Fara í efni  

Bæjarráð

3359. fundur 19. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

212. mál til umsagnar - frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs)

222. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum v/ afnáms um uppreist æru

20. mál til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis - tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða
Lagt fram.

2.Málefni KFÍA

1811129

Málefni Knattspyrnufélags ÍA.

Sigurður Þór Sigursteinsson framkvæmdastjóri KFÍA og Magnús Guðmundsson formaður KFÍA taka sæti á fundinum undir þessum lið. Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr einnig fundinn.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra fulltrúum KFÍA fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar.

Bæjarráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og Valgerði Janusdóttur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fulltrúa KFÍA og Ágústu Rósu Andrésdóttur forstöðumann íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar.

3.Höfði - fjárhagsáætlun 2019-2022

1810287

Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis 2019-2022.

Kjartan kjartansson forstöðumaður Höfða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra Höfða fyrir komuna og þær upplýsingar sem veittar voru vegna fjárhagsáætlunarinnar.

4.Breytingar á starfsmannahaldi á söfnum

1810155

Bæjarráð frestaði á fundi sínum þann 1. nóvember sl. erindi menningar- og safnanefndar varðandi breytingar á starfsmannahaldi á Héraðsskjalasafni og Byggðasafninu í Görðum. Erindið er því lagt fyrir að nýju.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ellu Maríu Gunnarsdóttur fyrir komuna.
Málið er hluti af fjárhagsáætlun 2019 og er til frekari úrvinnslu á milli umræðna.

5.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2020-2022

1806199

Áframhaldandi vinna fjárhagsáætlunargerðar milli umræðna.
Málinu verður framhaldið á næsta reglulega fundi bæjarráðs þann 29. nóvember næstkomandi.
RÓ óskar eftir að könnuð verði fjárhagsleg áhrif vegna lækkunar lóðarleigu til samræmis við ákvörðun um fasteignaskatta og þau lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.

6.Asparskógar 6 - umsókn um byggingarlóð

1811091

Umsókn Eyþórs Ármanns Eiríkssonar og Kjarnibygg ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 6. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni að Asparskógum 6 til umsækjanda.

7.Beykiskógar 19 - umsókn um byggingarlóð

1811090

Umsókn Eyþórs Ármanns Eiríkssonar og Kjarnibygg ehf. um byggingarlóð við Beykiskóga 19. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni að Beykiskógum 19 til umsækjanda.

8.Orka náttúrunnar - þjónustusamningur um götulýsingu

1811127

Endurskoðun á þjónustusamningi um götulýsingu við ON.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

9.Stígamót - styrkbeiðni 2018

1811084

Erindi Stígamóta um fjárstuðning fyrir árið 2018.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Stígamóta að fjárhæð kr. 280.000 vegna ársins 2018 en gert var ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

10.Frostbiter hryllingsmyndahátíð í Keilusalnum - tækifærisleyfi

1811096

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga og lengri opnunar í Keilusalnum á Akranesi af tilefni Frostbiter Hryllingsmyndahátíðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins að uppfylltum skilyrðum sem slökkviliðssjóri setur en gert er ráð fyrir að viðburðurinn standi til miðnættis laugardaginn 24. nóvember næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00