Bæjarráð
Dagskrá
1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020
2001240
643. mál til umsagnar - frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025.
Lagt fram.
2.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020
2001074
Beiðni um að fallið verði frá hátíðahöldum á Sjómannadaginn og 17. júní 2020 vegna tilmæla sóttvarnarlæknis til Heilbrigðisráðherra dags. 21.4.2020 þar sem lagt er til að frekari aflétting samkomutakmarkana verði íhuguð 3-4 vikum eftir 4. maí 2020 og verði þá stefnt að 100 manna fjöldatakmörkunum.
Á þessum tímapunkti er ekki vitað frekar um næstu skref í ráðleggingum sóttvarnarlæknis og því erfitt að meta aðstæður fyrir fyrstu helgina í júlí þegar Írskir dagar eru á dagskrá. Óskað er jafnframt eftir umræðum um hvort rétt væri að falla einnig frá þeim hátíðahöldum.
Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Á þessum tímapunkti er ekki vitað frekar um næstu skref í ráðleggingum sóttvarnarlæknis og því erfitt að meta aðstæður fyrir fyrstu helgina í júlí þegar Írskir dagar eru á dagskrá. Óskað er jafnframt eftir umræðum um hvort rétt væri að falla einnig frá þeim hátíðahöldum.
Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ellu Maríu fyrir komuna á fundinn.
Bæjarráð felur menningar- og safnanefnd að taka málið til umfjöllunar og koma með tillögur að breytingum á hátíðarhöldum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð felur menningar- og safnanefnd að taka málið til umfjöllunar og koma með tillögur að breytingum á hátíðarhöldum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2019 - samstæða
2004034
Greining gagna á milli umræða um ársreikning Akraneskaupstaðar 2019 en fyrri umræða fór fram í bæjarstjórn þann 29. apríl sl.
Umræða um ársreikning Akraneskaupstaðar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
4.Atvinnuátaksverkefni
2004189
Ein af aðgerðum ríkisstjórnar Íslands er atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn. Akraneskaupstaður hefur tekið saman hugsanlega fjölda starfa sem hægt væri að nýta til ýmissa verkefna þvert á öll svið kaupstaðarins.
Úrræðið hefur ekki verið auglýst né fjöldi starfa sem úthlutað verður í hverjum landshluta. Mótframlag er greitt fyrir hvert full starf yfir sumartímann eða samtals kr. 316.000. Annar launakostnaður þarf Akraneskaupstaðar að brúa bilið með og gæti kostnaðarauki vegna þessa numið a.m.k. 20 m.kr. en fer það allt eftir fjölda starfa sem úthlutað verður og bæjarráð samþykkir að sækja um.
Úrræðið hefur ekki verið auglýst né fjöldi starfa sem úthlutað verður í hverjum landshluta. Mótframlag er greitt fyrir hvert full starf yfir sumartímann eða samtals kr. 316.000. Annar launakostnaður þarf Akraneskaupstaðar að brúa bilið með og gæti kostnaðarauki vegna þessa numið a.m.k. 20 m.kr. en fer það allt eftir fjölda starfa sem úthlutað verður og bæjarráð samþykkir að sækja um.
Bæjarráð þakkar stjórnendum Akraneskaupstaðar fyrir snögg viðbrögð við þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga um að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að vinna það áfram. Bæjarráð leggur áherslu á að fagráðin og menningar- og safnanefnd fjalli um þau störf sem fram eru komin og skilgreini þau nánar. Bæjarráð tekur málið aftur upp að því loknu.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga um að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að vinna það áfram. Bæjarráð leggur áherslu á að fagráðin og menningar- og safnanefnd fjalli um þau störf sem fram eru komin og skilgreini þau nánar. Bæjarráð tekur málið aftur upp að því loknu.
5.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19
2003133
Aðgerðaráætlun Akraneskaupstaðar vegna covid-19. Til umræðu er eftirfarandi:
1. Næmnigreining um áhrif covid-19 á rekstur Akraneskaupstaðar.
2. Hreyfiseðlar. Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri og Friðbjörg Sigvaldadóttir verkefnastjóri koma inn undir þessum lið.
