Bæjarráð
Dagskrá
1.Málefni KFÍA
2004085
Staða Knattspyrnufélags ÍA.
Málið var einnig tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 16.04.2020. Magnús Guðmundsson formaður KFÍA og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KFÍA taka sæti undir þessum lið.
Málið var einnig tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 16.04.2020. Magnús Guðmundsson formaður KFÍA og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KFÍA taka sæti undir þessum lið.
2.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19
2003133
Umræða um aðgerðir Akraneskaupstaðar í tengslum við viðspyrnu vegna Covid-19.
1. Staða aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið. ÓA tekur sæti á fundinum í hennar stað.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra og aðildarfélögum ÍA framlagða samantekt og greinargerð um möguleg áhrif samkomubanns á starfsemi félaganna.
Bæjarráð samþykkir þá ósk félaganna að íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar á Vesturgötu verði opin lengur fram á sumarið en venja er svo unnt sé að forða tekjutapi félaganna í formi endurgreiðslu æfingagjalda. Kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.370.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og inn á liðinn 06520-1697.
2. Rekstur frístundamiðstöðvarinnar Garðavelli.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við ákvarðanir Akraneskaupstaðar um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID-19
en um er að ræða húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar.
ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum á nýjan leik.
3. Innheimta gjalda á skóla- og frístundasviði vegna skóla- og frístundastarfs hjá Akraneskaupstað.
Stjórnvöld hafa tilkynnt að skólastarf verði með hefðbundnum hætti frá 4. maí næstkomandi. Bæjarráð samþykkir að gjaldtaka vegna þjónustunnar verði í samræmi við almennar reglur að nýju frá sama tímabili.
4. Ljósabekkir Sundfélags Akraness í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs að semja við Sundfélag Akraness um slit á því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur um marga ára bil um rekstur ljósabekkja á Jaðarsbökkum en þörf er á annars konar nýtingu á viðkomandi rýmum.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið. ÓA tekur sæti á fundinum í hennar stað.
Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra og aðildarfélögum ÍA framlagða samantekt og greinargerð um möguleg áhrif samkomubanns á starfsemi félaganna.
Bæjarráð samþykkir þá ósk félaganna að íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar á Vesturgötu verði opin lengur fram á sumarið en venja er svo unnt sé að forða tekjutapi félaganna í formi endurgreiðslu æfingagjalda. Kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.370.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og inn á liðinn 06520-1697.
2. Rekstur frístundamiðstöðvarinnar Garðavelli.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við ákvarðanir Akraneskaupstaðar um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID-19
en um er að ræða húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar.
ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum á nýjan leik.
3. Innheimta gjalda á skóla- og frístundasviði vegna skóla- og frístundastarfs hjá Akraneskaupstað.
Stjórnvöld hafa tilkynnt að skólastarf verði með hefðbundnum hætti frá 4. maí næstkomandi. Bæjarráð samþykkir að gjaldtaka vegna þjónustunnar verði í samræmi við almennar reglur að nýju frá sama tímabili.
4. Ljósabekkir Sundfélags Akraness í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs að semja við Sundfélag Akraness um slit á því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur um marga ára bil um rekstur ljósabekkja á Jaðarsbökkum en þörf er á annars konar nýtingu á viðkomandi rýmum.
3.Atvinnumál - verkefni
1905365
Tillaga bæjarstjóra um framkvæmd rannsóknar um fjölda íbúa sem sækir vinnur út fyrir bæjarmörk og tækifæri því tengdu.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í könnun meðal íbúa á Akranesi um þann fjölda sem sækir vinnu og nám utan umdæmismarka Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að veita fjármagni, samtals að fjárhæð kr. 531.000 (án vsk), til verkefnisins. Fjármagninu verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og inn á lið 21400-4390.
Bæjarráð samþykkir að veita fjármagni, samtals að fjárhæð kr. 531.000 (án vsk), til verkefnisins. Fjármagninu verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og inn á lið 21400-4390.
4.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 - Gallup
1909147
Samanburðargreining á niðurstöðum þjónustukönnunnar Gallup á árunum 2016-2019.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir yfirferðina.
Lagt fram.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samræmi við ákvarðanir Akraneskaupstaðar um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID-19. Hins vegar er ljóst að rekstrarvandi KFÍA er einnig alls ótengdur COVID-19 en í gangi er greiningarvinna á fjárveitingum Akraneskaupstaðar til aðildarfélaga Íþróttabandalagsins sem unnin er í nánu samstarfi við fulltrúa ÍA og mun henni ljúka í maímánuði. Bæjarráð tekur málið fyrir að nýju þegar sú greining liggur fyrir.