Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd
1801014
58. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. júní 2018.
59. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 25. júní 2018.
59. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 25. júní 2018.
Fundargerðirnar lagðar fram.
2.Frístundamiðstöð / golfskáli við Garðavöll
1609101
Rekstrarmál Golfklúbbsins Leynis.
Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis, Þórður Emil Ólafsson, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri, Valgerður Janusdóttir og Jóhann Þórðarson endurskoðandi sitja fundinn undir þessum lið.
Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis, Þórður Emil Ólafsson, Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri, Valgerður Janusdóttir og Jóhann Þórðarson endurskoðandi sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Guðmundi Sigvaldasyni framkvæmdastjóra fyrir greinargóða kynningu á stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og er fyrirhugað að taka málið að nýju inn á næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og er fyrirhugað að taka málið að nýju inn á næsta fund bæjarráðs.
3.Skipulag - Sementsreitur
1801060
Uppbygging Sementsreits.
Siguður Páll Harðason sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Siguður Páll Harðason sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Málið tekið til umræðu og bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og leggja fyrir næsta fund.
Afgreiðslu málsins frestað.
Afgreiðslu málsins frestað.
4.Viðgerð slökkviliðsbíls - endurnýjun á dælu
1808270
Erindi slökkviliðsstjóra um viðgerð slökkviliðsbíls.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til rekstrar Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar að fjárhæð 17,0 mkr vegna nauðsynlegra endurbóta á slökkvibifreið. Kostnaðaraukanum verður mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs ársins 2018. Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
5.Fagrilundur 5 - umsókn um byggingarlóð
1808151
Umsókn Hannesar Ágústs Ingólfssonar og Erlu Björk Eiríksdóttur um byggingarlóð við Fagralund 5. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn telst tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Fagrilundur 5 til umsækjanda.
6.Starf verkefnastjóra
1806201
Tillaga bæjarstjóra um nýtt starf verkefnastjóra hjá Akraneskaupstað sem er sérhæfður í atvinnumálum.
Bæjarráð veitir heimild fyrir tímabundinni ráðningu verkefnastjóra í 100% starf á bæjarskrifstofunni vegna atvinnumála. Heimildin tekur til tveggja ára ráðningartímabils en að þeim tíma loknum skal metið hvort rétt sé að að festa í sessi slíka stöðu.
Samþykkt 3:0.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í málefnasamningi nýs meirihluta kemur fram að ráða eigi verkefnastjóra atvinnumála og skipa atvinnumálanefnd hjá Akraneskaupstað og er það veruleg breyting frá stefnu síðustu bæjarstjórnar sem lagði mikla áherslu á aukið samstarf við atvinnuráðgjöf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi m.a. með því að opna skrifstofu og auka viðveru atvinnuráðgjafa SSV á Akranesi. Það er samdóma álit samtakanna og Akraneskaupstaðar að góð reynsla er af þessum breytingum og telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skynsamlegra að halda áfram á sömu braut og efla samstarfið við SSV í atvinnumálum fremur en að ráða til þess sérstakan verkefnastjóra með tilheyrandi kostnaðarauka.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi leggur því mikla áherslu á að starf verkefnastjóra atvinnumála hjá Akraneskaupstað sé einungis tímabundin ráðstöfun til að mæta öllum þeim fyrirspurnum ogtækifærum sem berast kaupstaðnum og samþykkir því ráðningu verkefnastjóra til tveggja ára. Lögð er áhersla á að verkefnastjóri vinni náið með bæjarstjóra og atvinnuráðgjöf SSV og að bæjarráð haldi utanum atvinnumál eins og verið hefur en ekki verði til sérstök atvinnumálanefnd sem hefur í för með sér frekari útgjaldaaukningu.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bæjarráð samþykkir kostnaðarauka vegna ráðningarinnar, samtals að fjárhæð kr. 4.785.000 sem mætt verður með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs. Kostnaðar vegna ársins 2019 er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar vegna tímabilsins 2019 til og með 2022.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt 3:0.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í málefnasamningi nýs meirihluta kemur fram að ráða eigi verkefnastjóra atvinnumála og skipa atvinnumálanefnd hjá Akraneskaupstað og er það veruleg breyting frá stefnu síðustu bæjarstjórnar sem lagði mikla áherslu á aukið samstarf við atvinnuráðgjöf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi m.a. með því að opna skrifstofu og auka viðveru atvinnuráðgjafa SSV á Akranesi. Það er samdóma álit samtakanna og Akraneskaupstaðar að góð reynsla er af þessum breytingum og telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skynsamlegra að halda áfram á sömu braut og efla samstarfið við SSV í atvinnumálum fremur en að ráða til þess sérstakan verkefnastjóra með tilheyrandi kostnaðarauka.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi leggur því mikla áherslu á að starf verkefnastjóra atvinnumála hjá Akraneskaupstað sé einungis tímabundin ráðstöfun til að mæta öllum þeim fyrirspurnum ogtækifærum sem berast kaupstaðnum og samþykkir því ráðningu verkefnastjóra til tveggja ára. Lögð er áhersla á að verkefnastjóri vinni náið með bæjarstjóra og atvinnuráðgjöf SSV og að bæjarráð haldi utanum atvinnumál eins og verið hefur en ekki verði til sérstök atvinnumálanefnd sem hefur í för með sér frekari útgjaldaaukningu.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bæjarráð samþykkir kostnaðarauka vegna ráðningarinnar, samtals að fjárhæð kr. 4.785.000 sem mætt verður með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs. Kostnaðar vegna ársins 2019 er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar vegna tímabilsins 2019 til og með 2022.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
7.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt
1805127
Endurskoðuð bæjarmálasamþykkt lögð fram til samþykktar í bæjarráði.
