Bæjarráð
Dagskrá
Fundurinn fer fram með fjarfundi sbr. heimild í bráðabirgðaákvæði VI. í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 24. mars síðastliðnum.
1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19
2003133
Aðgerðir Akraneskaupstaðar til viðspyrnu við Covid-19.
Bæjarráð samþykkir aðgerðarpakka Akraneskaupstaðar vegna COVID-19 sbr. kynningu bæjarstjóra frá 6. apríl síðastliðnum en ásetur sér frekari viðbrögð eftir framvindu mála.
Fjárhagsleg áhrif aðgerðanna eru ekki að fullu ljós en mismunandi sviðsmyndir liggja fyrir. Bæjarráð mun taka til formlegrar afgreiðslu einstaka þætti svo skjótt sem slíkt er unnt í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ríkinu og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Fjárhagsleg áhrif aðgerðanna eru ekki að fullu ljós en mismunandi sviðsmyndir liggja fyrir. Bæjarráð mun taka til formlegrar afgreiðslu einstaka þætti svo skjótt sem slíkt er unnt í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ríkinu og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023
1912062
Endurskoðun fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar 2020 - 2023 vegna uppbygginga almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl sl. breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins vegna eftirfarandi verkefna:
1. Asparskógum nr. 11 og nr. 17 - í samstarfi við Bjarg íbúðafélag hses.
2. Dalbraut nr. 6 - í samstarfi við Leigufélag aldraðra hses.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við úthlutun lóðanna við Asparskóga nr. 11 og nr. 17 og við Dalbraut nr. 6 og vísar málinu til bæjarráðs. Samþykki ráðsins er bundið skilyrði um stofnframlagsúthlutun frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl sl. breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins vegna eftirfarandi verkefna:
1. Asparskógum nr. 11 og nr. 17 - í samstarfi við Bjarg íbúðafélag hses.
2. Dalbraut nr. 6 - í samstarfi við Leigufélag aldraðra hses.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við úthlutun lóðanna við Asparskóga nr. 11 og nr. 17 og við Dalbraut nr. 6 og vísar málinu til bæjarráðs. Samþykki ráðsins er bundið skilyrði um stofnframlagsúthlutun frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samstarfsverkefni við Bjarg Íbúðafélag hses. vegna uppbyggingu almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 á Asparskógum nr. 11. og nr. 17. Heildarstofnvirði umsóknar Bjargs til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 646.825.654 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 77.619.078. Gatnagerðar- og þjónustugjöld Akraneskaupstaðar vegna úthlutunar lóðanna og uppbyggingarinnar eru kr. 41.228.440 og beint fjárframlag úr sjóð kr. 36.390.638. Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðanna við Asparskóga nr. 11 og nr. 17 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnanna.
Samþykkt 2:0 (RÓ situr hjá)
Bæjarráð samþykkir samstarfsverkefni við Leigufélag aldraðra hses. vegna uppbyggingu almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 á byggingarlóðinni við Dalbraut nr. 6. Heildarstofnvirði umsóknar Leigufélags aldraðra til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 1.100.639.746 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 132.076.769. Gatnagerðar- og þjónustugjöld Akraneskaupstaðar vegna úthlutunar lóðanna og uppbyggingarinnar eru sem nemur stofnframlagi Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðarinnar Dalbraut nr. 6 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnisins.
Samþykkt 2:0 (RÓ situr hjá)
Samþykkt 2:0 (RÓ situr hjá)
Bæjarráð samþykkir samstarfsverkefni við Leigufélag aldraðra hses. vegna uppbyggingu almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 á byggingarlóðinni við Dalbraut nr. 6. Heildarstofnvirði umsóknar Leigufélags aldraðra til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 1.100.639.746 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 132.076.769. Gatnagerðar- og þjónustugjöld Akraneskaupstaðar vegna úthlutunar lóðanna og uppbyggingarinnar eru sem nemur stofnframlagi Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðarinnar Dalbraut nr. 6 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnisins.
Samþykkt 2:0 (RÓ situr hjá)
3.Viðhald fasteigna
2004027
Viðhaldsverkefni stofnana Akraneskaupstaðar sem unnt er að ráðast í á árinu 2020.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið en málið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. apríl síðastliðinn.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið en málið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. apríl síðastliðinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins og leggur áherslu að vinnunni verði hraðað eins og kostur er.
4.Ræsting / þrif í leikskólum 2020
2003034
Samningur við Húsfélagaþjónustuna um ræstingu í leikskólum Akraneskaupstaðar út árið 2020.
Gert er ráð fyrir að farið verði í útboð vegna ræstingar í stofnunum Akraneskaupstaðar (leikskólar, Bókasafn Akraneskaupstaðar og Þorpið).
Fjármagn er til í áætlun ársins hjá leikskólum vegna þessa verkefnis.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Gert er ráð fyrir að farið verði í útboð vegna ræstingar í stofnunum Akraneskaupstaðar (leikskólar, Bókasafn Akraneskaupstaðar og Þorpið).
