Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd
2101067
99. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 5. október 2021.
Lagt fram.
2.Menningarverðlaun Akraness 2021
2109161
Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness árið 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2021.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar
2102138
Erindi menningar- og safnanefndar um 80 ára kaupstaðaafmæli Akranes árið 2022.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að skipa afmælisnefnd vegna 80 ára kaupstaðaafmæli Akraness á næsta ári. Fimm fulltrúar munu skipa nefndina og mun skipan hennar og erindisbréf liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 5.000.000 til verkefnisins í fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð samþykkir að skipa afmælisnefnd vegna 80 ára kaupstaðaafmæli Akraness á næsta ári. Fimm fulltrúar munu skipa nefndina og mun skipan hennar og erindisbréf liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 5.000.000 til verkefnisins í fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt 3:0
4.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025
2106179
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2022 (2023-2025).
Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs fimmtudaginn 21. október næstkomandi kl. 08:15.
Kristjan Helga víkur af fundi.
Kristjan Helga víkur af fundi.
5.Stafræn umbreyting sveitarfélaga - samstarf
2110075
Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - kostnaðaráætlun samstarfsverkefna fyrir fjárhagsáætlanagerð.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir útgjöldum í fjárhagsáætlun 2022 vegna stafræns verkefnis samtals að fjárhæð kr. 4.821.000.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
6.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 - Gallup
2110020
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 frá Gallup.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. október að taka þátt í könnuninni en frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar vegna ákvörðunar um viðbótarspurningar.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. október að taka þátt í könnuninni en frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar vegna ákvörðunar um viðbótarspurningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.Coda verkefni Carbfix - tillaga um stofnun verkefnafélags
2110057
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur-eigna ohf. samþykkti að stofnað yrði verkefnafélag (e. Special purpose vehicle, SPV) um Coda Terminal verkefni Carbfix. Tillagan var samþykkt með fyrirvara um samþykkt eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagt fram.
8.Akralundur 30 - umsókn um byggingarlóð
2110102
Umsókn um byggingarlóð.
Umsóknargjaldið er greitt og taka þarf afstöðu til úthlutunar þar sem tvær umsóknir liggja fyrir.
Umsóknargjaldið er greitt og taka þarf afstöðu til úthlutunar þar sem tvær umsóknir liggja fyrir.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 9. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðunina.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjandans sem var fyrstur til að sækja um og greiða umsóknargjaldið sbr. reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020.
Samþykkt 2:0
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjandans sem var fyrstur til að sækja um og greiða umsóknargjaldið sbr. reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020.
Samþykkt 2:0
9.Akralundur 30 - umsókn um byggingarlóð
2110090
Umsókn um byggingarlóð.
Umsóknargjaldið er greitt og taka þarf afstöðu til úthlutunar þar sem tvær umsóknir liggja fyrir.
Umsóknargjaldið er greitt og taka þarf afstöðu til úthlutunar þar sem tvær umsóknir liggja fyrir.
Bæjarráð synjar umsókninni með vísan til reglna Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 en lóðinni var úthlutað til annars umækjenda sem var fyrri til að sækja um lóðina sbr. dagskrárlið nr. 8.
Samþykkt 2:0
RÓ tekur sæti á fundinum á ný.
Samþykkt 2:0
RÓ tekur sæti á fundinum á ný.
Fundi slitið - kl. 10:52.