Fara í efni  

Bæjarráð

3454. fundur 25. mars 2021 kl. 08:15 - 12:02 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi. Í lok hans samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

585. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
491. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál).
496. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta).
495. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað).
563. mál til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar).
602. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi).
Lagt fram.

2.Höfði - aðalfundur og ársreikningur 2020

2103270

Málefni Höfða og fjárhagsstaða.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Kjartan Kjartansson víkur af fundi.

3.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Staða rekstrar í febrúarmánuði.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

4.Afskriftir vegna ársins 2020

2102046

Afskriftir vegna ársins 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fjármála um afskriftir vegna ársins 2020, samtals að fjárhæð kr. 2.771.472. Um árangurslausa innheimtu er að ræða og faglegt mat deildarinnar og innheimtuaðila að leggja til afskrift krafnanna.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð hafði áður, á fundi sínum nr. 3449 þann 11. febrúar síðastliðinn samþykkt afskriftir að fjáhæðr kr. 455.011. Samtals eru afskriftir vegna ársins 2020 því kr. 3.226.483.

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

5.Loftgæði í Grundaskóla

2103009

Málefni Grundaskóla.
Bæjarráð samþykkir útgjöld, allt að fjárhæð kr. 5.000.000 vegna forhönnunar á C-álmu Grundaskóla en þessi þáttur er nauðsynlegur til að unnt sé að áætla með sem bestum hætti heildarkostnað vegna þeirra endurbóta sem þörf verður að ráðast í vegna stöðu loftgæða í Grundaskóla.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9 á deild 31420-4391 að fjárhæð kr. 5.000.000 og að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðauka nr. 9 til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

6.Olíutankur á Breið - nýting

2103271

Eignaskipti á Olíutanki á Breið.
Bæjarráð þakkar Olíudreifingu fyrir samstarfið í málinu en ekki er lengur til staðar áhugi hjá bæjarfélaginu fyrir að eignast olíutankinn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

7.Alfreð - auglýsinga- og ráðningakerfi

2103269

Ráðningarkerfið Alfreð.

Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn að fjárhæð kr. 1.339.200 vegna afnota-og þjónustugjalda af auglýsinga- og ráðningarkerfinu „ Alfreð“. Kostnaðinum er mætt af liðnum 20830-4995 og færist á liðinn 21690-4992.

Samþykkt 3:0

8.Atvinnuátaksverkefni ríkisstjórnar - sköpum 7000 störf

2103272

Umræða um þátttöku Akraneskaupstaðar.

Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með mannauðsstjóra Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Harpa Hallsdóttir víkur af fundi.

9.Slökkvilið - tækjabúnaður

2011281

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 um kaup á körfubíl.
Bæjarráð telur brýnt að nauðsynlegur tækjabúnaðar sé til staðar hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Hvalfjarðarsveit, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóra.

Samþykkt 3:0

10.Tölvukerfi Akraneskaupstaðar - endurnýjun á diskakerfum

2103200

Erindi til bæjarráðs um endurnýjun á diskakerfum Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn vegna endurnýjunar á diskakerfi Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 10 að fjárhæð kr. 4.774.000 með vsk., sem ráðstafað er af deild 20830-4660, kr. 1.680.000, og af deild 20830-4995, kr.3.094.000 og færist á deild 21400-4992.

Bæjarráð vísar viðauka nr. 10 til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Jóhann Guðmundsson víkur af fundi.

11.Ný jafnréttislöggjöf - áhrif nýrrar löggjafar á sveitarfélög

2103025

Á 149. fundur velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 7. mars 2021 var tekið fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jafnréttisstofa til sveitarfélaga þar sem kynnt eru áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög. Sveitarfélög eru hvött til að nýta vel þann tíma sem er fram til sveitarstjórnakosninga vorið 2022 til að undirbúa gerð nýrra áætlana í jafnréttismálum. Vísað er til þess að á landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður nk. haust verður fjallað sérstaklega um málið.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til bæjarráðs til úrvinnslu. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að skoðað verði að stofna starfshóp þvert á svið til að yfirfara jafnréttisáætlun sveitarfélagsins með tilliti til nýrra laga.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipaði verði starfshópur embættismanna með fulltrúum allra sviða Akraneskaupstaðar sem fái það verkefni að yfirfara jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og leggi fram tillögur að endurskoðaðri jafnréttisáætlun og uppfærðri framkvæmdaáætlun fyrir hlutaðeigandi fagráð.

Samþykkt 3:0

12.Almannavarnanefnd Vesturlands - áhættuskoðun 2020

2103095

Áhættumat Vesturlands 2020.
Lagt fram.

Bæjarráð áréttar fyrri afgreiðslu ráðsins frá 29. ágúst 2019 (fundur bæjarráðs nr. 3382, dagskrárliður nr. 8) um samþykki um tímabundna ráðningu verkefnastjóra almannavarnanefndar Vesturlands vegna tiltekinna verkþátta sem ætti í raun að vera lokið nú.

13.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Ákvarðanir stjórnvalda vegna COVID-19.
Breyting á reglugerð nr. 191/2021 um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
Vegna sóttvarnaraðgerða yfirvalda sbr. m.a. reglugerð nr. 322/2021 um breytingu á reglugerð nr. 191/2021 um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, óskar Akraneskaupstaður þess að þeir foreldrar leikskólabarna sem eiga þess nokkurn kost, haldi börnum sínum heima og komi ekki með þau í leikskólana meðan hertar samkomutakmarkanir gilda, sem er til fyrsta apríl næstkomandi.

Foreldrum verða endurgreidd leikskólagjöld sbr. framangreint hafi viðkomandi tilkynnt leikskólanum um slíka ráðstöfun fyrirfram.

Frístundastarf sveitarfélagsins fyrir börn á skólaaldri fellur niður meðan á samkomutakmörkunum stendur og þá gjöld fyrir sama tímabil.



Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 15. apríl næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 12:02.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00