Fara í efni  

Bæjarráð

3471. fundur 05. október 2021 kl. 16:00 - 17:05 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi tekur þátt í fundinum með rafrænum hætti og samþykkir fundargerðina í lok fundar.

1.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 - Gallup

2110020

Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 frá Gallup.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í könnuninni en hyggst nýta tímann til næsta fundar til að ákveða mögulegar viðbótarspurningar.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

2.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Tillaga um stofnun starfshóps um stefnu í öldrunarþjónustu Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

3.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun o.fl.
Bæjarráð leggur til að sameiginlegur vinnufundur bæjarstjórnar um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunina verði verði næstkomandi mánudag þann 11. október. Tímasetning fundarins verður send út síðar í vikunni.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 17:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00