Bæjarráð
1.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar
1210028
2.Skagaver, Miðbær 3 - skaðabótarkrafa
1210069
Ívar gerði bæjarráði grein fyrir niðurstöðu dómskvaddra yfirmatsmanna vegna skaðabótakröfu vegna deiliskipulagsbreytinga á miðbæjarreit Akraness sem gerðar voru á árunum 2004 og 2005. lögmaður Skagavers ehf, Lex lögmannsstofa, hefur lagt fram kröfu á hendur Akraneskaupstað á grundvelli niðurstöðu matsins sem fyrirtækið reyndar unir ekki niðurstöðu á hvað rekstrartjón varðar, og gerir einnig kröfu um bætur vegna rekstrar, mats- og lögfræðikostnað. Skagaver gerir kröfu um innborgun vegna greiðslu bóta, vaxta og kostnaðar að fjárhæð 72,1 m.kr.
Ívar gerði bæjarráði grein fyrir tillögu sinni um greiðslu bóta á grundvelli niðurstöðu yfirmatsgerðar, þannig að skaðabætur verði greiddar vegna verðrýrnunar húss ásamt greiðslu vaxta, undirmats og hluta í yfirmatskostnði og lögmannsþóknunar samtals að fjárhæð 39,8 m.kr.
Gunnar Sigurðsson vék af fundinum með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.Sóknaráætlun landshlutasamtaka
1210067
Bæjarráð samþykkir að vísa sóknaráætlun landshlutana til afgreiðslu atvinnumálanefndar.
Erindinu að öðru leyti vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.
4.Fyrirspurn um götulýsingu.
1209101
Bæjarritara falið að taka upp viðræður við OR um samning um götulýsingu.
5.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.
1112141
Bæjarráð samþykkir að heimila kaup á fimm tölvum í hvorn grunnskólann. Fjárveiting 1,2 m.kr komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.
Hrönn vék af fundi við afgreiðslu málsins.
6.Staðgreiðsla 2013 - áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga
1210057
Lagt fram.
7.Jafnréttisstofa - fyrirspurn v/vinnuhóps um samræmingu fjölsk.- og atvinnulífs.
1210050
Starfsmanna- og gæðastjóra falið að svara erindinu.
8.OpenStreetMap - aðgangur að gögnum
1209090
Erindinu vísað til afgreiðslu framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu.
9.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013
1209178
Lagt fram.
10.Uppgjör á staðgreiðslu til sveitarfél. eftir álagningu útsvars 2012 v/tekna 2011
1210048
Lagt fram.
11.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði
1205064
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
12.Kór Akraneskirkju - notkun á Bíóhöllinni.
1210012
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til reglna kaupstaðarins. Umsækjenda er bent á að hægt er að sækja um styrk skv málsmeðferðarreglum Akraneskaupstaðar um styrkbeiðnir.
13.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2012.
1203022
Lagt fram.
14.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd
1007020
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að framkvæmdin verði auglýst til útboðs, en óskar eftir að lögð verði fram gögn varðandi áhrif verksins á fjárhagsáætlun ársins 2012 og 2013.