Fara í efni  

Bæjarráð

3416. fundur 07. maí 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

83. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 30. mars 2020.
84. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 4. maí 2020.
Lagt fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

715. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.)

707. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).

734. mál til umsagnar - frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara).
Lagt fram.

3.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála fer yfir ákvörðun menningar- og safnanefndar um hátíðarhöld á Sjómannadaginn og 17. júní næstkomandi.
Lagt fram.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við ákvörðun menningar- og safnanefndar.

4.Ársreikningur 2019 - endurskoðun

2001044

Greining gagna á milli umræða um ársreikning Akraneskaupstaðar 2019 en fyrri umræða fór fram í bæjarstjórn þann 29. apríl sl.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

5.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Aðgerðaráætlun Akraneskaupstaðar vegna covid-19. Til umræðu er eftirfarandi:

1. Næmnigreining um áhrif covid-19 á rekstur Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir vandaða vinnu við næmnigreininguna. Samkvæmt henni gæti útkoma ársins 2020 orðið rekstrartap sem nemur allt að 228 m.kr. í stað áætlaðs rekstrarafgangs að fjárhæð 310 mkr.

6.Atvinnuátaksverkefni

2004189

Samvinnuátaksverkefni sveitarfélaga og ríkisins til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsmenn.
Bæjarráð samþykkir að veita samtals að hámarki 25,0 mkr. til átaksverkefnis til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsmenn en fjárheimildin miðast við ráðningu í alls 50 störf í tvo mánuði. Samþykktin er einnig gerð með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjáraukalögum.

Akraneskaupstaður þarf að sækja um ráðningarheimild til Vinnumálastofnunar en samþykkti stofnunarinnar er forsenda heimildar sveitarfélaga til auglýsingar á viðkomandi störfum og m.a. gilda eftirfarandi skilyrði fyrir þátttöku:

1. Sveitarfélög þurfa að skapa ný störf í tengslum við sumarátaksstörf og eiga hefðbundin sumarafleysingarstörf því ekki við hér.
2. Námsmenn þurfa að vera á milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).
3. Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir. Miðað er við tímabilið frá 1. júní - 31. ágúst.
4. Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu.
5. Laun skulu aldrei vera lægri en gildandi kjarasamningar segja til um vegna viðkomandi starfs.
6. Um ráðningar vegna þessa verkefnis gilda sömu reglur og gilda almennt um ráðningar starfsmanna Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 11 að fjárhæð kr. 25.000.000 vegna átaksverkefnis á árinu 2020 sem skal ráðstafað inn á 13080-1691.
Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.
Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023

1912062

Endurskoðuð fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í tengslum við aðgerð Akraneskaupstaðar um flýtiframkvæmdir vegna covid-19.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir flýtiframkvæmdir samkvæmt endurskoðaðri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins, alls kr. 200,301.000 í fjárfestingu og kr. 100.781.000 í gjaldfærðar framkvæmdar. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 12 að þessari fjárhæð og skal eignfærða hlutanum ráðstafað á verkefni og gjaldfærða hlutanum inn á málaflokka og deildir samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Kostnaðarauka vegna eignfærslu verður mætt með lækkun á handbæru fé og kostnaðarauka vegna gjaldfærslu verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

8.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Málefni Suðurgötu 108.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

9.Suðurgata 126 - umsókn um byggingarleyfi

2003241

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 27. apríl 2020 var fjallað um að breyta notkun efri hæðar við Suðurgötu 126. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Málið er i hefðbundnu skipulagsferli og er til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.

10.Úthlutun lóða

1704039

Úthlutun lóða / afturköllun.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

11.Sundfélagið - rekstur ljósabekkja

2004113

Rekstur ljósabekkja á Jaðarsbökkum.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað.

12.Barnvænt samfélag- sveitarfélög með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Skóla- og frístundaráð samþykkir að erindið og vísar til afgreiðslu í bæjarráð með ósk um kr. 500.000 sem er heildarkostnaður við innleiðingu verkefnisins sem mun standa í tvö ár.
Málið lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00