirkomulag um sinn, læra af því og betrumbæta með samvinnu við þau fyrirtæki sem starfa við þessar veiðar og vinnslu.

Fundi slitið - kl. 10:56.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00