Fara í efni  

Bæjarráð

3415. fundur 05. maí 2020 kl. 09:00 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.

1.Grásleppuveiðar 2020 - ákvörðun ráðherra mótmælt

2005036

Samkvæmt reglugerð um atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem útgefin var 30. apríl síðastliðinn voru grásleppuveiðar bannaðar frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 3. maí síðastliðinn
Bæjarráð Akraness tekur undir með félagsmönnum í smábátafélaginu Sæljóni á Akranesi og mótmælir fordæmalausri ákvörðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að stöðva grásleppuveiðar með alltof skömmum fyrirvara.

Bæjarráð Akraness bendir á að misvægi er á milli landshluta hvað varðar grásleppuveiðar og gerir þá kröfu að ráðherra endurskoði ákvörðun sína þannig að jafnræðis verði gætt.

Elsa Lára Arnardóttir
Valgarður Lyngdal Jónsson
Rakel Óskarsdóttir

Áskorunin er send ráðherra og þingmönnum norðvesturkjördæmis.
Fundarmenn samþykkja fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00