Fara í efni  

Bæjarráð

3441. fundur 04. desember 2020 kl. 11:15 - 16:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

104. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum.
311. mál yður til umsagnar - frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.).
323. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof.
322. mál til umsagnar - frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.
321. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.
106. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum.
113. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum.
Lagt fram.

2.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

89. fundargerð Menningar- og safnanefndar frá 25. nóvember 2020.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022 til og með 2024.

Undirbúningur vegna síðari umræðu um fjárhagsáætlunin sem fer fram í bæjarstjórn Akraness þann 15. desember næstkomandi.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs þann 7. desember næstkomandi 09:15.

Samþykkt 3:0

4.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni vegna jólaúthlutunar 2020

2011171

Styrkbeiðni mæðrastyrksnefndar vegna jólaúthlutunar 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita mæðrastyrksnefnd styrk að fjárhæð kr. 400.000 til málefnisins sem er aukning miðað við undanfarin ár og er gert til að mæta fyrirsjáanlegri aukinni þörf í ár sbr. erindi nefndarinnar.

Gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð óskar sem fyrr eftir greinargerð frá nefndinni í upphafi næsta ár um fyrirkomulag úthlutunarinnar sem og um fjöldi styrkþega.

Samþykkt 3:0.

5.Bátaskemma á svæði Byggðasafnsins í Görðum

1805238

Forstöðumaður menningar- og safnamála óskar eftir flutningi fjárheimildar milli deilda.
Bæjarráð samþykkir erindi forstöðumanns um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2020.
Um eftirfarandi breytingar er að ræða:
1. Breytingar á fjárfestingu til hækkunar að fjárhæð kr. 7.000.000.
2. Breytingar á gjaldfærslu til lækkunar á Byggðasafni, aðalsafnahús 61210-4620 að fjárhæð kr. 7.000.000.

Ráðstöfuninni er mætt með hækkun rekstrarafgangs sem nemur kr. 7.000.000 en einnig samsvarandi hækkun á fjárfestingu og hefur því breytingin ekki áhrif á handbært fé.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 34 og vísar honum til endanlegrar málsmeðferðar hjá bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

6.Uppsögn / endurskoðun samnings um samstarf slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1912291

Viðauki (framlenging) við samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um rekstur Slökkviliðs Akraness.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framlengingu samstarfssamnings sveitarfélaganna með áorðnum breytingum um rekstur Slökkviliðs Akraness til eins ár, til ársloka 2021.

Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnu við málið.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Hlé gert á fundinum kl. 13:15.

7.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Niðurstaða starfshóps um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga til ÍA
Fundi framhaldið kl. 15:10.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið og tekur ekki frekari þátt í fundinum.
ÓA tekur sæti á fundinum í stað RÓ og tekur þátt í afgreiðslu mála nr. 7 og nr. 8 í dagskránni.

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir þeirra vinnu.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps um framtíðarfyrirkomulag og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykktin gerir ráð fyrir tilteknu viðbótarframlagi á árinu 2021. Frekari ákvarðanir verða áfram til umfjöllunar á næsta ári eftir því sem framvinda efnahagsmála gefur tilefni til.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að upplýsa forsvarmenn ÍA um ákvörðunina.

Samþykkt 3:0

8.Fjöliðjan - húsnæðismál / Smiðjuvellir 9

2011049

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að leigusamningur við Fasteignafélagið Smiðjuvelli 9, verði framlengdur m.t.t. þess að ljóst er að húsnæði Fjöliðju á Dalbraut 10 er ekki tilbúið til rekstrar
Bæjarráð samþykkir framlengingu leigusamnings við Fasteignafélagið Smiðjuvöllum 9 vegna starfsemi Fjöliðjunar.

Gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins 2021.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 16:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00