Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10
1910179
Á sameiginlegum fundi skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs þann 13. júlí sl. var fjallað um uppbyggingu Fjöliðjunnar.
Ráðin leggja til við bæjarráð að greinargerð starfshóps um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10 verði höfð til hliðsjónar við uppbygginu hennar og að starfshópi verði falið að koma með tillögu um samspil húss og lóðar er varðar framtíðaruppbyggingu Fjöliðjunnar.
Ráðin leggja til við bæjarráð að greinargerð starfshóps um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar að Dalbraut 10 verði höfð til hliðsjónar við uppbygginu hennar og að starfshópi verði falið að koma með tillögu um samspil húss og lóðar er varðar framtíðaruppbyggingu Fjöliðjunnar.
2.Aðalskipulagsbreyting - stækkun Skógarhverfis.
2004169
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 13. júlí sl var fjallað um aðalskipulagsbreytingu vegna Skógarhverfis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna og deiliskipulagi Skógarhverfi áfangi 3A, samanber 3. og 4. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2005360 og 1906111)
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna og deiliskipulagi Skógarhverfi áfangi 3A, samanber 3. og 4. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2005360 og 1906111)
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að aðalskipulagsbreyting vegna Skógarhverfis verði auglýst samhliða breyttu og nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna og deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
3.Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3 A
2005360
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A, sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 13. júlí sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjónar, að deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna, samanber 2. og 4. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2004169 og 1906111).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjónar, að deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna, samanber 2. og 4. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2004169 og 1906111).
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að deiliskipulag vegna Skógarhverfis áfangi 3A verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og nýju og breyttu deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
4.Deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna - endurskoðun
1906111
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 13. júlí sl. var lögð fram deiliskipulag af Garðalundi og Lækjarbotnum, sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A, samanber 2. og 3. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2004169 og 2005360). Bent er á að í tillögunni felst m.a. að eldra deiliskipulag Garðalundar sem samþykkt var í bæjarstjórn 27. apríl 2010 verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A, samanber 2. og 3. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2004169 og 2005360). Bent er á að í tillögunni felst m.a. að eldra deiliskipulag Garðalundar sem samþykkt var í bæjarstjórn 27. apríl 2010 verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að deiliskipulag vegna Garðalundar og Lækjarbotna verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
5.Víðigrund 5 - Grenndarkynning vegna stækkunar húss
2005274
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 13. júlí sl. var fjallað um umsókn um stækkun húss við Víðigrund 5. Grenndarkynnt var skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 4. júní til og með 7. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að heimila viðbyggingu við Viðigrund 5, skv. grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að heimila viðbyggingu við Viðigrund 5, skv. grenndarkynningu.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar heimilar viðbyggingu við Víðigrund 5 samkvæmt grenndarkynningu.
Samþykkt 3:0.
Samþykkt 3:0.
6.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2020
2002182
Umsókn Bókasafns Akraness í tækjakaupasjóð vegna uppfærslu á sjálfafgreiðsluvél safnins og útskiptingu á server vélarinnar.
Kostnaður er samtals kr. 537.000.
Kostnaður er samtals kr. 537.000.
Bæjarráð samþykkir fjárveitinguna samtals kr. 537.000 sem ráðstafað skal af 20890-4660 (óviss útgjöld).
7.Skógræktarfélag Akraness 2020 - styrkir og land til skógræktar
2004150
Erindi Skógræktarfélags Akraness um áframhaldandi fjárstuðning.
Lagt fram og vísað til skipulags- og umhverfisráðs.
8.Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2020
2006169
Styrkumsókn klúbbsins Geysis fyrir árið 2020. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25. júní sl.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áréttar að markmið vinnuhópsins var að skila mögulegum sviðsmyndum um uppbyggingu á starfsemi Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað á núverandi stað við Dalbraut 10. Þau gögn sem liggja til samþykktar í bæjarráði 20. júlí fela ekki í sér ólíkar sviðsmyndir heldur niðurstöðu um hvernig eigi að vinna verkið áfram. Fara á af stað með kynningu á niðurstöðum hópsins án samþykkis og umræðu í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn kallar eftir að starfshópurinn uppfylli það markmið sem honum var falið eftir umræður í bæjarstjórn þann 14. janúar s.l.
Rakel Óskarsdóttir (sign)