1. Næmnigreining um áhrif covid-19 á rekstur Akraneskaupstaðar.
2. Hreyfiseðlar. Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri og Friðbjörg Sigvaldadóttir verkefnastjóri koma inn undir þessum lið.
1. Næmnigreining lögð fram og bæjarráð þakkar Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fyrir greinagóða samantekt um áhrif covid-19 og samþykktra aðgerða Akraneskaupstaðar á rekstur sveitarfélagsins. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að halda þessari greiningu lifandi á meðan gengið er í gegnum þessa óvissutíma. Bæjarráð tekur málið til afgreiðslu á næsta fundi sínum.
2. Bæjarráð þakkar Valgerði og Friðbjörgu fyrir komuna á fundinn og vísar málinu til úrvinnslu á skóla- og frístundasviði. Bæjarráð leggur áherslu á hreyfiávísanir verði gefnar út eigi síðar en 30. maí næstkomandi.
2. Bæjarráð þakkar Valgerði og Friðbjörgu fyrir komuna á fundinn og vísar málinu til úrvinnslu á skóla- og frístundasviði. Bæjarráð leggur áherslu á hreyfiávísanir verði gefnar út eigi síðar en 30. maí næstkomandi.
6.Guðlaug, heit laug - starfsleyfi o.fl.
1612106
Málefni Guðlaugar til umræðu.
Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs koma inn undir þessum lið.
Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs koma inn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ágústu og Valgerði fyrir greinagóða yfirferð á starfsemi Guðlaugar. Bæjarráð samþykkir að ekki verði farið í gjaldtöku að sinni og ákvörðun um opnun laugarinnar verði í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og Almannavarna.
7.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur
1901197
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 21. apríl 2020 þjónustusamning við Skátafélag Akraness og að vísa meðfylgjandi samningi til bæjarráðs til afgreiðslu.
Valgerður situr áfram undir þessum lið.
Valgerður situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Skátafélag Akraness og felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að klára málið.
Kostnaður samtals kr. 700.000 verður ráðstafað af 20830-4995 og inn á lið 06890-5948. Kostnaður vegna ársins 2021 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Kostnaður samtals kr. 700.000 verður ráðstafað af 20830-4995 og inn á lið 06890-5948. Kostnaður vegna ársins 2021 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
8.Tjaldsvæðið í Kalmansvík - samningur um leigu á landi undir rekstur
1805195
Áhrif covid-19 á starfsemi Tjaldsvæðisins í Kalmansvík.
Fyrir liggur beiðni rekstraraðila um endurskoðun samnings, einkum varðandi leigugreiðslur. Hjálagt er minnisblað verkefnastjóra um beiðnina.
Fyrir liggur beiðni rekstraraðila um endurskoðun samnings, einkum varðandi leigugreiðslur. Hjálagt er minnisblað verkefnastjóra um beiðnina.
Bæjarráð samþykkir beiðni rekstraraðila um að samningur verði frystur í sumar og engar leigugreiðslur innheimtar. Skal í byrjun september fara yfir rekstur tjaldsvæðisins í samvinnu með rekstraraðila og meta áhrif covid-19 á reksturinn.
9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023
1912062
Endurskoðuð fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í tengslum við aðgerð Akraneskaupstaðar um flýtiframkvæmdir vegna covid-19.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri kemur inn undir þessum lið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri kemur inn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til næsta fundar.
10.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging
1711115
Uppfærð kostnaðaráætlun lögð fram til umræðu.
Sigurður situr áfram undir þessum lið.
Sigurður situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð felur Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra og Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að vinna málið áfram.
11.Hreinsun skurða við golfvöll
2002389
Minnisblað frá Golfklúbbnum Leyni var tekið fyrir í skipulags- og umhverfisráði þann 20. apríl sl. er varðaði hreinsun skurða á svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið og vísar því í bæjarráðs.
Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu samtals kr. 600.000 til verkefnisins og að gert verið ráð fyrir þessum fjármunum árlega í fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára.
12.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 12. júní 2020
2004164
Fundarboð aðalfundar Faxaflóahafna sf. 12. júní 2020.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar og hvetur jafnframt bæjarfulltrúa Akraneskaupstaðar til að mæta á aðalfundinn eigi þeir kost á því.
Fundi slitið - kl. 11:00.