Fara í efni  

Bæjarráð

3357. fundur 01. nóvember 2018 kl. 17:00 - 19:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2023

1810140

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2023.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.

2.Fasteignaskattur á Akranesi

1810051

Fasteignaskattur á Akranesi.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi, sitja fundinn undir þessum lið.
Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 8. nóvember nk.

3.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi, sitja fundinn undir þessum lið.
Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 8. nóvember nk.

4.Höfði - fjárhagsáætlun 2019-2022

1810287

Höfði - fjárhagsáætlun 2019-2022
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2019 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2020 til og með 2022.

5.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt

1805127

Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar. Breytingartillögur milli umræðna í bæjarstjórn.
Lagt fram til umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem verður fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi.

6.Breytingar á starfsmannahaldi á söfnum

1810155

Erindi frá menningar- og safnanefnd varðandi breytingar á starfsmannahaldi á Héraðsskjalasafni og Byggðasafninu í Görðum tekið fyrir.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem verður fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 19:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00