Bæjarráð
Dagskrá
1.Jaðarsbakkar - hönnun
2006228
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að Ask arkitektar ljúki arkitektahönnun á áfanga 1 við Jaðarsbakka.
Bæjarráð samþykkir að Ask arkitektar ljúki arkitektahönnun á fyrsta áfanga við Jaðarsbakka.
2.Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt
2007050
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór yfir ofangreinda viljayfirlýsingu.
Ráðin þakka fyrir góða kynningu og leggja til við bæjaráð að viljayfirlýsingin verði samþykkt.
Ráðin þakka fyrir góða kynningu og leggja til við bæjaráð að viljayfirlýsingin verði samþykkt.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viljayfirlýsinguna.
Samþykkt 2:0, ÓA situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt 2:0, ÓA situr hjá við afgreiðslu málsins.
3.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 3
2005361
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir eigendum við Dalbraut 2, Dalbraut 4 og Stillholti 23 og þjóðbraut 1.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Þjóðbrautar 3 og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.
4.Deiliskipulag Stofnanareits - Vogabraut 3 - stækkun á byggingarreit.
2006099
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 17. júní til 16. júlí 2020, fyrir eigendum að Heiðarbraut 58, 60 og Vogabraut 1, 4 og 5.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Stofnanareits Vogabraut 3 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Fundi slitið - kl. 10:25.