Fjármagn er til í áætlun ársins hjá leikskólum vegna þessa verkefnis.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og leggur áherslu á að útboð á þjónustunni fari fram hjá Akraneskaupstað nú á haustmánuðum.
5.Nýlendureitur - Melteigur 11, breyting á samkomulagi
2002004
Beiðni Kali ehf. um endurupptöku/endurgerð samkomulags um Nýlendurreit Melteig 11, sem er á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að lóðinni verði úthlutað að nýju.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að lóðinni verði úthlutað að nýju.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð fellst ekki á endurgerð eða endurnýjun samkomulagsins við Kala ehf. en samningurinn gerði ráð fyrir að lóðarhafi hafi þegar árið 2016 hafið uppbyggingu á lóðinni og hugmyndir lóðarhafa um uppbyggingu nú eru ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
6.Fjöliðjan
1910179
Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að stofnaður verði vinnuhópur um viðhald og stækkun húss Fjöliðjunnar við Dalbraut 10.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipa vinnuhóp embættismanna um verkefnið. Tillögur vinnuhópsins verði lagðar fyrir skipulag- og umhverfisráð, velferðar- og mannréttindaráð og bæjarráð.
Markmiðið er að vinnuhópurinn skili af sér mögulegum sviðsmyndum um uppbyggingu starfsemi Fjöliðjunnar á núverandi stað við Dalbraut 10. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili af sér tillögum eigi síðar en 15. júní næstkomandi.
Markmiðið er að vinnuhópurinn skili af sér mögulegum sviðsmyndum um uppbyggingu starfsemi Fjöliðjunnar á núverandi stað við Dalbraut 10. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili af sér tillögum eigi síðar en 15. júní næstkomandi.
7.Flóahverfi - uppbygging
1904131
Til að örva frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Flóahverfi leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að skoðað verið útfærsla ívilnunarheimilda á gatnagerðargjöldum í formi greiðslufrests.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins og að leggja sem fyrst fram tillögu að útfærslu fyrir bæjarráð.
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
8.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1811112
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir umsögn ráðsins um umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð fagnar framkominni umhverfisáætlun Akraneskaupstaðar. Stefnan er metnaðarfull og stefnumótandi fyrir sveitarfélagið í að gera betur fyrir íbúa, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.
Markvisst verður unnið að því að draga úr kolefnispori sveitarfélagsins og sett upp aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Í því sambandi má nefna að Akraneskaupstaður er þátttakandi í samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga um loftslagsmál og um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er í takt við markmið umhverfisstefnunnar um loftslagsmál. Þá hefur einnig verið stigið skref í endurskoðun sorpmála í bæjarfélaginu með stofnun starfshóps sem hefur það hlutverk að koma með heildarstefnu sveitarfélagsins er varðar sorpmál í allri sinni mynd.
Bæjarráð Akraness samþykkir stefnuna og vísar henni fyrir sitt leyti til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Markvisst verður unnið að því að draga úr kolefnispori sveitarfélagsins og sett upp aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Í því sambandi má nefna að Akraneskaupstaður er þátttakandi í samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga um loftslagsmál og um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er í takt við markmið umhverfisstefnunnar um loftslagsmál. Þá hefur einnig verið stigið skref í endurskoðun sorpmála í bæjarfélaginu með stofnun starfshóps sem hefur það hlutverk að koma með heildarstefnu sveitarfélagsins er varðar sorpmál í allri sinni mynd.
Bæjarráð Akraness samþykkir stefnuna og vísar henni fyrir sitt leyti til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
9.Ferðahringur um Akranes og Hvalfjörð - samstarfsverkefni
2004055
Samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps um ferðaleiðir um Hvalfjörð og Akranes. Verkefnið er eitt af áfangastaðaverkefnum Vesturlands og áætlað er að leiðin opni árið 2021.
Bæjarráð þakkar Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur verkefnastjóra fyrir greinargóðar upplýsingar um verkefnið.
10.Holtið sérúræði fyrir börn
2003259
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti úrræði í barnavernd, Holtið, frá 1. janúar sl. og til og með 30. júní nk. Á 124. fundi, þann 1. apríl 2020, samþykkti velferðar- og mannréttindaráð áframhaldandi rekstur úrræðisins frá og með 1. júlí til 31. desember 2020 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarráði. Áætlaður kostnaður er um kl. 9.000.000.
Sveinborg Kristjánsdóttir kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Sveinborg Kristjánsdóttir kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 9.000.000 sem skal ráðstafað á deild 02230-1691. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð leggur áherslu á að velferðar- og mannréttindaráð geri áætlun um áframhaldandi starfsemi verkefnisins og að greining liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 9.000.000 sem skal ráðstafað á deild 02230-1691. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð leggur áherslu á að velferðar- og mannréttindaráð geri áætlun um áframhaldandi starfsemi verkefnisins og að greining liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021.
Næsti fundur bæjarráðs verður þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi kl. 10:00.
Fundi slitið - kl. 13:30.