Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2019 - menningar- og safnanefnd
1901009
65. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 7. janúar 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
2.Bjarg íbúðafélag hses samkomulag um samstarf vegna útleigu
1809207
Uppbygging Bjargs íbúðafélags á leiguíbúðum á Akranesi.
Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Vilhjálmur Birgisson annar varaforseti ASÍ og formaður VLFA taka sæti á fundinum undir þessum lið kl. 08:15
Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs og Vilhjálmur Birgisson annar varaforseti ASÍ og formaður VLFA taka sæti á fundinum undir þessum lið kl. 08:15
Bæjarráð þakkar þeim Birni og Vilhjálmi fyrir komuna á fundinn og fyrir greinagóðar upplýsingar um stöðu framkvæmda á byggingu íbúða á Asparskógum á Akranesi.
3.Frístundamiðstöð / golfskáli við Garðavöll
1805067
Kynning á stöðu framkvæmda og um verðkönnun vegna veitingareksturs í nýju frístundahúsi á golfvellinum.
Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis tekur sæti á fundinum undir þessum lið kl. 09:00.
Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis tekur sæti á fundinum undir þessum lið kl. 09:00.
Bæjarráð þakkar Guðmundi fyrir komuna á fundinn og fyrir greinargóða kynningu á stöðu mála varðandi frístundamiðstöðina.
4.Kauptilboð / húsnæði vegna Guðlaugar
1901098
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. desember síðastliðinn tillögu um kaup á færanlegu mannvirki vegna starfsmannaaðstöðu og salernum við Guðlaugu og fól bæjarstjóra úrvinnslu málsins.
Kaupsamningur þess efnis er lagður fram til samþykktar í bæjarráði en um er að ræða færanlegt húsnæði í eigu Golfklúbbsins Leynis að fjárhæð kr. 6.000.000, þar af húsnæði kr. 5.750.000 og flutningur þess kr. 250.000.
Kaupsamningur þess efnis er lagður fram til samþykktar í bæjarráði en um er að ræða færanlegt húsnæði í eigu Golfklúbbsins Leynis að fjárhæð kr. 6.000.000, þar af húsnæði kr. 5.750.000 og flutningur þess kr. 250.000.
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn að fjárhæð kr. 5.750.000 ásamt kostnaði vegna flutnings og skal kostnaði ráðstafað af fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2019 með tilfærslu á milli fjárfestingarliða, sbr. bókun bæjarráðs frá 13. desember síðastliðnum.
Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
5.Sérkennsla á vorönn - umsókn um aukinn tíma
1812049
Afgreiðsla skóla- og frístundaráðs frá fundi ráðsins þann 18. desember sl. um umsókn Garðasels varðandi umsókn um sérkennslu á vorönn. Ráðið beinir til bæjarráðs að afgreiðslan leiði ekki til hækkunar á nýsamþykktri fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir erindið.
6.Teigasel - viðbótar stuðningstímar veturinn 2018-2019
1809049
Afgreiðsla skóla- og frístundaráðs frá fundi ráðsins þann 18. desember sl. um umsókn Teigasels varðandi umsókn um sérkennslu á vorönn. Ráðið beinir til bæjarráðs að afgreiðslan leiði ekki til hækkunar á nýsamþykktri fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir erindið.
7.Afskriftir 2018
1804090
Afskriftarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi.
Bæjarráð samþykkir afskriftabeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi að fjárhæð kr. 4.128.313 vegna ársins 2018.
8.Starfsemi Sýslumannsins á Vesturlandi á Akranesi
1901155
Starfsemi Sýslumannsins á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi til dómsmálaráðherra varðandi eflingu á starfsemi Sýslumannsins á Akranesi.
9.Velferðarstefna Vesturlands
1901121
Umsagnarbeiðni um nýja velferðarstefnu Vesturlands.
Bæjarráð færir starfshópi um gerð velferðarstefnu Vesturlands þakkir fyrir góða og mikilvæga vinnu við gerð stefnunnar. Bæjarráð leggur til að sameiginlegur kynningarfundur verði haldinn fyrir hagsmunaaðila á Akranesi innan tveggja vikna og í kjölfarið lögð fram drög að umsögn sem lögð skal fram í bæjarstjórn Akraness 12. febrúar næstkomandi.
10.Þorrablót Skagamanna 2019 - tækifærisleyfi, íþróttahús o.fl.
1901028
Árgangur 71 sem stendur fyrir Þorrablóti Akurnesinga, þakkar Akraneskaupstað fyrir myndarlega aðkomu síðustu ár og óskar eftir að Akraneskaupstaður taki áfram þátt með vali á Skagamanni ársins sem og að leggja blótinu til endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu. Hjálagt er erindi árgangs 71 ásamt erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um tækifærileyfi vegna blótsins.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í vali á Skagamanni ársins og að leggja Club 71 endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu laugardaginn 26. janúar næstkomandi vegna Þorrablóts Skagamanna. Bæjarráð gerir jafnframt ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
SFÞ tekur sæti á fundinum á ný.
SFÞ tekur sæti á fundinum á ný.
11.Höfðavinir - beiðni um stuðning
1901120
Beiðni um stuðning frá Höfðavinum, aðstandendafélags íbúa á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og leggur til stuðnings samtals kr. 150.000 til Höfðavina.
12.Málþing um afleiðingar kvótakerfis í sjávarútvegi fyrir Akranes
1901031
Erindi Stefáns Skafta Steinólfssonar um málþing um afleiðingar kvótakerfis í sjávarútvegi fyrir Akranes.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra afgreiðslu þess.
13.Íþróttamaður Akraness 2018
1901147
Kjör íþróttamanns Akraness var tilkynnt við hátíðlega athöfn þann 6. janúar síðastliðinn í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka.
Bæjarráð óskar Valdísi Þóru Jónsdóttur kylfingi frá Golfklúbbnum Leyni innilega til hamingju með titilinn íþróttamaður ársins 2018.
Sömuleiðis sendir bæjarráð hamingjuóskir til Jakobs Svavars Sigurðarsonar hestaíþróttamanns sem varð annar í kjörinu og Stefáns Gísla Örlygssonar skotíþróttamanns sem varð þriðji í kjörinu og til allra þeirra sem tilnefndir voru.
Sömuleiðis sendir bæjarráð hamingjuóskir til Jakobs Svavars Sigurðarsonar hestaíþróttamanns sem varð annar í kjörinu og Stefáns Gísla Örlygssonar skotíþróttamanns sem varð þriðji í kjörinu og til allra þeirra sem tilnefndir voru.
14.Team Rynkeby Ísland 2019
1901128
Styrkbeiðni frá Team Rynkeby Ísland.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og óskar hjólreiðamönnum góðs gengis í ár en því miður getur bæjarráð ekki orðið við erindinu að svo stöddu.
Fundi slitið - kl. 11:45.