Lagt fram. Afgreiðslu málsins frestað.
8.Reiknilíkan leikskólanna 2018- endurskoðun
1808127
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 21. ágúst 2018 að leggja til við bæjarráð að leikskólarnir fái bætingu inn á fjárhagsáætlun sem nemur skertri upphæð til afleysinga samkvæmt reiknilíkani fyrir leikskóla.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til leikskólanna á Akranesi vegna ársins 2018, samtals að fjárhæð 4,3 mkr. en nánari greining kostnaðarstaða liggur fyrir í meðfylgjandi greinargerð. Kostnaðaraukanum verður með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs ársins 2018. Gert verði ráð fyrir fullri veikindaafleysingu samkvæmt reiknilíkani við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2019 og tímabilsins til 2022 en kostnaður á ársgrundvelli er áætlaður um 11,0 mkr.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
9.Dagforeldrar - Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar hjá dagforeldrum
1808059
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 21. ágúst síðastliðinn að beina því til bæjarráðs að breyting verði gerð á reglum um niðurgreiðslu vegna dvalar fjölbura hjá dagforeldrum eftir því sem hér segir:
Grein 5. hljóði:
Þeir foreldrar sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu og getur greiðslan hæst orðið kr. 55.000 á mánuði fyrir 8 klst. daglega vistun. Foreldrar fjölbura sem kaupa vistun hjá dagforeldum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu kr. 63.000 fyrir eitt barn, vegna næsta barns tekur niðurgreiðslan mið af dvalar- og matargjaldi barns á leikskóla með systkinaafslætti fyrir 8 tíma vistun. Starfsárið 2018 - 2019 er niðurgreiðslur fyrir annað fjölburabarn kr.100.000 og hlutfallslega sama á við þriðja fjölburabarnið. Við niðurgreiðslu til dagforeldra er tekið hlutfallslegt mið af dvalarstundum barnsins.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Grein 5. hljóði:
Þeir foreldrar sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu og getur greiðslan hæst orðið kr. 55.000 á mánuði fyrir 8 klst. daglega vistun. Foreldrar fjölbura sem kaupa vistun hjá dagforeldum í 4 - 8 klukkustundir á dag fá niðurgreiðslu kr. 63.000 fyrir eitt barn, vegna næsta barns tekur niðurgreiðslan mið af dvalar- og matargjaldi barns á leikskóla með systkinaafslætti fyrir 8 tíma vistun. Starfsárið 2018 - 2019 er niðurgreiðslur fyrir annað fjölburabarn kr.100.000 og hlutfallslega sama á við þriðja fjölburabarnið. Við niðurgreiðslu til dagforeldra er tekið hlutfallslegt mið af dvalarstundum barnsins.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um breytingu á reglum um niðurgreiðslu vegna barna hjá dagforeldrum sem felur í sér aukinn afslátt til foreldra fjölburabarna. Gert er ráð fyrir að kostnaðarauki vegna ársins 2018 nemi um kr. 841.000 sem verði mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs ársins.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til gerðar viðauka og endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
10.Frístund- vegna mannauðsdags Akraneskaupstaðar
1808114
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2018 að beiðni deildarstjóra frístundaheimila um þrjá skipulagsdaga annað hvert ár og vísar erindinu til bæjarráðs.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að mannauðsdagur Akraneskaupstaðar, sem er hálfur dagur annað hvert ár, verði viðbót við skipulagsdaga frístundaheimila Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð tekur undir bókun skóla- og frístundaráðs um að tekið verði saman yfirlit yfir hvernig opnunartími frístundaheimila er í öðrum sveitarfélögum og kynnt á bæjarráði þegar gögnin liggja fyrir.
Bæjarráð tekur undir bókun skóla- og frístundaráðs um að tekið verði saman yfirlit yfir hvernig opnunartími frístundaheimila er í öðrum sveitarfélögum og kynnt á bæjarráði þegar gögnin liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 13:00.