Bæjarráð
Dagskrá
1.Kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness
2001139
Kjarasamningur Verkalýðsfélags Akranes og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020
1912034
Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020.
Lögð fram drög.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
3.Seljuskógar 11 - umsókn um byggingarlóð
1912327
Lóðarumsókn um einbýlishúsalóðina Seljuskógar 11. Umsækjandi hefur greitt umsóknargjald og er umsóknin tæk til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð áréttar að greiða þarf staðfestingargjald vegna umsóknarinnar (50% áætlun gatnagerðargjaldsins) innan eins mánaðar frá úthlutn en að öðrum kosti fellur úthlutunun úr gildi án viðvörunar og lóðin fer aftur inn á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð áréttar að greiða þarf staðfestingargjald vegna umsóknarinnar (50% áætlun gatnagerðargjaldsins) innan eins mánaðar frá úthlutn en að öðrum kosti fellur úthlutunun úr gildi án viðvörunar og lóðin fer aftur inn á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.
4.Úthlutun lóða við Akralund
1912305
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hefja ferli við að úthluta par- og raðhúsalóðum við Akralund 8-14, 16-18 og 20-26.
Bent skal á að Akraneskaupstaður hefur haldið eftir fjölbýlishúsalóðum við Asparskóga 11 og 17 til þess að mæta húsnæðisþörf fyrir fatlaða einstaklinga.
Bent skal á að Akraneskaupstaður hefur haldið eftir fjölbýlishúsalóðum við Asparskóga 11 og 17 til þess að mæta húsnæðisþörf fyrir fatlaða einstaklinga.
Akralund 8-14, 16-18 og 20-28.
Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund vegna úthlutunar lóða við Akralund nr. 8-14, nr. 16-18 og nr. 20-28.
Bæjarráð samþykkir með vísan til reglna um úthlutun lóða sbr. grein 2.3 að úthlutun lóða við Akralund fari fram með útdrætti.
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram fyrir apríl lok.
Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund vegna úthlutunar lóða við Akralund nr. 8-14, nr. 16-18 og nr. 20-28.
Bæjarráð samþykkir með vísan til reglna um úthlutun lóða sbr. grein 2.3 að úthlutun lóða við Akralund fari fram með útdrætti.
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram fyrir apríl lok.
5.Lögreglusamþykkt - sameiginleg samþykkt á Vesturlandi
1912242
Drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Á fundi bæjarráðs frá 19. desember síðastliðinn vísaði ráðið drögunum til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lögreglusamþykkt og vísar henni til bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs frá 19. desember síðastliðinn vísaði ráðið drögunum til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lögreglusamþykkt og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og vísar henni bæjarstjórnar Akraness til staðfestingar.
6.Reglur 2020 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega
2001061
Reglur um afslátt fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja 2020.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi fyrir árið 2020 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
7.Höfði - endurbætur á 2. áfanga
2001138
Erindi Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis um endurnýjun á þak- og veggjaklæðningu á 2. áfanga Höfða.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur stjórnarformanni Höfða frekari úrvinnslu málsins.
8.Málefni Sundfélags Akraness - sund í heilsueflandi samfélagi
2001127
Erindi Sundfélags Akraness.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði og skipulags- og umhverfisráði.
Bæjarráð leggur áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.
Bæjarráð leggur áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.
9.Tillaga Sjálfstæðisfl. um sorpmál
2001149
Tillaga Sjálfstæðisflokksins á Akranesi um stofnun starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi.
Fulltrúar Samfylkingar og Framsókn og frjálsra óska eftir upplýsingum um stöðu vinnunnar við umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar hjá skipulags- og umhverfissviði fyrir næsta fund ráðsins og fresta afgreiðslu málsins.
10.Sorpurðun Vesturlands hf. - hlutafé
2001051
Hlutafjármiði vegna Sorpurðunar Vesturlands hf.
Lagt fram.
11.Skagamaður 2019
2001150
Skagamaður ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu um Skagamann ársins 2019 og afhending nafnbótarinnar fer fram á þorrablóti Skagamanna laugardaginn 25. janúar næstkomandi.
Bæjarráð vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til forsvarsmanna Club ´71 fyrir aðkomu þeirra að þorrablóti Skagamanna undanfarin ár og að hafa byggt um viðburð sem fjöldinn allur af Skagamönnum sækir. Auk þess hefur fjárhagslegur ávinningur verið nýttur að fullu til góðra málefna og m.a. til uppbyggingar íþróttastarfsemi á Akranesi.
Bæjarráð vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til forsvarsmanna Club ´71 fyrir aðkomu þeirra að þorrablóti Skagamanna undanfarin ár og að hafa byggt um viðburð sem fjöldinn allur af Skagamönnum sækir. Auk þess hefur fjárhagslegur ávinningur verið nýttur að fullu til góðra málefna og m.a. til uppbyggingar íþróttastarfsemi á Akranesi.
12.Fjölmiðlaskýrsla 2019
2001021
Fjölmiðlaskýrsla 2019.
Lagt fram.
13.Fjölmiðlaverkefni um loftslagsmál - samvinna
1912292
Erindi um þátttöku í nýju mikilvægu fjölmiðlaverkefni um loftslagsmál í ljósvaka- og samfélagsmiðlum.
Lagt fram.
Akraneskaupstaður getur ekki orðið við erindinu.
Akraneskaupstaður getur ekki orðið við erindinu.
14.Öryggismyndavélakerfi - löggæslumyndavélar
2001077
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar sl. drög að samningi um löggæslumyndavélar á Akranesi. Samningum er vísað til staðfestingar í bæjarráði Akraness. Kostnaði verður mætt af liðnum óviss útgjöld innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Kostnaði vegna verkefnsins, allt að 4.000.000, er mætt í fjárfestingaráætlun ársins á liðnum FJÁ2020-99.
Kostnaði vegna verkefnsins, allt að 4.000.000, er mætt í fjárfestingaráætlun ársins á liðnum FJÁ2020-99.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Bæjarráð þakkar Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness og fulltrúum kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir þá miklu vinnu sem innt var af hendi í þessu sambandi í lok síðustu viku og endaði með undirritun samninga.
Það er von bæjarráðs að með þessu skrefi hafi verið lagður grunnur að undirritun samninga á opinbera vinnumarkaðinum á milli hlutaðeigandi stéttarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaga landsins. Mikilvægi þess að friður sé á vinnumarkaði hlýtur að vera sameiginlegt markmið og ávinningur samningsaðila og að staðinn sé vörður um kaupmátt launa og lágt vaxtastig og ekki fórnað fyrir skammvinnan árangur í prósentuhækkunum launa.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sérsamning sömu aðila um desember- og persónuuppbætur til tímavinnufólks sem undirritaður var einnig þann 10. janúar síðastliðinn.
Bæjarráð vísar sérsamningnum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.